Mannréttindamál og viðskiptatækifæri Snorri Másson skrifar 3. desember 2022 20:11 Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Áslaugu Briem frá Ferðamálastofu hvatningarverðlaun ÖBÍ í dag. ÖBÍ Það er misskilningur að það sé endilega mjög kostnaðarsamt að tryggja gott aðgengi á ferðamannastöðum, að sögn verkefnastjóra hjá Ferðamálastofu, sem segir mikinn heiður að stofnunin hafi hlotið Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins á alþjóðadegi fatlaðra í dag. 3. desember er alþjóðadagur fatlaðs fólks á ári hverju þar sem vakin er athygli á réttindabaráttu hópsins. Á þessum degi veitir Öryrkjabandalag Íslands líka Hvatningarverðlaun til hópa eða einstaklinga fyrir lofsverð framlög á þessu sviði, og þetta árið var það Ferðamálastofa sem hreppti verðlaunin fyrir verkefnið "Gott aðgengi í ferðaþjónustu." Þar var búinn til ákveðinn sjálfsmatsstaðall fyrir fyrirtæki um aðgengi á staðnum. „Ef þau staðfesta að þau uppfylli þær kröfur sem eru gerðar, fá þau merki verkefnisins Gott aðgengi og geta merkt sig sjálf og eru merkt miðlæg í gagnagrunni Ferðamálastofu og á Visit Iceland og fleiri síðum,“ segir Áslaug Briem, verkefnastjóri gæðamála á Ferðamálastofu, í samtali við fréttastofu. Framtakið hefur stuðlað bæði að bættu aðgengi og betri skráningu á aðgengi víða um land. Fatlað fólk er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar - það gerir um milljarð á heimsvísu, en um 57.000 manns hér á landi. „Að vera með gott aðgengi er auðvitað mannréttindamál og hluti af ábyrgri starfsemi fyrirtækja að huga vel að aðgenginu. En við erum að kynna fyrir ferðaþjónustuaðilum að þetta er líka gott viðskiptatækifæri, því það kemur í ljós þegar þessi markhópar hafa verið skoðaðir af okkar sérfræðingum að þeir eru mjög stórir og mjög vaxandi til framtíðar. Ekki síst eldri borgarar, sá markhópur, þeir hafa þörf fyrir gott aðgengi,“ segir Áslaug. Áslaug bætir því við að það vaxi sumum fyrirtækjum í augum að kostnaður við að bæta aðgengi kunni að reynast mjög mikill, en að hið rétta sé að það kosti oft ekki mikið og það borgi sig. En talandi um eldri borgara og aðgengi í ferðaþjónustu... Það var einmitt verið að tala um það nýverið í fréttum hjá okkur að það væri verið að skoða það að setja kláf upp Esju. Áslaug: „Ég þekki það ekki en finnst það bara skemmtileg hugmynd. Það bara væri flott, þeir huga vonandi að öllum þáttum aðgengis fyrir fatlaða,“ segir Áslaug. Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Tengdar fréttir Verðlaunuðu Ferðamálastofu fyrir gott aðgengi í ferðaþjónustu Ferðamálastofa hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni um aðgengi fatlaðs fólks í ferðaþjónustu. 3. desember 2022 13:56 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Fleiri fréttir Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Sjá meira
3. desember er alþjóðadagur fatlaðs fólks á ári hverju þar sem vakin er athygli á réttindabaráttu hópsins. Á þessum degi veitir Öryrkjabandalag Íslands líka Hvatningarverðlaun til hópa eða einstaklinga fyrir lofsverð framlög á þessu sviði, og þetta árið var það Ferðamálastofa sem hreppti verðlaunin fyrir verkefnið "Gott aðgengi í ferðaþjónustu." Þar var búinn til ákveðinn sjálfsmatsstaðall fyrir fyrirtæki um aðgengi á staðnum. „Ef þau staðfesta að þau uppfylli þær kröfur sem eru gerðar, fá þau merki verkefnisins Gott aðgengi og geta merkt sig sjálf og eru merkt miðlæg í gagnagrunni Ferðamálastofu og á Visit Iceland og fleiri síðum,“ segir Áslaug Briem, verkefnastjóri gæðamála á Ferðamálastofu, í samtali við fréttastofu. Framtakið hefur stuðlað bæði að bættu aðgengi og betri skráningu á aðgengi víða um land. Fatlað fólk er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar - það gerir um milljarð á heimsvísu, en um 57.000 manns hér á landi. „Að vera með gott aðgengi er auðvitað mannréttindamál og hluti af ábyrgri starfsemi fyrirtækja að huga vel að aðgenginu. En við erum að kynna fyrir ferðaþjónustuaðilum að þetta er líka gott viðskiptatækifæri, því það kemur í ljós þegar þessi markhópar hafa verið skoðaðir af okkar sérfræðingum að þeir eru mjög stórir og mjög vaxandi til framtíðar. Ekki síst eldri borgarar, sá markhópur, þeir hafa þörf fyrir gott aðgengi,“ segir Áslaug. Áslaug bætir því við að það vaxi sumum fyrirtækjum í augum að kostnaður við að bæta aðgengi kunni að reynast mjög mikill, en að hið rétta sé að það kosti oft ekki mikið og það borgi sig. En talandi um eldri borgara og aðgengi í ferðaþjónustu... Það var einmitt verið að tala um það nýverið í fréttum hjá okkur að það væri verið að skoða það að setja kláf upp Esju. Áslaug: „Ég þekki það ekki en finnst það bara skemmtileg hugmynd. Það bara væri flott, þeir huga vonandi að öllum þáttum aðgengis fyrir fatlaða,“ segir Áslaug.
Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Tengdar fréttir Verðlaunuðu Ferðamálastofu fyrir gott aðgengi í ferðaþjónustu Ferðamálastofa hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni um aðgengi fatlaðs fólks í ferðaþjónustu. 3. desember 2022 13:56 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Fleiri fréttir Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Sjá meira
Verðlaunuðu Ferðamálastofu fyrir gott aðgengi í ferðaþjónustu Ferðamálastofa hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni um aðgengi fatlaðs fólks í ferðaþjónustu. 3. desember 2022 13:56