Staðan í kjaraviðræðum viðkvæm Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 1. desember 2022 20:05 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari Vísir/Sigurjón Ríkissáttasemjari ákvað í dag að fresta fundi aðila vinnumarkaðarins til morguns, í stað þess að halda áfram fundarhöldum í Karphúsinu. Að sögn ríkissáttasemjara fer betur á því á þessu stigi að samningsaðilar ræði hver við sitt bakland. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi. Í dag stóð til að halda áfram kjaraviðræðum Samtaka Atvinnulífsins við annars vegar Starfsgreinasambandið og hins vegar samninganefnd iðn- og tæknifólks en stíf fundarhöld hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna daga án þess þó að nýr kjarasamningur hafi litið dagsins ljós. Viðsemjendur hafa heldur sparað yfirlýsingar í fjölmiðlum og hafa lítið viljað gefa upp um stöðu viðræðna en Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins lét þó hafa eftir sér að SGS stefndi ekki að því að semja um prósentuhækkanir í þessum samningum. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sagði að nú væri góður tímapunktur fyrir samningsaðila að ræða málin við sitt bakland. „Já, staðan er þessi að ég ákvað í morgun að höfðu samráði við samningsaðila að tími þeirra og okkar allra myndi nýtast betur í að þau myndi vinna meiri vinnu á sínum heimavelli og eiga þar fundi og samtöl. Þannig að það verður ekki sameiginlegur fundur hjá ríkissáttasemjara í dag. Það verður fundur hér á morgun klukkan eitt, bæði hjá Starfsgreinasambandinu og hjá samfloti iðnaðarmanna og tæknifólks.“ Aðalsteinn segir viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi „Það hafa allir komið vel undirbúnir og öll hafa lagt sig fram í þessum viðræðum sem hafa verið erfiðar og viðkvæmar eins og ég held að allir hafi skynjað og séð og upplifað. Okkur fannst skynsamlegt núna, að breyta aðeins til í dag og vinna aðra vinnu og koma svo aftur saman á morgun.“ Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Í dag stóð til að halda áfram kjaraviðræðum Samtaka Atvinnulífsins við annars vegar Starfsgreinasambandið og hins vegar samninganefnd iðn- og tæknifólks en stíf fundarhöld hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna daga án þess þó að nýr kjarasamningur hafi litið dagsins ljós. Viðsemjendur hafa heldur sparað yfirlýsingar í fjölmiðlum og hafa lítið viljað gefa upp um stöðu viðræðna en Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins lét þó hafa eftir sér að SGS stefndi ekki að því að semja um prósentuhækkanir í þessum samningum. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sagði að nú væri góður tímapunktur fyrir samningsaðila að ræða málin við sitt bakland. „Já, staðan er þessi að ég ákvað í morgun að höfðu samráði við samningsaðila að tími þeirra og okkar allra myndi nýtast betur í að þau myndi vinna meiri vinnu á sínum heimavelli og eiga þar fundi og samtöl. Þannig að það verður ekki sameiginlegur fundur hjá ríkissáttasemjara í dag. Það verður fundur hér á morgun klukkan eitt, bæði hjá Starfsgreinasambandinu og hjá samfloti iðnaðarmanna og tæknifólks.“ Aðalsteinn segir viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi „Það hafa allir komið vel undirbúnir og öll hafa lagt sig fram í þessum viðræðum sem hafa verið erfiðar og viðkvæmar eins og ég held að allir hafi skynjað og séð og upplifað. Okkur fannst skynsamlegt núna, að breyta aðeins til í dag og vinna aðra vinnu og koma svo aftur saman á morgun.“
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira