Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2022 09:48 Arnarlax var sektað um 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldum um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar er vísað til þess að um 80 þúsund norskir eldislaxar hafi sloppið úr opinni sjókví Arnarlax á Vestfjörðum en íslenski laxastofninn telji um 50 þúsund laxa. Um sé að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“ sem muni hafa alvarleg erfðafræðileg áhrif á villta laxastofna á Íslandi. „Slysasleppingin er enn fremur staðfesting þess að fögur fyrirheit fyrirtækja í sjókvíaeldi eru fölsk og opinberar hún einnig skeytingarleysi fyrirtækisins gagnvart hagsmunum náttúrunnar þegar ákveðið er að mótmæla sektargreiðslunni,“ segir í tilkynningunni. Erfðamengun villtra stofna sé „óafturkræft umhverfisslys“. Þá séu um 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur frá laxveiðiám og veiðin skapi margfalt fleiri störf en sjókvíaeldið muni nokkurn tímann gera. Efnahagslegt virði lax- og silungsveiða nemi 13,5 milljörðum króna árlega. Samtökin spyrja að því af hverju stjórnvöld á Íslandi séu að gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir þjóðarinnar. „Það er ljóst að ef stjórnvöld hafa raunverulegan áhuga á að vernda villta laxastofna og náttúru Íslands, þá þarf að stöðva fiskeldi í opnum sjókvíum. Á meðan verið er að stunda sjókvíaeldi á Íslandi þarf að gera það eftir allra ströngustu stöðlum. Þar ber helst að nefna NASCO staðlana sem ítrekað hafa verið sendir á stjórnvöld. Undirrituð samtök og fyrirtæki skora á matvælaráðherra að innleiða þessa staðla og gefa engan afslátt af þeim á meðan verið er að stunda þessa mengandi starfsemi í fjörðum landsins.“ Samtökin og fyrirtækin sem um ræðir eru: NASF á Íslandi, Landssamband Veiðifélaga, Icelandic Wildlife Fund, Laxinn Lifi, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir Umhverfissinnar, Lax-á, Veiðiflugur, Veiðivön, Höklar, Six Rivers Project, Stóra-Laxá, Fuss, Laxá á Ásum, Starir, Miðfjarðará, Eleven Experience, Norðurá, Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR), Hreggnasi, Vatnsdalsá, Veiðifélagið, Fish Partner og Flugubúllan. Fiskeldi Umhverfismál Matvælaframleiðsla Landbúnaður Sjávarútvegur Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. 13. október 2022 23:05 Grunur um að eldislax hafi sloppið út í náttúru Vestfjarða Grunur er um að laxar, sem veiddir voru á Vestfjörðum, séu úr eldiskvíum. Tilkynning barst Matvælastofnun um laxana á föstudag og er málið nú til rannsóknar. 30. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar er vísað til þess að um 80 þúsund norskir eldislaxar hafi sloppið úr opinni sjókví Arnarlax á Vestfjörðum en íslenski laxastofninn telji um 50 þúsund laxa. Um sé að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“ sem muni hafa alvarleg erfðafræðileg áhrif á villta laxastofna á Íslandi. „Slysasleppingin er enn fremur staðfesting þess að fögur fyrirheit fyrirtækja í sjókvíaeldi eru fölsk og opinberar hún einnig skeytingarleysi fyrirtækisins gagnvart hagsmunum náttúrunnar þegar ákveðið er að mótmæla sektargreiðslunni,“ segir í tilkynningunni. Erfðamengun villtra stofna sé „óafturkræft umhverfisslys“. Þá séu um 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur frá laxveiðiám og veiðin skapi margfalt fleiri störf en sjókvíaeldið muni nokkurn tímann gera. Efnahagslegt virði lax- og silungsveiða nemi 13,5 milljörðum króna árlega. Samtökin spyrja að því af hverju stjórnvöld á Íslandi séu að gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir þjóðarinnar. „Það er ljóst að ef stjórnvöld hafa raunverulegan áhuga á að vernda villta laxastofna og náttúru Íslands, þá þarf að stöðva fiskeldi í opnum sjókvíum. Á meðan verið er að stunda sjókvíaeldi á Íslandi þarf að gera það eftir allra ströngustu stöðlum. Þar ber helst að nefna NASCO staðlana sem ítrekað hafa verið sendir á stjórnvöld. Undirrituð samtök og fyrirtæki skora á matvælaráðherra að innleiða þessa staðla og gefa engan afslátt af þeim á meðan verið er að stunda þessa mengandi starfsemi í fjörðum landsins.“ Samtökin og fyrirtækin sem um ræðir eru: NASF á Íslandi, Landssamband Veiðifélaga, Icelandic Wildlife Fund, Laxinn Lifi, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir Umhverfissinnar, Lax-á, Veiðiflugur, Veiðivön, Höklar, Six Rivers Project, Stóra-Laxá, Fuss, Laxá á Ásum, Starir, Miðfjarðará, Eleven Experience, Norðurá, Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR), Hreggnasi, Vatnsdalsá, Veiðifélagið, Fish Partner og Flugubúllan.
Fiskeldi Umhverfismál Matvælaframleiðsla Landbúnaður Sjávarútvegur Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. 13. október 2022 23:05 Grunur um að eldislax hafi sloppið út í náttúru Vestfjarða Grunur er um að laxar, sem veiddir voru á Vestfjörðum, séu úr eldiskvíum. Tilkynning barst Matvælastofnun um laxana á föstudag og er málið nú til rannsóknar. 30. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. 13. október 2022 23:05
Grunur um að eldislax hafi sloppið út í náttúru Vestfjarða Grunur er um að laxar, sem veiddir voru á Vestfjörðum, séu úr eldiskvíum. Tilkynning barst Matvælastofnun um laxana á föstudag og er málið nú til rannsóknar. 30. ágúst 2022 11:00
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent