Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2022 20:01 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Halldór Benjamín Þorbergsson styrktu sig með góðum kaffibolla áður en viðræður hófust í morgun. Stöð 2/Ívar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eðlilegt og mannlegt að snuðra geti hlaupið á þráðinn í flóknum viðræðum eins og gerðist í síðustu viku. „En hér erum við mætt. Það er þriðjudagsmorgun. Ég vænti þess að dagurinn í dag verði langur og vonandi verður vikan gjöful fyrir okkur öll. Enda skynja ég mjög sterkt ákall frá þjóðinni. Fólk vill fá vissu í sitt líf og vill ljúka kjarasamningum í aðdraganda jóla og ég tek undir það mat,“ sagði Halldór Benjamín í upphafi viðræðna í morgun. Já, sumir voru bjartsýnni en aðrir fyrir fundarlotuna í morgun en framkvæmdastjóri SA vildi lítið segja um kröfur Eflingar frá í morgun um að laun ásamt framfærslustyrk hækki um rúmar 70 þúsund krónur. Efling lagði í morgun fram óvænt tilboð til SA um skammtímasamning.Grafík/Sara Þá var Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, sem sleit formlegum viðræðum í síðustu viku, ekki jafn bjartsýnn á að hægt væri að ljúka samningum fyrir mánaðamót. „Ég held að það sé alveg útilokað miðað við þær hugmyndir sem ég hef heyrt frá SA. Ekki nema það sé einhver meiriháttar viðhorfsbreyting sem kemur fram núna á þessum fundi eða samtali næstu klukkutíma. Þá held ég að það sé í rauninni alveg útilokað,“ sagði Ragnar Þór sem þó var mættur vegna boðunar ríkissáttasemjara á fund í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er ekki eins bjartsýnn og margir félaga hans innan verkalýðshreyfingarinnar á að samningar takist á næstu dögum.Vísir/Vilhelm Áður en sest var að samningaborðinu í morgun styrktu forystumenn ólíkra fylkinga, þeir Halldór Benjamín og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, sig með kaffibolla en alvaran var samt ekki langt undan. „Þetta er bara verðugt verkefni. Ábyrgð okkar er mikil. Hún liggur í því að koma launahækkunum til okkar félagsmanna eins fljótt og hægt er. Ég tek þá ábyrgð af fullri alvöru,“ sagði formaður SGS. Þú myndir vilja að þitt fólk fengi kjarabætur fyrir jólahátíðina? „Að sjálfsögðu. Ég held að það skipti miklu máli að koma þessu hratt og vel inn. Það var markmiðið þegar við lögðum af stað í þessa vegferð, að ná að klára kjarasamningana fyrir mánaðamót,“ sagði Vilhjálmur. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins sem einnig fer fyrir viðræðum iðnaðarmanna er svipaðs sinnis. En ljóst er að til að ná þessu markmiði þarf fólk að hafa hröð handtök því 1. desember er á fimmtudaginn næst komandi. „Það er mjög brýnt að laun hækki sem allra fyrst vegna þess að fólk á í erfiðleikum með að ná endum saman. Álögur á heimilin í landinu hafa aukist töluvert mikið á undanförnum mánuðum og við því þarf að bregðast,“ segir Kristján Þórður. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ (fyrir miðri mynd) sem einnig fer fyrir viðræðum iðnaðarmanna við SA, segir afar brýnt að koma kjarabótum sem fyrst til launafólks.Vísir/Vilhelm Áherslur einstakra félaga og kröfur eru mismunandi þannig að dæmið er flókið þótt samningsvilji sé til staðar. En yrðu samningar við VR og Starfsgreinasambandið leiðandi fyrir aðra? „Þetta er auðvitað lang stærsta samflotið sem við erum að tala við. Mér finnst bara rökrétt að gagnálykta sem svo,“ segir framkvæmdastjóri SA. Þá væru viðræður komnar vel á veg með iðnaðarmönnum. „Og markmið okkar er ekkert leyndarmál. Við viljum sitja hérna í dag og næstu daga með það að marki að klára þetta,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson í upphafi samningafunda í morgun. