Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2022 21:00 Þjóðverjar eru úr leik á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka. Vísir/Getty Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. Leikurinn byrjaði vel fyrir þá þýsku því Serge Gnabry kom þeim yfir á 10.mínútu en þá hafði Þýskaland sótt frá upphafi leiks. Staðan í hálfleik var 1-0 en í síðari hálfleik fóru hlutirnir heldur betur að gerast. Yeltsin Tejeda jafnaði leikinn í 1-1 á 58.mínútu og tólf mínútum síðar kom Juan Vargas Kosta Ríka yfir. Þar sem Japan var þá 2-1 yfir gegn Spáni þýddi þessi staða að bæði Spánn og Þýskaland voru á leið heim. Þjóðverjar voru hins vegar ekki lengi að snúa leiknum sér í vil. Kai Havertz jafnaði metin í 2-2 á 73.mínútu, aðeins fimm mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður. Havertz skoraði síðan sitt annað mark á 85.mínútu áður en Niclas Fullkrug kom Þýskalandi í 4-2 á 90.mínútu. Lokatölur 4-2 og það þýddi að Þýskaland þurfti jafntefli í leik Japans og Spánar til að fara uppfyrir Japan á markatölu. Það mark kom aldrei og Þjóðverjar sátu eftir með sárt ennið. HM 2022 í Katar
Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. Leikurinn byrjaði vel fyrir þá þýsku því Serge Gnabry kom þeim yfir á 10.mínútu en þá hafði Þýskaland sótt frá upphafi leiks. Staðan í hálfleik var 1-0 en í síðari hálfleik fóru hlutirnir heldur betur að gerast. Yeltsin Tejeda jafnaði leikinn í 1-1 á 58.mínútu og tólf mínútum síðar kom Juan Vargas Kosta Ríka yfir. Þar sem Japan var þá 2-1 yfir gegn Spáni þýddi þessi staða að bæði Spánn og Þýskaland voru á leið heim. Þjóðverjar voru hins vegar ekki lengi að snúa leiknum sér í vil. Kai Havertz jafnaði metin í 2-2 á 73.mínútu, aðeins fimm mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður. Havertz skoraði síðan sitt annað mark á 85.mínútu áður en Niclas Fullkrug kom Þýskalandi í 4-2 á 90.mínútu. Lokatölur 4-2 og það þýddi að Þýskaland þurfti jafntefli í leik Japans og Spánar til að fara uppfyrir Japan á markatölu. Það mark kom aldrei og Þjóðverjar sátu eftir með sárt ennið.