Rétturinn til að gleymast ekki algildur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 13:06 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að á hverju ári leiti nokkrir einstaklingar til Persónuverndar vegna synjunar frá Google LLC. Vísir/Egill Persónuvernd er sammála niðurstöðu Google LLC um að hagsmunir almennings vegi þyngra en einkalífshagsmunir þjóðþekkts einstaklings í máli þar sem viðkomandi reyndi að fá frétt um meint einelti afmáð af leitarvélum tæknirisans. Forstjóri Persónuverndar segir að á hverju ári leiti til Persónuverndar einstaklingar sem hafa fengið synjun frá Google. Ónefndur þjóðþekktur einstaklingur leitaði til Persónuverndar vegna synjunar um að afmá af leitarvélum frétt um meint einelti sem hann átti að hafa viðhaft á vinnustað sínum. Google LLC hafnaði beiðninni á þeim grundvelli að gögn gæfu ekki til kynna að ásakanirnar væru rangar auk þess sem stutt væri síðan fjölmiðlaumfjöllunin birtist. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. „Í víðu samhengi þessara mála þá felur rétturinn til að gleymast í sér að hinn almenni borgari á almennt rétt á honum, að persónuupplýsingar séu aftengdar upphaflegum fréttum af því að fréttaflutningur getur verið ósanngjarn og þungur og getur sýnt ekki rétta mynd af einstaklingi þegar fram líða stundir og það var einmitt Evrópudómstóllinn sem kvað upp úr um þennan rétt 2014.“ Sjá nánar úrlausn Persónuverndar: Birting leitarniðurstaðna í leitarvél Google Þá hafði spænskur einstaklingur leitað réttar síns vegna fjölmiðlaumfjöllunar um uppboð sem hann hafði lent í vegna lítillar upphæðar sem fylgdi honum alla tíð en var ekki talin sýna rétta mynd af honum. En rétturinn til að gleymast er ekki algildur og nær ekki skilyrðislaust yfir alla. „Þannig að ef við erum að tala um opinberar persónur eða við erum að tala um einhver sem gegnir ábyrgðarstöðu eða ef það eru einhver tengsl við ábyrgðarstöðu eða það eru einhver tengsl við stjórnmálaþátttöku fer í rauninni fram ákveðið hagsmunamat og þá er talið nauðsynlegt að almenningur viti af ákveðnum hlutum.“ Leita margir til Persónuverndar eftir synjun frá Google? „Það er nú bara þannig að fólk lendir í ýmsu á lífsleiðinni þannig að það eru alltaf einstaklingar sem koma síðan til okkar. Þetta eru ekki stórar tölur á hverju ári en það slæðast hérna inn einhverjar umsóknir í þessa veru.“ Persónuvernd Google Tengdar fréttir Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. 26. desember 2015 20:08 Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast. 30. nóvember 2022 07:53 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Ónefndur þjóðþekktur einstaklingur leitaði til Persónuverndar vegna synjunar um að afmá af leitarvélum frétt um meint einelti sem hann átti að hafa viðhaft á vinnustað sínum. Google LLC hafnaði beiðninni á þeim grundvelli að gögn gæfu ekki til kynna að ásakanirnar væru rangar auk þess sem stutt væri síðan fjölmiðlaumfjöllunin birtist. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. „Í víðu samhengi þessara mála þá felur rétturinn til að gleymast í sér að hinn almenni borgari á almennt rétt á honum, að persónuupplýsingar séu aftengdar upphaflegum fréttum af því að fréttaflutningur getur verið ósanngjarn og þungur og getur sýnt ekki rétta mynd af einstaklingi þegar fram líða stundir og það var einmitt Evrópudómstóllinn sem kvað upp úr um þennan rétt 2014.“ Sjá nánar úrlausn Persónuverndar: Birting leitarniðurstaðna í leitarvél Google Þá hafði spænskur einstaklingur leitað réttar síns vegna fjölmiðlaumfjöllunar um uppboð sem hann hafði lent í vegna lítillar upphæðar sem fylgdi honum alla tíð en var ekki talin sýna rétta mynd af honum. En rétturinn til að gleymast er ekki algildur og nær ekki skilyrðislaust yfir alla. „Þannig að ef við erum að tala um opinberar persónur eða við erum að tala um einhver sem gegnir ábyrgðarstöðu eða ef það eru einhver tengsl við ábyrgðarstöðu eða það eru einhver tengsl við stjórnmálaþátttöku fer í rauninni fram ákveðið hagsmunamat og þá er talið nauðsynlegt að almenningur viti af ákveðnum hlutum.“ Leita margir til Persónuverndar eftir synjun frá Google? „Það er nú bara þannig að fólk lendir í ýmsu á lífsleiðinni þannig að það eru alltaf einstaklingar sem koma síðan til okkar. Þetta eru ekki stórar tölur á hverju ári en það slæðast hérna inn einhverjar umsóknir í þessa veru.“
Persónuvernd Google Tengdar fréttir Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. 26. desember 2015 20:08 Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast. 30. nóvember 2022 07:53 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. 26. desember 2015 20:08
Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast. 30. nóvember 2022 07:53