Innlent

Lögregla kölluð til vegna grunsamlegs pakka í Hlíðahverfi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það virðist hafa verið fremur rólegt á vaktinni í höfuðborginni í gærkvöldi og nótt.
Það virðist hafa verið fremur rólegt á vaktinni í höfuðborginni í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna líkamsárásar í póstnúmerinu 111 um klukkan 22 í gærkvöldi. Áverkar þolandans reyndust minniháttar en ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Þar segir einnig að tveir einstaklingar hafi verið handteknir í Hlíðahverfi vegna gruns um sölu fíkniefna og voru þeir vistaðir í fangageymslum.

Um klukkan 21.30 barst tilkynning um grunsamlegan pakka á bifreiðastæði í sama hverfi en ekkert var að sjá þegar lögregla kom á vettvang.

Eitt umferðarslys kom inn á borð til lögreglu á sama tíma en þar hafði hjólreiðarmaður í Hafnarfirði dottið og meitt sig í hálku. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um brot á umferðarlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×