Segir að yfirvöld í Sádi-Arabíu styðji kaup á Manchester United og Liverpool Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2022 06:30 Prins Abdulaziz bin Turki Al-Faisal, íþróttamálaráðherra Sádi-Arabíu, fagnar með landsliðinu eftir sigur liðsins gegn Argentínu. Hann segir að yfirvöld þar í landi séu tilbúin að styðja við kaup á Liverpool og Manchester United. Shaun Botterill - FIFA/FIFA via Getty Images Prins Abdulaziz bin Turki Al Faisal, íþróttamálaráðherra Sádi-Arabíu, segir að yfirvöld þar í landi séu klárlega tilbúin að styðja við þarlenda einkaaðila sem gætu ætlað sér að bjóða í ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Manchester United. Eigendur beggja liða skoða nú hvort möguleiki sé á að selja félögin. Ekki er langt síðan annað úrvalsdeildarfélag var keypt með hjálp yfirvalda í Sádi-Arabíu, en PIF, sem er fjárfestingasjóður þar í landi, keypti Newcastle í október á síðasta ári. Íþróttamálaráðherrann Al Faisal segir að mikill áhugi sé á því að eignast lið á borð við Liverpool og Manchester United, enda séu margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar í Sádi-Arabíu. „Ef við horfum út frá þetta frá einkageiranum, því ég get talað fyrir þeirra hönd, er mikill áhugi og hér er mikil ástríða fyrir fótbolta,“ sagði Al Faisal í samtali við BBC. „Þetta er sú deild sem er með mest áhorf hér í Sádi-Arabíu og á svæðunum hér í kring og hér eru margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar.“ „Ef fram kemur fjárfestir sem er tilbúinn að leggja fram boð, af hverju ekki?“ spurði íþróttamálaráðherrann. Saudi Arabia's sports minister tells me its government would "definitely support" private sector Saudi bids for Man Utd or Liverpool now they’re for sale.Prince Abdulaziz bin Turki Al Faisal added he’d “love” to see Cristiano Ronaldo join Saudi league https://t.co/hAFL2X5pqe ⬇️ pic.twitter.com/dkSLbotR7F— Dan Roan (@danroan) November 24, 2022 Eins og áður segir er rétt rúmt ár síðan Newcastle var keypt af PIF og varð þar með ríkasta félag heims. Liðið situr nú í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki tapað leik í öllum keppnum síðan 31. ágúst. „Þeir hafa staðið sig ótrúlega vel. Þeir eiga enn langt í land, en þeir hafa fengið rétta fólkið með sér í lið.“ „Ég er viss um að þeir stefna á að vinna deildina og Meistaradeildina og þar fram eftir götunum. Þeir stefna á það besta og koma alltaf með það besta að borðinu. Þannig ég held að framtíðin sé björt hjá Newcastle.“ Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Eigendur beggja liða skoða nú hvort möguleiki sé á að selja félögin. Ekki er langt síðan annað úrvalsdeildarfélag var keypt með hjálp yfirvalda í Sádi-Arabíu, en PIF, sem er fjárfestingasjóður þar í landi, keypti Newcastle í október á síðasta ári. Íþróttamálaráðherrann Al Faisal segir að mikill áhugi sé á því að eignast lið á borð við Liverpool og Manchester United, enda séu margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar í Sádi-Arabíu. „Ef við horfum út frá þetta frá einkageiranum, því ég get talað fyrir þeirra hönd, er mikill áhugi og hér er mikil ástríða fyrir fótbolta,“ sagði Al Faisal í samtali við BBC. „Þetta er sú deild sem er með mest áhorf hér í Sádi-Arabíu og á svæðunum hér í kring og hér eru margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar.“ „Ef fram kemur fjárfestir sem er tilbúinn að leggja fram boð, af hverju ekki?“ spurði íþróttamálaráðherrann. Saudi Arabia's sports minister tells me its government would "definitely support" private sector Saudi bids for Man Utd or Liverpool now they’re for sale.Prince Abdulaziz bin Turki Al Faisal added he’d “love” to see Cristiano Ronaldo join Saudi league https://t.co/hAFL2X5pqe ⬇️ pic.twitter.com/dkSLbotR7F— Dan Roan (@danroan) November 24, 2022 Eins og áður segir er rétt rúmt ár síðan Newcastle var keypt af PIF og varð þar með ríkasta félag heims. Liðið situr nú í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki tapað leik í öllum keppnum síðan 31. ágúst. „Þeir hafa staðið sig ótrúlega vel. Þeir eiga enn langt í land, en þeir hafa fengið rétta fólkið með sér í lið.“ „Ég er viss um að þeir stefna á að vinna deildina og Meistaradeildina og þar fram eftir götunum. Þeir stefna á það besta og koma alltaf með það besta að borðinu. Þannig ég held að framtíðin sé björt hjá Newcastle.“
Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira