Kaká um Ronaldo: „Heima er hann bara einhver feitur gaur á röltinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 09:30 Ronaldo (t.h.) ásamt Ednaldo Rodrigues, forseta brasilíska knattspyrnusambandsins. Jean Catuffe/Getty Images Fyrrum fótboltamaðurinn Kaká, sem var hluti af brasilíska landsliðinu sem vann HM 2002, segir fótboltamenn gjarnan ekki fá þá virðingu sem þeir eiga skilið í heimalandinu. Það eigi sérstaklega við um Neymar, leikmann landsliðsins, sem hljóti óvægna gagnrýni. „Fjölmargir ræða Neymar þessa dagana í Brasilíu, en á neikvæðan hátt,“ sagði Kaká í viðtali í Katar þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Það er ekki nýtt af nálinni að Neymar hljóti gagnrýni heima fyrir en kröfur Brasilíumanna til landsliðsins eru gjarnan miklar. Neymar var til að mynda gagnrýndur afar harðlega eftir að Brassar féllu úr leik á HM 2014 á heimavelli. „Kannski er það vegna stjórnmála, en Brasilíumenn eiga til að bera ekki virðingu fyrir hæfileikum okkar,“ segir Kaká. Stjórnmál í Brasilíu hafa verið sérstaklega harðvíg síðustu misseri. Hægri þjóðernissinninn Jair Bolsonaro missti völd í landinu skömmu fyrir HM þegar hann tapaði forsetakosningum fyrir Lula, sem áður var forseti landsins, og hallast meira til vinstri. Vegna þjóðerniskennda hreyfingar Bolsonaro hefur margur snúið baki við landsliðinu, eða í það minnsta treyju landsliðsins, sem varð eitt af aðalsmerkjum stuðningsmanna hans. Neymar er þekktur stuðningsmaður Bolsonaro, sem margur Brassinn sættir sig illa við. „Það er skrýtið að segja þetta en margir Brasilíumenn styðja ekki við landsliðið. Það kemur stundum fyrir. Ef þú sérð Ronaldo gangandi um hér, eru viðbrögðin vá, hann fær mikla virðingu hér. Í Brasilíu er hann bara einhver feitur gaur að labba niður götuna,“ segir Kaká. Ronaldo var markahæsti leikmaður HM 2002 þegar þeir félagar, hann og Kaká, unnu mótið. Kaká gekk árið 2003 í raðir AC Milan og þeir endurnýjuðu kynni sín þar þegar Ronaldo skipti frá Real Madrid til Mílanó árið 2007. Ronaldo og Kaká náðu einu ári saman í Mílanó eftir að sá fyrrnefndi kom frá Real Madrid og áður en sá síðarnefndi fór til Real Madrid. Þeir léku saman um árabil með landsliðinu.Vísir/Getty HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira
„Fjölmargir ræða Neymar þessa dagana í Brasilíu, en á neikvæðan hátt,“ sagði Kaká í viðtali í Katar þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Það er ekki nýtt af nálinni að Neymar hljóti gagnrýni heima fyrir en kröfur Brasilíumanna til landsliðsins eru gjarnan miklar. Neymar var til að mynda gagnrýndur afar harðlega eftir að Brassar féllu úr leik á HM 2014 á heimavelli. „Kannski er það vegna stjórnmála, en Brasilíumenn eiga til að bera ekki virðingu fyrir hæfileikum okkar,“ segir Kaká. Stjórnmál í Brasilíu hafa verið sérstaklega harðvíg síðustu misseri. Hægri þjóðernissinninn Jair Bolsonaro missti völd í landinu skömmu fyrir HM þegar hann tapaði forsetakosningum fyrir Lula, sem áður var forseti landsins, og hallast meira til vinstri. Vegna þjóðerniskennda hreyfingar Bolsonaro hefur margur snúið baki við landsliðinu, eða í það minnsta treyju landsliðsins, sem varð eitt af aðalsmerkjum stuðningsmanna hans. Neymar er þekktur stuðningsmaður Bolsonaro, sem margur Brassinn sættir sig illa við. „Það er skrýtið að segja þetta en margir Brasilíumenn styðja ekki við landsliðið. Það kemur stundum fyrir. Ef þú sérð Ronaldo gangandi um hér, eru viðbrögðin vá, hann fær mikla virðingu hér. Í Brasilíu er hann bara einhver feitur gaur að labba niður götuna,“ segir Kaká. Ronaldo var markahæsti leikmaður HM 2002 þegar þeir félagar, hann og Kaká, unnu mótið. Kaká gekk árið 2003 í raðir AC Milan og þeir endurnýjuðu kynni sín þar þegar Ronaldo skipti frá Real Madrid til Mílanó árið 2007. Ronaldo og Kaká náðu einu ári saman í Mílanó eftir að sá fyrrnefndi kom frá Real Madrid og áður en sá síðarnefndi fór til Real Madrid. Þeir léku saman um árabil með landsliðinu.Vísir/Getty
HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira