Jón Björn ekki vanhæfur til að ræða og greiða atkvæði um eigin ráðningu Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2022 14:48 Jón Björn Hákonarson var endurráðinn bæjarstjóri Fjarðabyggðar að loknum sveitarstjórnarkosningunum í maí síðastliðinn. Stöð 2/Einar Árnason Jón Björn Hákonarson, bæjarfulltrúi og bæjarstjóri Fjarðabyggðar, var ekki vanhæfur til að taka þátt í umræðum í bæjarstjórn og greiða atkvæði um ráðningu á sér sjálfum sem bæjarstjóri sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í bréfi innviðaráðuneytisins til Ragnars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í gær. Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi septembermánaðar þar sem óskað var eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið sagði í bréfinu í september að það væri álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, væri heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. Í bréfi innviðaráðuneytisins til Ragnars segir að að teknu tilliti skýringu við frumvarpi sem síðar varð að sveitarstjórnarlögum og í ljósi röksemda frá umboðsmanni Alþingis í öðru máli, sé það afstaða ráðuneytisins að Jón Björn hafi ekki verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og afgreiðslu máls sem laut að ráðningu og kjörum framkvæmdastjóra Fjarðabyggðar, jafnvel þótt sú ráðning hafi varðað hann persónulega og fjárhagslega hagsmuni hans. Jón Björn leiddi lista Framsóknar í kosningunum í maí og kjörinn var í sveitarstjórn. Hann var endurráðinn bæjarstjóri eftir að fulltrúar Framsóknar og Fjarðalistans höfðu náð samkomulagi um meirihlutamyndun. Frá Reyðarfirði.Vísir/Vilhelm Ekki vísbendingar um að málið stangist á við lög Í bréfinu segir að ekki séu uppi vísbendingar um að ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um ráðningu og ráðningarsamning framkvæmdastjóra sveitarfélagsins stangist á við lög eða samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórna. Því sé ekki tilefni til að taka lagaleg álitaefni þess til frekari umfjöllunar að öðru leyti en hér hefur verið gert „Er máli þessu því lokið af hálfu innviðaráðuneytisins,“ segir í bréfinu. Upphaflega var sagt frá málinu í fundargerð bæjarstjórnar Fjarðarbyggðarí september. Í fundargerð lýstu fulltrúar Fjarðalistans og Framsóknar yfir undrun sinni á erindi ráðuneytisins sem byggi á nafnlausri ábendingu. Svarbréf ráðuneytisins nú er stílað á Ragnar Sigurðsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ráðuneytið spyrst fyrir um aðkomu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. 12. september 2022 15:06 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi innviðaráðuneytisins til Ragnars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í gær. Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi septembermánaðar þar sem óskað var eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið sagði í bréfinu í september að það væri álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, væri heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. Í bréfi innviðaráðuneytisins til Ragnars segir að að teknu tilliti skýringu við frumvarpi sem síðar varð að sveitarstjórnarlögum og í ljósi röksemda frá umboðsmanni Alþingis í öðru máli, sé það afstaða ráðuneytisins að Jón Björn hafi ekki verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og afgreiðslu máls sem laut að ráðningu og kjörum framkvæmdastjóra Fjarðabyggðar, jafnvel þótt sú ráðning hafi varðað hann persónulega og fjárhagslega hagsmuni hans. Jón Björn leiddi lista Framsóknar í kosningunum í maí og kjörinn var í sveitarstjórn. Hann var endurráðinn bæjarstjóri eftir að fulltrúar Framsóknar og Fjarðalistans höfðu náð samkomulagi um meirihlutamyndun. Frá Reyðarfirði.Vísir/Vilhelm Ekki vísbendingar um að málið stangist á við lög Í bréfinu segir að ekki séu uppi vísbendingar um að ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um ráðningu og ráðningarsamning framkvæmdastjóra sveitarfélagsins stangist á við lög eða samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórna. Því sé ekki tilefni til að taka lagaleg álitaefni þess til frekari umfjöllunar að öðru leyti en hér hefur verið gert „Er máli þessu því lokið af hálfu innviðaráðuneytisins,“ segir í bréfinu. Upphaflega var sagt frá málinu í fundargerð bæjarstjórnar Fjarðarbyggðarí september. Í fundargerð lýstu fulltrúar Fjarðalistans og Framsóknar yfir undrun sinni á erindi ráðuneytisins sem byggi á nafnlausri ábendingu. Svarbréf ráðuneytisins nú er stílað á Ragnar Sigurðsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ráðuneytið spyrst fyrir um aðkomu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. 12. september 2022 15:06 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Ráðuneytið spyrst fyrir um aðkomu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. 12. september 2022 15:06