Líkamsstaða skipti sköpum í tugmilljóna bótamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2022 15:09 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar og ótilgreindur ökumaður bíls sem rann á annan bíl þurfa að greiða ökumanni þess bíls rúmar 23 milljónir í bætur. Héraðsdómur segir að líkamsstaða ökumannsins þegar bíllinn skall á bíl hans hafi skipt sköpum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm í máli ökumannsins gegn tryggingafélaginu og ökumanni hins bílsins þann 8. nóvember síðastliðinn. Gleymdist að setja bílinn í gír Málið snerist um umferðarslys sem varð í janúar 2017. Þá hafði ökumaður bíls lagt bílnum í bílastæði, nánar tiltekið fyrir aftan bíl ökumannsins sem höfðaði málið. Eftir að bílnum var lagt hlustaði ökumaðurinn á útvarpið í bílnum. Þegar ökumaðurinn ætlaði hins vegar að stíga úr bílnum rann hann af stað, þar sem bíllinn hafði ekki verið settur í gír. Lenti bíllinn á hinum bílnum, þar sem ökumaðurinn sem höfðaði málið sat. Var að teygja sig í innkaupapoka Var ökumaður þess bíls búinn að losa bílbeltið auk þess sem hún var að teygja sig í innkaupapoka sem voru á gólfi við farþegasæti bílsins. Tryggingafélagið Sjóvá.Vísir/Hanna Umræddur ökumaður hafði lent í öðru bílslysi árið 2015 sem hafði áhrif á heilsu hennar. Var hún meðal annars í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna þess slys er hún lenti í umræddu slysi sem dómsmálið snerist um. Tekist á um orsakatengsl Tekist var á um fyrir dómi hvort að slysið 2017 hafi valdið varanlegu líkamstjóni, það er hvort að orsakatengsl væri á milli slyssins og þeirra einkenna sem hún fyndi fyrir. Ökumaðurinn taldi svo vera en tryggingafélagið taldi að um smávægilegt slys hafi verið að ræða. Þá hafi einkenni sem viðkomandi glímdi við eftir slysið hafi verið til staðar vegna slyssins 2015. Í niðurstöðu héraðsdóms virðist líkamstaða ökumannsins þegar bíllinn rann á bíl ökumannsins hafa skipt sköpum, en ökumaðurinn var sem fyrr segir að beygja sig eftir innkaupapoka þegar slysið varð. Horft til líkamsstöðunnar Þannig segir í dómi héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, að vegna fyrri meiðsla ökumannsins hafi viðkomandi verið viðkvæmari en ella. Því hafi þurfti minna að koma til svo að einkenni hans versnuðu, þar með talið þannig að varanleg áhrif á heilsu yrðu meiri. Slysið varð í janúar 2017.Vísir/Vilhelm Þá taldi dómurinn einnig að rökstuðningur dómkvaddra matsmanna hafi verið í betri samræmi við sjúkrasögu ökumannsins og þau gögn sem lágu fyrir í málinu, en þau rök sem haldið var fram í yfirmati sem aflað var fyrir tryggingafélagið og ökumann hins félagsins. Var örorka ökumannsins metin fimmtán prósent. Ökumaðurinn hafði lengst af unnið á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur. Krafðist hann þess að fá greiddar 23 milljónir króna í orörkubætur og 2,3 milljóna vegna sjúkrakostnaðar. Tryggingafélagið og ökumaður hins bílsins voru dæmd til að greiða 23 milljónir auk þess sem að tryggingafélagið þarf að greiða 2,3 milljónir vegna sjúkrakostnaðar. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm í máli ökumannsins gegn tryggingafélaginu og ökumanni hins bílsins þann 8. nóvember síðastliðinn. Gleymdist að setja bílinn í gír Málið snerist um umferðarslys sem varð í janúar 2017. Þá hafði ökumaður bíls lagt bílnum í bílastæði, nánar tiltekið fyrir aftan bíl ökumannsins sem höfðaði málið. Eftir að bílnum var lagt hlustaði ökumaðurinn á útvarpið í bílnum. Þegar ökumaðurinn ætlaði hins vegar að stíga úr bílnum rann hann af stað, þar sem bíllinn hafði ekki verið settur í gír. Lenti bíllinn á hinum bílnum, þar sem ökumaðurinn sem höfðaði málið sat. Var að teygja sig í innkaupapoka Var ökumaður þess bíls búinn að losa bílbeltið auk þess sem hún var að teygja sig í innkaupapoka sem voru á gólfi við farþegasæti bílsins. Tryggingafélagið Sjóvá.Vísir/Hanna Umræddur ökumaður hafði lent í öðru bílslysi árið 2015 sem hafði áhrif á heilsu hennar. Var hún meðal annars í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna þess slys er hún lenti í umræddu slysi sem dómsmálið snerist um. Tekist á um orsakatengsl Tekist var á um fyrir dómi hvort að slysið 2017 hafi valdið varanlegu líkamstjóni, það er hvort að orsakatengsl væri á milli slyssins og þeirra einkenna sem hún fyndi fyrir. Ökumaðurinn taldi svo vera en tryggingafélagið taldi að um smávægilegt slys hafi verið að ræða. Þá hafi einkenni sem viðkomandi glímdi við eftir slysið hafi verið til staðar vegna slyssins 2015. Í niðurstöðu héraðsdóms virðist líkamstaða ökumannsins þegar bíllinn rann á bíl ökumannsins hafa skipt sköpum, en ökumaðurinn var sem fyrr segir að beygja sig eftir innkaupapoka þegar slysið varð. Horft til líkamsstöðunnar Þannig segir í dómi héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, að vegna fyrri meiðsla ökumannsins hafi viðkomandi verið viðkvæmari en ella. Því hafi þurfti minna að koma til svo að einkenni hans versnuðu, þar með talið þannig að varanleg áhrif á heilsu yrðu meiri. Slysið varð í janúar 2017.Vísir/Vilhelm Þá taldi dómurinn einnig að rökstuðningur dómkvaddra matsmanna hafi verið í betri samræmi við sjúkrasögu ökumannsins og þau gögn sem lágu fyrir í málinu, en þau rök sem haldið var fram í yfirmati sem aflað var fyrir tryggingafélagið og ökumann hins félagsins. Var örorka ökumannsins metin fimmtán prósent. Ökumaðurinn hafði lengst af unnið á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur. Krafðist hann þess að fá greiddar 23 milljónir króna í orörkubætur og 2,3 milljóna vegna sjúkrakostnaðar. Tryggingafélagið og ökumaður hins bílsins voru dæmd til að greiða 23 milljónir auk þess sem að tryggingafélagið þarf að greiða 2,3 milljónir vegna sjúkrakostnaðar.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent