Ronaldo fljótur inn í klefa eftir magnaðan sigur Portúgals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2022 07:30 Cristiano Ronaldo spilaði rétt rúmlega 20 mínútur gegn Sviss og var fljótur inn í klefa eftir leik. Visionhaus/Getty Images Cristiano Ronaldo virtist ekki hafa of mikinn áhuga á að fagna með liðsfélögum sínum eftir magnaðan 6-1 sigur Portúgals á Sviss í 16-liða úrslitum HM í fótbolta ef marka má myndbandsupptöku sem nú fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Ronaldo hefur verið mikið í fréttum undanfarið eins og hans er von og vísa. Það kom þó á óvart þegar byrjunarlið Portúgals fyrir leikinn gegn Sviss var tilkynnt en þar var enginn Ronaldo sjáanlegur, hann var meðal varamanna. Photographers during the Portuguese national anthem . pic.twitter.com/u0zoPs7ils— Simon Evans (@sgevans) December 6, 2022 Í hans stað kom Gonçalo Ramos inn í byrjunarliðið og sá átti stórleik. Ramos skoraði þrennu í ótrúlegum 6-1 sigri sem þýðir að Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM. Staðan var orðin 5-1 þegar Ronaldo kom inn af bekknum en þá var stundarfjórðungur eftir af leiknum. Hinn 37 ára gamli framherji kom boltanum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það var hins vegar annar varamaður, Rafael Leão, sem skoraði sjötta mark leiksins. Þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka fögnuðu Portúgalar eðlilega vel og lengi, að Ronaldo undanskildum það er að segja. Myndbandsupptaka frá vellinum sýnir hann ganga einan að stuðningsfólki liðsins, klappa stuttlega, og ganga svo einan af velli. At best, this is Ronaldo first off the pitch after thanking fans and celebrating briefly with teammates. At worst, this is CAPTAIN Ronaldo shunning his teammates during his NATION'S moment of glory. A curiously isolated star at the wrong time either way. (via @Davenbort) pic.twitter.com/FPKFE5pP6L— Men in Blazers (@MenInBlazers) December 6, 2022 Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM þann 10. desember næstkomandi og eftir frammistöðu liðsins gegn Sviss verður að teljast líklegt að Ronaldo þurfi að sætta sig við áframhaldandi bekkjarsetu. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53 Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu. 6. desember 2022 14:00 Mikill meirihluti portúgölsku þjóðarinnar vill setja Ronaldo á bekkinn Manchester United fékk nóg af Cristiano Ronaldo og nú lítur út fyrir að að portúgalska þjóðin þyki þetta líka vera komið gott hjá besta knattspyrnumanninum í sögu þjóðarinnar. 5. desember 2022 14:01 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Styrkir til VÍK Sport Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira
Ronaldo hefur verið mikið í fréttum undanfarið eins og hans er von og vísa. Það kom þó á óvart þegar byrjunarlið Portúgals fyrir leikinn gegn Sviss var tilkynnt en þar var enginn Ronaldo sjáanlegur, hann var meðal varamanna. Photographers during the Portuguese national anthem . pic.twitter.com/u0zoPs7ils— Simon Evans (@sgevans) December 6, 2022 Í hans stað kom Gonçalo Ramos inn í byrjunarliðið og sá átti stórleik. Ramos skoraði þrennu í ótrúlegum 6-1 sigri sem þýðir að Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM. Staðan var orðin 5-1 þegar Ronaldo kom inn af bekknum en þá var stundarfjórðungur eftir af leiknum. Hinn 37 ára gamli framherji kom boltanum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það var hins vegar annar varamaður, Rafael Leão, sem skoraði sjötta mark leiksins. Þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka fögnuðu Portúgalar eðlilega vel og lengi, að Ronaldo undanskildum það er að segja. Myndbandsupptaka frá vellinum sýnir hann ganga einan að stuðningsfólki liðsins, klappa stuttlega, og ganga svo einan af velli. At best, this is Ronaldo first off the pitch after thanking fans and celebrating briefly with teammates. At worst, this is CAPTAIN Ronaldo shunning his teammates during his NATION'S moment of glory. A curiously isolated star at the wrong time either way. (via @Davenbort) pic.twitter.com/FPKFE5pP6L— Men in Blazers (@MenInBlazers) December 6, 2022 Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM þann 10. desember næstkomandi og eftir frammistöðu liðsins gegn Sviss verður að teljast líklegt að Ronaldo þurfi að sætta sig við áframhaldandi bekkjarsetu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53 Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu. 6. desember 2022 14:00 Mikill meirihluti portúgölsku þjóðarinnar vill setja Ronaldo á bekkinn Manchester United fékk nóg af Cristiano Ronaldo og nú lítur út fyrir að að portúgalska þjóðin þyki þetta líka vera komið gott hjá besta knattspyrnumanninum í sögu þjóðarinnar. 5. desember 2022 14:01 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Styrkir til VÍK Sport Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira
Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53
Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu. 6. desember 2022 14:00
Mikill meirihluti portúgölsku þjóðarinnar vill setja Ronaldo á bekkinn Manchester United fékk nóg af Cristiano Ronaldo og nú lítur út fyrir að að portúgalska þjóðin þyki þetta líka vera komið gott hjá besta knattspyrnumanninum í sögu þjóðarinnar. 5. desember 2022 14:01