Breytingarnar á Seðlabankanum kosta þrjá milljarða Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2022 12:20 Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fá ný húsgögn í vinnuna og það verða engir Ikeakollar. vísir/vilhelm Í sömu vikunni og öll spjót stóðu á dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra vegna stýrivaxtahækkunar voru sendibílastjórar að keyra mublur og fínerí í stórum stíl inn í Seðlabankann. Sendibílastjórar sem Vísir heyrði í þótti þetta skjóta skökku við; Ásgeir vildi með stýrivaxtahækkuninni skikka fólk til þess að spara, hætta óráðsíu og sukkinu, táslumyndir frá Tene virtust eitur í beinum seðlabankastjóra en var á sama tíma voru þeir að burðast með húsgögn fyrir milljónir í Seðlabankabygginguna?! Tímabært að nútímavæða bankahúsið En hér er ekki allt sem sýnist, allt á þetta á sér skýringar að sögn Stefáns Jóhanns Stefánssonar ritstjóra Seðlabankans. Við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í ársbyrjun 2020 fjölgaði starfsmönnum bankans úr 177 manns í rúmlega 300. „Fremur en að stækka húsnæði bankans eða leigja viðbótarhúsnæði til frambúðar var ákveðið að breyta húsnæði bankans við Kalkofnsveg á þann veg að það rúmaði allt starfsfólk bankans undir einu þaki og var hafist handa við verkið í ágúst 2020.“ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að breytingarnar séu löngu tímabærar.vísir/kristófer Að sögn Stefáns Jóhanns var tímabært að endurnýja innviði og nútímavæða bankahúsið við Kalkofnsveg þótt ekki hefði komið til sameiningarinnar við Fjármálaeftirlitið en tilefni til endurnýjunar var nýtt í tengslum við sameininguna. „Húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg var byggt á árunum 1983-1986 og lagnir og loftræstikerfi því komið á tíma ásamt þörf á uppfærslu vinnuumhverfis í takt við ríkjandi kröfur sem gerðar eru til húsnæðis af þessu tagi.“ Umfangsmiklar breytingarnar kosta sitt Stefán útskýrir að framkvæmdir hafi verið unnar í tveimur fösum og var sá fyrri, aðalbyggingin, boðinn út sumarið 2020 og hinn síðari boðinn út í september 2022. Fyrri fasa framkvæmdanna er nú svo til lokið með umfangsmiklum breytingum á aðalbyggingunni sem fela meðal annars í sér breytingu frá einkaskrifstofum í opin vinnurými. En eitthvað hlýtur þetta að kosta? „Breytingarnar hafa kostað rúmlega 1100 milljónir króna. Framkvæmdir eru nú að hefjast við viðbyggingu bankans. Eftir útboðsferli er áætlaður kostnaður við breytingar á viðbyggingunni ríflega 1900 milljónir króna. Áætlað er að framkvæmdum ljúki fyrri part árs 2024.“ Stefán Jóhann segir vert að halda því til haga að á móti breytinga- og endurbótakostnaði mun koma til langtímasparnaður þar sem leigusamningi var sagt upp vegna fyrra húsnæðis Fjármálaeftirlitsins. Seðlabankinn Reykjavík Tengdar fréttir Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Tíunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent. 23. nóvember 2022 08:31 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Sendibílastjórar sem Vísir heyrði í þótti þetta skjóta skökku við; Ásgeir vildi með stýrivaxtahækkuninni skikka fólk til þess að spara, hætta óráðsíu og sukkinu, táslumyndir frá Tene virtust eitur í beinum seðlabankastjóra en var á sama tíma voru þeir að burðast með húsgögn fyrir milljónir í Seðlabankabygginguna?! Tímabært að nútímavæða bankahúsið En hér er ekki allt sem sýnist, allt á þetta á sér skýringar að sögn Stefáns Jóhanns Stefánssonar ritstjóra Seðlabankans. Við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í ársbyrjun 2020 fjölgaði starfsmönnum bankans úr 177 manns í rúmlega 300. „Fremur en að stækka húsnæði bankans eða leigja viðbótarhúsnæði til frambúðar var ákveðið að breyta húsnæði bankans við Kalkofnsveg á þann veg að það rúmaði allt starfsfólk bankans undir einu þaki og var hafist handa við verkið í ágúst 2020.“ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að breytingarnar séu löngu tímabærar.vísir/kristófer Að sögn Stefáns Jóhanns var tímabært að endurnýja innviði og nútímavæða bankahúsið við Kalkofnsveg þótt ekki hefði komið til sameiningarinnar við Fjármálaeftirlitið en tilefni til endurnýjunar var nýtt í tengslum við sameininguna. „Húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg var byggt á árunum 1983-1986 og lagnir og loftræstikerfi því komið á tíma ásamt þörf á uppfærslu vinnuumhverfis í takt við ríkjandi kröfur sem gerðar eru til húsnæðis af þessu tagi.“ Umfangsmiklar breytingarnar kosta sitt Stefán útskýrir að framkvæmdir hafi verið unnar í tveimur fösum og var sá fyrri, aðalbyggingin, boðinn út sumarið 2020 og hinn síðari boðinn út í september 2022. Fyrri fasa framkvæmdanna er nú svo til lokið með umfangsmiklum breytingum á aðalbyggingunni sem fela meðal annars í sér breytingu frá einkaskrifstofum í opin vinnurými. En eitthvað hlýtur þetta að kosta? „Breytingarnar hafa kostað rúmlega 1100 milljónir króna. Framkvæmdir eru nú að hefjast við viðbyggingu bankans. Eftir útboðsferli er áætlaður kostnaður við breytingar á viðbyggingunni ríflega 1900 milljónir króna. Áætlað er að framkvæmdum ljúki fyrri part árs 2024.“ Stefán Jóhann segir vert að halda því til haga að á móti breytinga- og endurbótakostnaði mun koma til langtímasparnaður þar sem leigusamningi var sagt upp vegna fyrra húsnæðis Fjármálaeftirlitsins.
Seðlabankinn Reykjavík Tengdar fréttir Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Tíunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent. 23. nóvember 2022 08:31 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00
Tíunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent. 23. nóvember 2022 08:31