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eðlilegt og mannlegt að snuðra geti hlaupið á þráðinn í flóknum viðræðum eins og gerðist í síðustu viku. „En hér erum við mætt. Það er þriðjudagsmorgun. Ég vænti þess að dagurinn í dag verði langur og vonandi verður vikan gjöful fyrir okkur öll. Enda skynja ég mjög sterkt ákall frá þjóðinni. Fólk vill fá vissu í sitt líf og vill ljúka kjarasamningum í aðdraganda jóla og ég tek undir það mat,“ sagði Halldór Benjamín í upphafi viðræðna í morgun. Já, sumir voru bjartsýnni en aðrir fyrir fundarlotuna í morgun en framkvæmdastjóri SA vildi lítið segja um kröfur Eflingar frá í morgun um að laun ásamt framfærslustyrk hækki um rúmar 70 þúsund krónur. Efling lagði í morgun fram óvænt tilboð til SA um skammtímasamning.Grafík/Sara Þá var Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, sem sleit formlegum viðræðum í síðustu viku, ekki jafn bjartsýnn á að hægt væri að ljúka samningum fyrir mánaðamót. „Ég held að það sé alveg útilokað miðað við þær hugmyndir sem ég hef heyrt frá SA. Ekki nema það sé einhver meiriháttar viðhorfsbreyting sem kemur fram núna á þessum fundi eða samtali næstu klukkutíma. Þá held ég að það sé í rauninni alveg útilokað,“ sagði Ragnar Þór sem þó var mættur vegna boðunar ríkissáttasemjara á fund í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er ekki eins bjartsýnn og margir félaga hans innan verkalýðshreyfingarinnar á að samningar takist á næstu dögum.Vísir/Vilhelm Áður en sest var að samningaborðinu í morgun styrktu forystumenn ólíkra fylkinga, þeir Halldór Benjamín og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, sig með kaffibolla en alvaran var samt ekki langt undan. „Þetta er bara verðugt verkefni. Ábyrgð okkar er mikil. Hún liggur í því að koma launahækkunum til okkar félagsmanna eins fljótt og hægt er. Ég tek þá ábyrgð af fullri alvöru,“ sagði formaður SGS. Þú myndir vilja að þitt fólk fengi kjarabætur fyrir jólahátíðina? „Að sjálfsögðu. Ég held að það skipti miklu máli að koma þessu hratt og vel inn. Það var markmiðið þegar við lögðum af stað í þessa vegferð, að ná að klára kjarasamningana fyrir mánaðamót,“ sagði Vilhjálmur. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins sem einnig fer fyrir viðræðum iðnaðarmanna er svipaðs sinnis. En ljóst er að til að ná þessu markmiði þarf fólk að hafa hröð handtök því 1. desember er á fimmtudaginn næst komandi. „Það er mjög brýnt að laun hækki sem allra fyrst vegna þess að fólk á í erfiðleikum með að ná endum saman. Álögur á heimilin í landinu hafa aukist töluvert mikið á undanförnum mánuðum og við því þarf að bregðast,“ segir Kristján Þórður. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ (fyrir miðri mynd) sem einnig fer fyrir viðræðum iðnaðarmanna við SA, segir afar brýnt að koma kjarabótum sem fyrst til launafólks.Vísir/Vilhelm Áherslur einstakra félaga og kröfur eru mismunandi þannig að dæmið er flókið þótt samningsvilji sé til staðar. En yrðu samningar við VR og Starfsgreinasambandið leiðandi fyrir aðra? „Þetta er auðvitað lang stærsta samflotið sem við erum að tala við. Mér finnst bara rökrétt að gagnálykta sem svo,“ segir framkvæmdastjóri SA. Þá væru viðræður komnar vel á veg með iðnaðarmönnum. „Og markmið okkar er ekkert leyndarmál. Við viljum sitja hérna í dag og næstu daga með það að marki að klára þetta,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson í upphafi samningafunda í morgun.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17