Fangaverðir fá högg- og hnífavesti og mögulega rafbyssur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2022 06:21 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist munu svara köllum fangavarða um aukna þjálfun og búnað. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst svara kalli fangavarða um aukna þjálfun og varnarbúnað. Grafalvarleg þróun eigi sér stað innan veggja fangelsanna, með auknum vopnaburði og ofbeldi. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Blaðið birti frétt í gær þar sem fjallað var um vopn og vopnanotkun í fangelsunum. Þá hefur blaðið eftir dómsmálaráðherra í dag að öryggi fangavarða og lögreglu séu algjört forgangsmál. „Það sem á sér stað innan veggja fangelsa endurspeglar þá þróun sem við verðum nú vitni að í samfélaginu. Ég hef verið í miklu samtali við fangelsisyfirvöld og það er ljóst að bregðast þarf við á mörgum sviðum,“ segir Jón. Hann segir aukinn viðbúnað fangavarða meðal annars munu fela í sér högg- og hnífavesti og þá sé til skoðunar að veita þeim aðgengi að rafbyssum. Samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins í gær hafa fangaverðir ekki farið varhluta af ofbeldi við störf sín. „Við verðum nú ítrekað vitni að alvarlegum atvikum í fangelsum landsins. Það er alveg ljóst að nauðsynlegt er að útbúa okkar fólk þannig að öryggi þess sé sæmilega tryggt í vinnunni. Og það gerum við ekki öðruvísi en með auknum varnarbúnaði. Samhliða þarf svo að vinna að skipulagsmálum, enda ekki hægt að sætta sig við að málum sé leyft að þróast áfram með þessum hætti innan fangelsanna,“ segir dómsmálaráðherra. Fangelsismál Slysavarnir Rafbyssur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. Blaðið birti frétt í gær þar sem fjallað var um vopn og vopnanotkun í fangelsunum. Þá hefur blaðið eftir dómsmálaráðherra í dag að öryggi fangavarða og lögreglu séu algjört forgangsmál. „Það sem á sér stað innan veggja fangelsa endurspeglar þá þróun sem við verðum nú vitni að í samfélaginu. Ég hef verið í miklu samtali við fangelsisyfirvöld og það er ljóst að bregðast þarf við á mörgum sviðum,“ segir Jón. Hann segir aukinn viðbúnað fangavarða meðal annars munu fela í sér högg- og hnífavesti og þá sé til skoðunar að veita þeim aðgengi að rafbyssum. Samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins í gær hafa fangaverðir ekki farið varhluta af ofbeldi við störf sín. „Við verðum nú ítrekað vitni að alvarlegum atvikum í fangelsum landsins. Það er alveg ljóst að nauðsynlegt er að útbúa okkar fólk þannig að öryggi þess sé sæmilega tryggt í vinnunni. Og það gerum við ekki öðruvísi en með auknum varnarbúnaði. Samhliða þarf svo að vinna að skipulagsmálum, enda ekki hægt að sætta sig við að málum sé leyft að þróast áfram með þessum hætti innan fangelsanna,“ segir dómsmálaráðherra.
Fangelsismál Slysavarnir Rafbyssur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira