Fullviss um að „ógnandi“ nýbygging rísi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2022 22:00 Svona lítur fyrirhuguð viðbygging við Stjórnarráðið út. Húsið við Bankastræti yrði þarna þétt upp við fyrir aftan - alltof þétt, að mati FSRE. Argos Fyrirhuguð nýbygging nærri stjórnarráðinu er talin ógn við öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Formaður skipulagsráðs borgarinnar tekur áhyggjurnar alvarlega en hefur þó fulla trú á að byggingin rísi. Ríkið hyggst reisa viðbyggingu fyrir aftan stjórnarráðið, eins og þegar hefur verið kynnt. Eigendur aðliggjandi lóðar vilja líka reisa hús, fjögurra hæða, og nú eru áhyggjur af því að nálægð bygginganna tveggja muni jafnvel varða öryggi ríkisstjórnarinnar, sem muni funda í viðbyggingunni. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætisráðuneytisins og Framkvæmdasýslunnar ríkiseigna (FSRE), sem Morgunblaðið fjallaði um í dag. Áhyggjurnar snúa meðal annars að því að úr húsinu verði auðvelt að kasta hættulegum efnum eða hlutum á þak viðbyggingar forsætisráðuneytisins. Einnig verði mögulegt að komast út um glugga hússins á þak viðbyggingarinnar - og kasta hættulegum hlutum. „Og það byggist á mati ríkislögreglustjóra að þessi bygging gæti veikt öryggi æðstu stjórnar ríkisins,“ segir Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE. Teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi sem myndi umlykja hina sögufrægu Stellu.Argos Það eru eigendur lóðarinnar við Bankastræti 3 sem vilja reisa húsið sem hið opinbera hefur svo miklar áhyggjur af. Fyrir er á lóðinni friðað steinhús sem hýsir verslunina Stellu. Hér fyrir neðan sést teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi. Alltof umfangsmikið á þessari litlu lóð, að mati Framkvæmdasýslunnar. Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE.VÍSIR/ÍVAR „Við teljum eðlilegt að bygging fyrir æðstu stjórnendur landsins fái ákveðið andrými í borgarlandinu,“ segir Ólafur. Vilja ná góðri lendingu En skipulagsvaldið er í höndum Reykjavíkurborgar, sem mun funda með deiluaðilum. „Þegar áhyggjurnar eru settar fram með þessum hætti á þessum tímapunkti þá hlýtur það að vera til marks um að þau vilja að þær séu teknar alvarlega. Þannig að þá hljótum við að gera það, upp að því marki sem við getum,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við viljum náttúrulega reyna að ná góðri lendingu.“ Telurðu að þetta muni allt ganga eftir, að þessi bygging [á Bankastrætislóð] muni rísa? „Ég held að það hljóti að vera. Ég held að þetta hljóti nú að ganga upp,“ segir Alexandra. Skipulag Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ríkið hyggst reisa viðbyggingu fyrir aftan stjórnarráðið, eins og þegar hefur verið kynnt. Eigendur aðliggjandi lóðar vilja líka reisa hús, fjögurra hæða, og nú eru áhyggjur af því að nálægð bygginganna tveggja muni jafnvel varða öryggi ríkisstjórnarinnar, sem muni funda í viðbyggingunni. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætisráðuneytisins og Framkvæmdasýslunnar ríkiseigna (FSRE), sem Morgunblaðið fjallaði um í dag. Áhyggjurnar snúa meðal annars að því að úr húsinu verði auðvelt að kasta hættulegum efnum eða hlutum á þak viðbyggingar forsætisráðuneytisins. Einnig verði mögulegt að komast út um glugga hússins á þak viðbyggingarinnar - og kasta hættulegum hlutum. „Og það byggist á mati ríkislögreglustjóra að þessi bygging gæti veikt öryggi æðstu stjórnar ríkisins,“ segir Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE. Teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi sem myndi umlykja hina sögufrægu Stellu.Argos Það eru eigendur lóðarinnar við Bankastræti 3 sem vilja reisa húsið sem hið opinbera hefur svo miklar áhyggjur af. Fyrir er á lóðinni friðað steinhús sem hýsir verslunina Stellu. Hér fyrir neðan sést teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi. Alltof umfangsmikið á þessari litlu lóð, að mati Framkvæmdasýslunnar. Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE.VÍSIR/ÍVAR „Við teljum eðlilegt að bygging fyrir æðstu stjórnendur landsins fái ákveðið andrými í borgarlandinu,“ segir Ólafur. Vilja ná góðri lendingu En skipulagsvaldið er í höndum Reykjavíkurborgar, sem mun funda með deiluaðilum. „Þegar áhyggjurnar eru settar fram með þessum hætti á þessum tímapunkti þá hlýtur það að vera til marks um að þau vilja að þær séu teknar alvarlega. Þannig að þá hljótum við að gera það, upp að því marki sem við getum,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við viljum náttúrulega reyna að ná góðri lendingu.“ Telurðu að þetta muni allt ganga eftir, að þessi bygging [á Bankastrætislóð] muni rísa? „Ég held að það hljóti að vera. Ég held að þetta hljóti nú að ganga upp,“ segir Alexandra.
Skipulag Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira