Appelsínugulir fánar gegn ofbeldi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. desember 2022 20:05 Jóna Ingvarsdóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Suðurlands við fallegan blómvönd frá Espiflöt í Bláskógabyggð en svona blómvendi er verið að selja á meðan átakið stendur yfir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Víða um land má sjá þessa dagana appelsínugula fána blakta við hún á fánastöngum. En það eru ekki allir, sem átta sig á þessum fánum og hver tilgangurinn með þeim er. Fánarnir eru mjög víða, oft við opinberar stofnanir eins og við sjúkrahús, þá sjást þeir við leikskóla, jafnvel við heimili fólks og við Ölfusárbrú á Selfossi eru fánar sitthvoru megin við brúna svo einhverjir staðir séu nefndir. En hver er ástæðan fyrir þessum fánum, jú, þetta er alþjóðlegt átak gegn ofbeldi, árlegt átak sem haldið er um allan heima . Átakið hófst 25. nóvember og lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember. „Við segjum nei við öllu ofbeldi og þetta er „Orange world”, þannig að appelsínugult er þemað. Við erum búnar að fá fána til að setja í öll sveitarfélög á Suðurlandi og við sumar stofnanir og svo er víða verið að lýsa upp í orans litum við stofnanir, bæði kirkjur og ráðhús og víða,” segir Jóna Ingvarsdóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Suðurlands, sem stendur meðal annars fyrir átakinu. Jóna segir að átakið snúist jafnt um konur, sem karla, öllu ofbeldi sé mótmælt. „Við erum náttúrulega að reka Sigurhæðir, sem er bara fyrir konur en Sigurhæðir er staður, sem konur geta komið í meðferð þegar þær hafa lent í ofbeldi,” segir Jóna enn fremur. Í tilefni af átakinu er meðal annars verið að selja appelsínugul blóm og svo eru strákarnir í GK bakaríi á Selfossi með í átakinu á skemmtilegan hátt. „Heyrðu við erum að bjóða upp á appelsínu og súkkulaði snúða með marsipan fyllingu og appelsínu. Við verðum með stóru snúðana í sölu í bakaríinu og allur ágóði rennur óskiptur til átaksins og svo geta fyrirtæki og einstaklingar pantað litla snúða hjá okkur, sem eru tilvaldir á kaffiborðið,” segir Guðmundur Helgi Harðarson, bakari hjá GK bakaríi á Selfossi. Eruð þið að fá góðar viðtökur? „Já, já, þetta er búið að fara ágætlega af stað en það má alltaf gera betur,” bætir Kjartan Ásbjörnsson, bakari hjá GK bakaríi á Selfossi við. Bakararnir í GK bakaríi á Selfossi, Kjartan (t.v.) og Guðmundur Helgi með sérstaka snúða, sem þeir baka og selja í tilefni af átakinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sigurhæða á Selfossi Árborg Mannréttindi Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Fánarnir eru mjög víða, oft við opinberar stofnanir eins og við sjúkrahús, þá sjást þeir við leikskóla, jafnvel við heimili fólks og við Ölfusárbrú á Selfossi eru fánar sitthvoru megin við brúna svo einhverjir staðir séu nefndir. En hver er ástæðan fyrir þessum fánum, jú, þetta er alþjóðlegt átak gegn ofbeldi, árlegt átak sem haldið er um allan heima . Átakið hófst 25. nóvember og lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember. „Við segjum nei við öllu ofbeldi og þetta er „Orange world”, þannig að appelsínugult er þemað. Við erum búnar að fá fána til að setja í öll sveitarfélög á Suðurlandi og við sumar stofnanir og svo er víða verið að lýsa upp í orans litum við stofnanir, bæði kirkjur og ráðhús og víða,” segir Jóna Ingvarsdóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Suðurlands, sem stendur meðal annars fyrir átakinu. Jóna segir að átakið snúist jafnt um konur, sem karla, öllu ofbeldi sé mótmælt. „Við erum náttúrulega að reka Sigurhæðir, sem er bara fyrir konur en Sigurhæðir er staður, sem konur geta komið í meðferð þegar þær hafa lent í ofbeldi,” segir Jóna enn fremur. Í tilefni af átakinu er meðal annars verið að selja appelsínugul blóm og svo eru strákarnir í GK bakaríi á Selfossi með í átakinu á skemmtilegan hátt. „Heyrðu við erum að bjóða upp á appelsínu og súkkulaði snúða með marsipan fyllingu og appelsínu. Við verðum með stóru snúðana í sölu í bakaríinu og allur ágóði rennur óskiptur til átaksins og svo geta fyrirtæki og einstaklingar pantað litla snúða hjá okkur, sem eru tilvaldir á kaffiborðið,” segir Guðmundur Helgi Harðarson, bakari hjá GK bakaríi á Selfossi. Eruð þið að fá góðar viðtökur? „Já, já, þetta er búið að fara ágætlega af stað en það má alltaf gera betur,” bætir Kjartan Ásbjörnsson, bakari hjá GK bakaríi á Selfossi við. Bakararnir í GK bakaríi á Selfossi, Kjartan (t.v.) og Guðmundur Helgi með sérstaka snúða, sem þeir baka og selja í tilefni af átakinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sigurhæða á Selfossi
Árborg Mannréttindi Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira