Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. desember 2022 21:23 Geirdís hefur beitt sér fyrir því að borgin geri varanlegar ráðstafanir fyrir fólk sem kýs og vill búa í hjólhýsi, húsbíl eða í smáhýsi. Vísir/Bjarni Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er 48 ára gömul. Hún er öryrki og hefur búið í hjólhýsi í Laugardal í tvö og hálft ár. Hún segir það fela í sér ýmsar skerðingar að vera hvergi skráð til heimilis. Til að að mynda fær hún ekki svokallaða heimilisuppbót frá Tryggingastofnun. Geirdís hefur beitt sér fyrir því að borgin geri varanlegar ráðstafanir fyrir fólk sem kýs og vill búa í hjólhýsi, húsbíl eða í smáhýsi. „Þetta er réttindabarátta. Við búum í okkar eigin húsnæði. Það er eins og það sé skömm að því að búa á hjólum. Ég vill bara geta haft varanlegan stað. Ég vill geta skráð heimilisfangið mitt þar og fengið að fullnýta réttindi mín sem íslenskur ríkisborgari,“ segir Geirdís. Ætlar ekki aftur á leigumarkaðinn Bergþóra hefur búið í hjólhýsi í fimm ár.Vísir/Bjarni Bergþóra Pálsdóttur hefur búið í hjólhýsinu sínu síðustu fimm ár en leigði áður íbúð. Hún segist ekki vera að leitast eftir því að komast aftur inn á leigumarkaðinn. „Nei, ég er ekki að því, alls ekki, ég hef bara ekki efni á því. Mér finnst ekkert eðlilegt að leigja íbúð á 300 þúsund. Ég er með 243 þúsund í mánaðarlaun. Ég veit ekki alveg hvernig ég ætti að fara að því.“ Skorar á borgarstjórn Skilaboð Geirdísar eru skýr.„Við erum náttúrulega bara fólk. Rétt eins og þetta fólk sem situr í borgarstjórn. Mér finnst allt í lagi að þau sjái sóma sinn í þvi að koma og tala við okkur á jafningjagrundvelli. Sjái bara hvernig við búum og heyri það, að þetta eru heimilin okkar sem að um ræðir. Og þetta er það sem við kjósum og það sem við viljum.“ Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Sjá meira
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er 48 ára gömul. Hún er öryrki og hefur búið í hjólhýsi í Laugardal í tvö og hálft ár. Hún segir það fela í sér ýmsar skerðingar að vera hvergi skráð til heimilis. Til að að mynda fær hún ekki svokallaða heimilisuppbót frá Tryggingastofnun. Geirdís hefur beitt sér fyrir því að borgin geri varanlegar ráðstafanir fyrir fólk sem kýs og vill búa í hjólhýsi, húsbíl eða í smáhýsi. „Þetta er réttindabarátta. Við búum í okkar eigin húsnæði. Það er eins og það sé skömm að því að búa á hjólum. Ég vill bara geta haft varanlegan stað. Ég vill geta skráð heimilisfangið mitt þar og fengið að fullnýta réttindi mín sem íslenskur ríkisborgari,“ segir Geirdís. Ætlar ekki aftur á leigumarkaðinn Bergþóra hefur búið í hjólhýsi í fimm ár.Vísir/Bjarni Bergþóra Pálsdóttur hefur búið í hjólhýsinu sínu síðustu fimm ár en leigði áður íbúð. Hún segist ekki vera að leitast eftir því að komast aftur inn á leigumarkaðinn. „Nei, ég er ekki að því, alls ekki, ég hef bara ekki efni á því. Mér finnst ekkert eðlilegt að leigja íbúð á 300 þúsund. Ég er með 243 þúsund í mánaðarlaun. Ég veit ekki alveg hvernig ég ætti að fara að því.“ Skorar á borgarstjórn Skilaboð Geirdísar eru skýr.„Við erum náttúrulega bara fólk. Rétt eins og þetta fólk sem situr í borgarstjórn. Mér finnst allt í lagi að þau sjái sóma sinn í þvi að koma og tala við okkur á jafningjagrundvelli. Sjái bara hvernig við búum og heyri það, að þetta eru heimilin okkar sem að um ræðir. Og þetta er það sem við kjósum og það sem við viljum.“
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Sjá meira