„Varnarlega gátum við gert betur en mér er eiginlega alveg slétt sama“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. desember 2022 21:35 Sigursteinn Arndal gat leyft sér að fagna í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir fimm marka sigur sinna mann gegn Selfyssingum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-37. Hann segir að lokatölurnar gefi ekki rétta mynd af leiknum, enda var jafnt á öllum tölum fram á lokamínútur leiksins. „Mér líður mjög vel eftir alla sigurleiki,“ sagði Sigursteinn eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. „En það er rétt, lokatölurnar segja ekki mikið til um leikinn því þetta var mjög erfiður leikur á móti góðu Selfossliði og það var hátt tempó fram og til baka. Varnarlega gátum við gert betur en mér er eiginlega alveg slétt sama þessa stundina.“ FH-ingar náðu í tvígang þriggja marka forskoti í síðari hálfleik, en áttu í miklum erfiðleikum með að slíta sig frá Selfyssingum. „Ég veit ekki hvort það hafi farið um mig, en það var mjög erfitt að slíta þá frá okkur. Við vorum líka bara með unga útilínu sem gerði sín mistök, en ég er bara ofboðslega stoltur af þeim hvernig þeir kláruðu leikinn og sýndu þennan vilja sem þarf. Svo voru þeir bara eitursvalir á lokamínútunum.“ Þrátt fyrir að hafa leitt stærstan hluta leiksins byrjuðu FH-ingar leikinn ekki vel. Liðið lenti 4-0 undir og skoraði aðeins eitt mark úr uppstilltri sókn fyrstu tíu mínútur leiksins. Svo slæmt var það að Sigursteinn tók leikhlé eftir aðeins fjögurra mínútna leik. „Við vorum bara hálf flatir og vorum ekki á hundrað eins og þarf að vera hérna á Selfossi. En sem betur fer bættum við í og uppskárum góðan sigur.“ FH-ingar fara í Garðabæinn næstkomandi mánudag þar sem liðið mætir Stjörnunni. FH og Stjarnan mættust í fyrstu umferð Olís-deildarinnar þar sem Garðbæingar unnu öruggan sigur og Sigursteinn segir að sínir menn ætli sér að hefna fyrir það. „FH stefnir á sigur í öllum leikjum og nú fáum við viku til að ná okkur og undirbúa okkur hrikalega vel. Stjarnan er með frábært lið og við töpuðum fyrir þeim í fyrstu umferð þannig við eigum harma að hefna,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum. Olís-deild karla FH UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 32-37 | Áttundi sigur FH í röð staðreynd FH gerði góða ferð á Selfoss og vann þar fimm marka sigur í Olís deild karla í handbolta. FH hefur þar með unnið átta leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 5. desember 2022 21:00 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
„Mér líður mjög vel eftir alla sigurleiki,“ sagði Sigursteinn eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. „En það er rétt, lokatölurnar segja ekki mikið til um leikinn því þetta var mjög erfiður leikur á móti góðu Selfossliði og það var hátt tempó fram og til baka. Varnarlega gátum við gert betur en mér er eiginlega alveg slétt sama þessa stundina.“ FH-ingar náðu í tvígang þriggja marka forskoti í síðari hálfleik, en áttu í miklum erfiðleikum með að slíta sig frá Selfyssingum. „Ég veit ekki hvort það hafi farið um mig, en það var mjög erfitt að slíta þá frá okkur. Við vorum líka bara með unga útilínu sem gerði sín mistök, en ég er bara ofboðslega stoltur af þeim hvernig þeir kláruðu leikinn og sýndu þennan vilja sem þarf. Svo voru þeir bara eitursvalir á lokamínútunum.“ Þrátt fyrir að hafa leitt stærstan hluta leiksins byrjuðu FH-ingar leikinn ekki vel. Liðið lenti 4-0 undir og skoraði aðeins eitt mark úr uppstilltri sókn fyrstu tíu mínútur leiksins. Svo slæmt var það að Sigursteinn tók leikhlé eftir aðeins fjögurra mínútna leik. „Við vorum bara hálf flatir og vorum ekki á hundrað eins og þarf að vera hérna á Selfossi. En sem betur fer bættum við í og uppskárum góðan sigur.“ FH-ingar fara í Garðabæinn næstkomandi mánudag þar sem liðið mætir Stjörnunni. FH og Stjarnan mættust í fyrstu umferð Olís-deildarinnar þar sem Garðbæingar unnu öruggan sigur og Sigursteinn segir að sínir menn ætli sér að hefna fyrir það. „FH stefnir á sigur í öllum leikjum og nú fáum við viku til að ná okkur og undirbúa okkur hrikalega vel. Stjarnan er með frábært lið og við töpuðum fyrir þeim í fyrstu umferð þannig við eigum harma að hefna,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum.
Olís-deild karla FH UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 32-37 | Áttundi sigur FH í röð staðreynd FH gerði góða ferð á Selfoss og vann þar fimm marka sigur í Olís deild karla í handbolta. FH hefur þar með unnið átta leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 5. desember 2022 21:00 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - FH 32-37 | Áttundi sigur FH í röð staðreynd FH gerði góða ferð á Selfoss og vann þar fimm marka sigur í Olís deild karla í handbolta. FH hefur þar með unnið átta leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 5. desember 2022 21:00