Sigurður: Extra sætt að vinna á Akureyri Árni Gísli Magnússon skrifar 26. nóvember 2022 17:20 Sigurður Bragason var extra sáttur með sigurinn í dag. Vísir/Vilhelm ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Eyjakonur voru með yfirhöndina framan af en norðankonur komu vel inn í seinni hálfleik og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútu leiksins. „Ég bjóst við sigri en ekki þessari dramatík. Ég fór alveg inn í þennan leik og ætlaði að vinna en þetta var fannst mér fulltæpt.“ ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik en KA/Þór kom sterkt inn í seinni hálfleik og voru búnar að jafna eftir 10. mínútur og úr varð jafn leikur. Hvað varð til þess? „Við bara slökum á, það er bara þannig, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur svo bara kemur hún Lydía á miðjunni, 16 ára, alveg frábær og bara algjört hrós á hana. Hún var bara að keppa við Sunnu og serbneskan landsliðsmann, frábæran markmann, og við bara áttum í algjöru basli með hana. Mér fannst Nathalia líka mjög góð, við áttum erfitt með þetta, þær skutu bara fram hjá okkur trekk í trekk. Sóknarleikurinn í seinni hálfleik var bara lélegur en það kom kraftur síðustu fimm mínúturnar og ég ætla gefa stelpunum það að ég verð ekki brjálaður inni í klefa.“ Marta Wawrzykowska var frábær í marki íBV með 15 varða bolta sem gerir 42% markvörslu. „Hún var mjög góð í fyrri. Hún datt aðeins niður þegar þær náðu okkur og fóru fram úr okkur þá datt hún svona aðeins út úr leiknum og það hjálpar aldrei en hún varði mikilvæga þrjá bolta og var góð.“ Sigurður var langt frá því að vera hissa að leikur þessara liða skyldi enda í eins mikilli dramatík og raun bar vitni. „Þetta er eiginlega alltaf svona, og alltaf einhvern veginn læti þó það séu 100 manns þá er alltaf stemming hérna og mér finnst æðislegt að vera hérna, það er nú bara þannig og ég er búinn að segja öllum þessum KA mönnum það hérna. Þetta er auðvitað gaman og þá er extra sætt fyrir mig, þó ég vilji ekki tala hátt hérna, að þá er extra sætt að vinna á Akureyri og það gera það ekkert allir.“ ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar og liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Við erum búin að tapa tveimur af átta sem eru gegn Stjörnunni og Val sem eru tvö bestu liðin og við erum að koma Önnu og Birnu inn þannig þetta er á réttri leið og við erum inni í evrópukeppni líka þannig þetta er búið að vera bara skemmtilegt haust. Við erum að fara til Madeira á þriðjudaginn og verðum þar í viku þannig að þetta er bara gaman en ef við ætlum að ná þessum toppsætum verðum við aðeins að spyrna í“, sagði Sigurður að endingu. Olís-deild kvenna ÍBV KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. 26. nóvember 2022 17:43 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
„Ég bjóst við sigri en ekki þessari dramatík. Ég fór alveg inn í þennan leik og ætlaði að vinna en þetta var fannst mér fulltæpt.“ ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik en KA/Þór kom sterkt inn í seinni hálfleik og voru búnar að jafna eftir 10. mínútur og úr varð jafn leikur. Hvað varð til þess? „Við bara slökum á, það er bara þannig, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur svo bara kemur hún Lydía á miðjunni, 16 ára, alveg frábær og bara algjört hrós á hana. Hún var bara að keppa við Sunnu og serbneskan landsliðsmann, frábæran markmann, og við bara áttum í algjöru basli með hana. Mér fannst Nathalia líka mjög góð, við áttum erfitt með þetta, þær skutu bara fram hjá okkur trekk í trekk. Sóknarleikurinn í seinni hálfleik var bara lélegur en það kom kraftur síðustu fimm mínúturnar og ég ætla gefa stelpunum það að ég verð ekki brjálaður inni í klefa.“ Marta Wawrzykowska var frábær í marki íBV með 15 varða bolta sem gerir 42% markvörslu. „Hún var mjög góð í fyrri. Hún datt aðeins niður þegar þær náðu okkur og fóru fram úr okkur þá datt hún svona aðeins út úr leiknum og það hjálpar aldrei en hún varði mikilvæga þrjá bolta og var góð.“ Sigurður var langt frá því að vera hissa að leikur þessara liða skyldi enda í eins mikilli dramatík og raun bar vitni. „Þetta er eiginlega alltaf svona, og alltaf einhvern veginn læti þó það séu 100 manns þá er alltaf stemming hérna og mér finnst æðislegt að vera hérna, það er nú bara þannig og ég er búinn að segja öllum þessum KA mönnum það hérna. Þetta er auðvitað gaman og þá er extra sætt fyrir mig, þó ég vilji ekki tala hátt hérna, að þá er extra sætt að vinna á Akureyri og það gera það ekkert allir.“ ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar og liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Við erum búin að tapa tveimur af átta sem eru gegn Stjörnunni og Val sem eru tvö bestu liðin og við erum að koma Önnu og Birnu inn þannig þetta er á réttri leið og við erum inni í evrópukeppni líka þannig þetta er búið að vera bara skemmtilegt haust. Við erum að fara til Madeira á þriðjudaginn og verðum þar í viku þannig að þetta er bara gaman en ef við ætlum að ná þessum toppsætum verðum við aðeins að spyrna í“, sagði Sigurður að endingu.
Olís-deild kvenna ÍBV KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. 26. nóvember 2022 17:43 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. 26. nóvember 2022 17:43