Framherji Portúgala var spurður um það hvort fréttir af samningi hans við Al Nassr væri sannar og hann því á leiðinni þangað á nýju ári.
„Nei, þetta er ekki satt,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir 6-1 sigur Portúgals á Sviss í sextán liða úrslitum HM í Katar í gærkvöldi.
Cristiano Ronaldo on links of Al Nassr deal done: No, that s not true not true , he said after the game. #Qatar2022
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 6, 2022
Al Nassr proposal, on the table but no green light from Ronaldo as of now. pic.twitter.com/y2duCzmZtA
Ronaldo er með lausan samning eftir að komist að samkomulagi við Manchester United um starfslok rétt fyrir heimsmeistaramótið.
Fréttir frá Spáni héldu því fram að Ronaldo hefði þegar gengið frá samningi við Al-Nassr sem er frá 1. janúar næstkomandi og gildir í tvö og hálft ár.
Hann á samkvæmt sömu fréttum að fá tvö hundruð milljónir evra fyrir hvert tímabil eða um þrjátíu milljarða íslenskra króna.
Cristiano Ronaldo has not made a decision regarding the lucrative offer he has from Saudi Arabian club Al-Nassr, sources have told ESPN https://t.co/ILnaO7zn4J
— ESPN India (@ESPNIndia) December 7, 2022