FIFA gefur sig undan pressunni: Regnbogalitir leyfðir í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 07:01 Stuðningsmenn þýska landsliðsins laumuðust inn með þetta regnbogaband en geta mætt áhyggjulausir á næsta leik. Getty/Christopher Lee Alþjóða knattspyrnusambandið hafði bannað alla regnbogaliti í stúkunni á heimsmeistaramótinu í Katar en sambandið virðist nú vera að bakka með það rugl. FIFA hefur nú í raun viðurkennt tap í baráttu sinni gegn regnbogalitunum. Velska knattspyrnusambandið gaf það út í gær að FIFA hafi nú svarað kvörtunum þeirra á meðferð stuðningsmanna Wales sem lentu í því að regnbogahattarnir voru teknir af þeim fyrir fyrsta leikinn. Fréttir af vandræðum stuðningsmanna að komast ekki inn á leikina af því að þeir voru ekki í réttum litum hafa sett mikinn svip á heimsmeistaramótið til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) FIFA sagði í tilkynningu til velska sambandsins að regnbogahattarnir væru nú leyfðir á öllum leikjum HM í Katar sem og allur fatnaður í regnbogalitunum. Þetta á við alla leiki það sem eftir lifir keppninnar. FIFA hefur því ákveðið að gefa eftir í þessari fáránlegu vegferð misréttis og kúgunnar í boði katarska ríkisins. Katarar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir afstöðu sína gagnvart samkynhneigðum og samkynja samböndum sem og fyrir mannréttindabrot og meðferð þeirra á erlendu farandverkafólki. Wales mætir Íran í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu og það má búast við því að hattarnir verði áberandi í stúkunni á leiknum. Ein sem átti einn mestan þátt í að vekja athygli á fáránleika þess að banna saklausa hatta í stúkunni var Laura McAllister, fyrrverandi fyrirliði welska kvennalandsliðsins. Hún var ein af þeim velsku stuðningsmönnum sem þurftu að afhenda hattinn sinn til að komast inn á leikinn gegn Bandaríkjunum á mánudag. Hatturinn sem um ræðir er einkennishöfuðfat Regnbogamúrsins sem er hinsegin-stuðningshópur welska landsliðsins. McAllister tók þessu ekki þegjandi og hljóðalaust heldur sagði frá þessu í fjölmiðlum og talaði um að sér hefði hreinlega verið ógnað með þessari framgöngu vallarstarfsfólks. Í framhaldinu lýsti Knattspyrnusamband Wales yfir miklum vonbrigðum með þessa meðferð á stuðningsfólki sínu og sendi inn kvörtun til FIFA. View this post on Instagram A post shared by Cymru (@fawales) HM 2022 í Katar FIFA Hinsegin Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Velska knattspyrnusambandið gaf það út í gær að FIFA hafi nú svarað kvörtunum þeirra á meðferð stuðningsmanna Wales sem lentu í því að regnbogahattarnir voru teknir af þeim fyrir fyrsta leikinn. Fréttir af vandræðum stuðningsmanna að komast ekki inn á leikina af því að þeir voru ekki í réttum litum hafa sett mikinn svip á heimsmeistaramótið til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) FIFA sagði í tilkynningu til velska sambandsins að regnbogahattarnir væru nú leyfðir á öllum leikjum HM í Katar sem og allur fatnaður í regnbogalitunum. Þetta á við alla leiki það sem eftir lifir keppninnar. FIFA hefur því ákveðið að gefa eftir í þessari fáránlegu vegferð misréttis og kúgunnar í boði katarska ríkisins. Katarar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir afstöðu sína gagnvart samkynhneigðum og samkynja samböndum sem og fyrir mannréttindabrot og meðferð þeirra á erlendu farandverkafólki. Wales mætir Íran í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu og það má búast við því að hattarnir verði áberandi í stúkunni á leiknum. Ein sem átti einn mestan þátt í að vekja athygli á fáránleika þess að banna saklausa hatta í stúkunni var Laura McAllister, fyrrverandi fyrirliði welska kvennalandsliðsins. Hún var ein af þeim velsku stuðningsmönnum sem þurftu að afhenda hattinn sinn til að komast inn á leikinn gegn Bandaríkjunum á mánudag. Hatturinn sem um ræðir er einkennishöfuðfat Regnbogamúrsins sem er hinsegin-stuðningshópur welska landsliðsins. McAllister tók þessu ekki þegjandi og hljóðalaust heldur sagði frá þessu í fjölmiðlum og talaði um að sér hefði hreinlega verið ógnað með þessari framgöngu vallarstarfsfólks. Í framhaldinu lýsti Knattspyrnusamband Wales yfir miklum vonbrigðum með þessa meðferð á stuðningsfólki sínu og sendi inn kvörtun til FIFA. View this post on Instagram A post shared by Cymru (@fawales)
HM 2022 í Katar FIFA Hinsegin Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira