Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2022 07:53 Maðurinn kvartaði til Persónuvernd vegna málsins. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast. Maðurinn leitaði til Persónuverndar þar sem hann sóttist eftir því að fá eytt upplýsingum um sig sem birtar voru í leitarniðurstöðum í leitarvél Google þegar leitað var eftir nafni viðkomandi. Í greinunum var fjallað um meint einelti sem kvartandi átti að hafa viðhaft á vinnustað sínum. Google hafnaði beiðni viðkomandi um að fjarlægja fyrrnefndar leitarniðurstöður á grundvelli þess að fyrirliggjandi gögn gæfu ekki til kynna að þær ásakanir sem fram kæmu í fréttaumfjölluninni væru rangar. Auk þess var fréttaumfjöllunin ennþá talin þjóna almannahagsmunum þar sem stutt væri síðan fréttaumfjöllunin var birt og þar sem umfjöllunin tengdist störfum kvartanda. Litið til atvinnu mannsins og „hlutverki hans í þjóðfélaginu“ Það var niðurstaða Persónuverndar að með hliðsjón af atvinnu mannsins sem kvartaði til stofnunarinnar og hlutverki hans í þjóðlífinu, þá vegi hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum þyngra en einkalífshagsmunir kvartanda. „Réttur almennings til upplýsingafrelsis var því talinn víkja til hliðar rétti kvartanda til að gleymast,“ segir á vef stofnunarinnar. Úrskurðurinn er ekki birtur í heild sinni á vef Persónuverndar þar sem hann inniheldur nákvæmar upplýsingar um kvartanda. Jafnvel þó persónuauðkenni hafi verið afmáð þá var ákveðið að birta úrskurðinn ekki í heild sinni þó að búið væri að taka saman útdrátt úr honum. Eiga í vissum tilfellum rétt á að upplýsingar verði fjarlægðar Á vef Persónuverndar segir að almennt geti einstaklingar í vissum tilfellum átt rétt á því að upplýsingar sem birtast í leitarvélum, til að mynda Google, verði fjarlægðar. „Þó niðurstöður fáist fjarlægðar af leitarvélum verður efnið enn á netinu en hægt er að fá það fjarlægt í sumum tilfellum. Í þessu tilfelli var talið að hagsmunir almennings vægju þyngra en einkalífshagsmunir kvartanda vegna atvinnu og hlutverks hans í þjóðlífinu,“ segir á vef Persónuverndar. Persónuvernd Vinnumarkaður Google Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Maðurinn leitaði til Persónuverndar þar sem hann sóttist eftir því að fá eytt upplýsingum um sig sem birtar voru í leitarniðurstöðum í leitarvél Google þegar leitað var eftir nafni viðkomandi. Í greinunum var fjallað um meint einelti sem kvartandi átti að hafa viðhaft á vinnustað sínum. Google hafnaði beiðni viðkomandi um að fjarlægja fyrrnefndar leitarniðurstöður á grundvelli þess að fyrirliggjandi gögn gæfu ekki til kynna að þær ásakanir sem fram kæmu í fréttaumfjölluninni væru rangar. Auk þess var fréttaumfjöllunin ennþá talin þjóna almannahagsmunum þar sem stutt væri síðan fréttaumfjöllunin var birt og þar sem umfjöllunin tengdist störfum kvartanda. Litið til atvinnu mannsins og „hlutverki hans í þjóðfélaginu“ Það var niðurstaða Persónuverndar að með hliðsjón af atvinnu mannsins sem kvartaði til stofnunarinnar og hlutverki hans í þjóðlífinu, þá vegi hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum þyngra en einkalífshagsmunir kvartanda. „Réttur almennings til upplýsingafrelsis var því talinn víkja til hliðar rétti kvartanda til að gleymast,“ segir á vef stofnunarinnar. Úrskurðurinn er ekki birtur í heild sinni á vef Persónuverndar þar sem hann inniheldur nákvæmar upplýsingar um kvartanda. Jafnvel þó persónuauðkenni hafi verið afmáð þá var ákveðið að birta úrskurðinn ekki í heild sinni þó að búið væri að taka saman útdrátt úr honum. Eiga í vissum tilfellum rétt á að upplýsingar verði fjarlægðar Á vef Persónuverndar segir að almennt geti einstaklingar í vissum tilfellum átt rétt á því að upplýsingar sem birtast í leitarvélum, til að mynda Google, verði fjarlægðar. „Þó niðurstöður fáist fjarlægðar af leitarvélum verður efnið enn á netinu en hægt er að fá það fjarlægt í sumum tilfellum. Í þessu tilfelli var talið að hagsmunir almennings vægju þyngra en einkalífshagsmunir kvartanda vegna atvinnu og hlutverks hans í þjóðlífinu,“ segir á vef Persónuverndar.
Persónuvernd Vinnumarkaður Google Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira