FIFA gefur sig undan pressunni: Regnbogalitir leyfðir í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 07:01 Stuðningsmenn þýska landsliðsins laumuðust inn með þetta regnbogaband en geta mætt áhyggjulausir á næsta leik. Getty/Christopher Lee Alþjóða knattspyrnusambandið hafði bannað alla regnbogaliti í stúkunni á heimsmeistaramótinu í Katar en sambandið virðist nú vera að bakka með það rugl. FIFA hefur nú í raun viðurkennt tap í baráttu sinni gegn regnbogalitunum. Velska knattspyrnusambandið gaf það út í gær að FIFA hafi nú svarað kvörtunum þeirra á meðferð stuðningsmanna Wales sem lentu í því að regnbogahattarnir voru teknir af þeim fyrir fyrsta leikinn. Fréttir af vandræðum stuðningsmanna að komast ekki inn á leikina af því að þeir voru ekki í réttum litum hafa sett mikinn svip á heimsmeistaramótið til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) FIFA sagði í tilkynningu til velska sambandsins að regnbogahattarnir væru nú leyfðir á öllum leikjum HM í Katar sem og allur fatnaður í regnbogalitunum. Þetta á við alla leiki það sem eftir lifir keppninnar. FIFA hefur því ákveðið að gefa eftir í þessari fáránlegu vegferð misréttis og kúgunnar í boði katarska ríkisins. Katarar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir afstöðu sína gagnvart samkynhneigðum og samkynja samböndum sem og fyrir mannréttindabrot og meðferð þeirra á erlendu farandverkafólki. Wales mætir Íran í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu og það má búast við því að hattarnir verði áberandi í stúkunni á leiknum. Ein sem átti einn mestan þátt í að vekja athygli á fáránleika þess að banna saklausa hatta í stúkunni var Laura McAllister, fyrrverandi fyrirliði welska kvennalandsliðsins. Hún var ein af þeim velsku stuðningsmönnum sem þurftu að afhenda hattinn sinn til að komast inn á leikinn gegn Bandaríkjunum á mánudag. Hatturinn sem um ræðir er einkennishöfuðfat Regnbogamúrsins sem er hinsegin-stuðningshópur welska landsliðsins. McAllister tók þessu ekki þegjandi og hljóðalaust heldur sagði frá þessu í fjölmiðlum og talaði um að sér hefði hreinlega verið ógnað með þessari framgöngu vallarstarfsfólks. Í framhaldinu lýsti Knattspyrnusamband Wales yfir miklum vonbrigðum með þessa meðferð á stuðningsfólki sínu og sendi inn kvörtun til FIFA. View this post on Instagram A post shared by Cymru (@fawales) HM 2022 í Katar FIFA Hinsegin Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Velska knattspyrnusambandið gaf það út í gær að FIFA hafi nú svarað kvörtunum þeirra á meðferð stuðningsmanna Wales sem lentu í því að regnbogahattarnir voru teknir af þeim fyrir fyrsta leikinn. Fréttir af vandræðum stuðningsmanna að komast ekki inn á leikina af því að þeir voru ekki í réttum litum hafa sett mikinn svip á heimsmeistaramótið til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) FIFA sagði í tilkynningu til velska sambandsins að regnbogahattarnir væru nú leyfðir á öllum leikjum HM í Katar sem og allur fatnaður í regnbogalitunum. Þetta á við alla leiki það sem eftir lifir keppninnar. FIFA hefur því ákveðið að gefa eftir í þessari fáránlegu vegferð misréttis og kúgunnar í boði katarska ríkisins. Katarar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir afstöðu sína gagnvart samkynhneigðum og samkynja samböndum sem og fyrir mannréttindabrot og meðferð þeirra á erlendu farandverkafólki. Wales mætir Íran í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu og það má búast við því að hattarnir verði áberandi í stúkunni á leiknum. Ein sem átti einn mestan þátt í að vekja athygli á fáránleika þess að banna saklausa hatta í stúkunni var Laura McAllister, fyrrverandi fyrirliði welska kvennalandsliðsins. Hún var ein af þeim velsku stuðningsmönnum sem þurftu að afhenda hattinn sinn til að komast inn á leikinn gegn Bandaríkjunum á mánudag. Hatturinn sem um ræðir er einkennishöfuðfat Regnbogamúrsins sem er hinsegin-stuðningshópur welska landsliðsins. McAllister tók þessu ekki þegjandi og hljóðalaust heldur sagði frá þessu í fjölmiðlum og talaði um að sér hefði hreinlega verið ógnað með þessari framgöngu vallarstarfsfólks. Í framhaldinu lýsti Knattspyrnusamband Wales yfir miklum vonbrigðum með þessa meðferð á stuðningsfólki sínu og sendi inn kvörtun til FIFA. View this post on Instagram A post shared by Cymru (@fawales)
HM 2022 í Katar FIFA Hinsegin Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira