Gestir fundarins verða Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun. Fundurinn fer fram í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.
Þetta er fjórði opni fundur nefndarinnar vegna sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Síðasti fundur fór fram á föstudaginn í síðustu viku en þá voru gestir þau Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, Óttar Pálsson, lögmaður hjá Logos, og Maren Albertsdóttir, lögmaður hjá Logos.
Níu þingmenn eiga sæti í nefndinni, þau Þórunn Sveinbjarnardóttir frá Samfylkingunni, Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum, Sigmar Guðmundsson, Viðreisn, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Pírötum, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Sjálfstæðisflokknum, Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokknum, Halla Signý Kristjánsdóttir, Framsóknarflokknum, og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Framsóknarflokknum.