Rannsaka ásakanir á hendur Kanye West Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2022 21:14 Kanye West hefur verið mikið á milli tannanna á fólki að undanförnu. Edward Berthelot/GC Images Tískurisinn Adidas rannsakar nú ásakanir á hendur rapparanum og tískuhönnuðinum Kanye West, einnig þekktum sem Ye, sem sakaður er um að hafa skapað „eitrað andrúmsloft“ meðan hann starfaði með fyrirtækinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fólk sem unnið hefði fyrir Yeezy, undirmerki Adidas sem West fór fyrir, hefði meðal annars sakað West um að hafa sýnt starfsfólki klámfengnar myndir og myndbönd, sem lið í einhverskonar eineltisherferð. Í nafnlausi bréfi kemur fram að yfirmenn hjá fyrirtækinu hafi vitað af vafasamri hegðun West en kosið að aðhafast ekkert. Adidas segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað sé til í ásökununum. „Engu að síður tökum við ásakanir sem þessar alvarlega og höfum því ákveðið að hrinda af stað sjálfstæðri rannsókn málsins undir eins, til þess að komast til botns í málinu,“ segir í yfirlýsingu frá Adidas. Sagður hafa sýnt myndefni af sjálfum sér Adidas sleit samstarfi sínu við West í síðasta mánuði eftir að hann hafði frammi hatursfull ummæli í garð gyðinga. Meðal þess sem West er gefið að sök er að hafa reynt að ógna starfsfólki með „ögrandi og kynferðislegri hegðun, sem beindist oft að konum.“ Meðal þess sem fólst í þeirri hegðun hafi verið að sýna starfsfólki kynferðislegt myndefni af Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West, sem og myndefni af honum sjálfum. „[West] hefur, á árum áður, hellt sér yfir konur með móðgandi orðum og notaðist oft við kynferðislega brenglaðar tilvísanir þegar hann veitti viðbrögð við hönnun. Slík viðbrögð frá samstarfsaðila er eitthvað sem starfsmenn Adidas ættu aldrei að þurfa að þola, né ætti Adidas að samþykkja slíkt,“ segir í bréfinu. Breska ríkisútvarpið segist hafa leitað viðbragða hjá West, án árangurs. Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. 28. október 2022 09:39 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fólk sem unnið hefði fyrir Yeezy, undirmerki Adidas sem West fór fyrir, hefði meðal annars sakað West um að hafa sýnt starfsfólki klámfengnar myndir og myndbönd, sem lið í einhverskonar eineltisherferð. Í nafnlausi bréfi kemur fram að yfirmenn hjá fyrirtækinu hafi vitað af vafasamri hegðun West en kosið að aðhafast ekkert. Adidas segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað sé til í ásökununum. „Engu að síður tökum við ásakanir sem þessar alvarlega og höfum því ákveðið að hrinda af stað sjálfstæðri rannsókn málsins undir eins, til þess að komast til botns í málinu,“ segir í yfirlýsingu frá Adidas. Sagður hafa sýnt myndefni af sjálfum sér Adidas sleit samstarfi sínu við West í síðasta mánuði eftir að hann hafði frammi hatursfull ummæli í garð gyðinga. Meðal þess sem West er gefið að sök er að hafa reynt að ógna starfsfólki með „ögrandi og kynferðislegri hegðun, sem beindist oft að konum.“ Meðal þess sem fólst í þeirri hegðun hafi verið að sýna starfsfólki kynferðislegt myndefni af Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West, sem og myndefni af honum sjálfum. „[West] hefur, á árum áður, hellt sér yfir konur með móðgandi orðum og notaðist oft við kynferðislega brenglaðar tilvísanir þegar hann veitti viðbrögð við hönnun. Slík viðbrögð frá samstarfsaðila er eitthvað sem starfsmenn Adidas ættu aldrei að þurfa að þola, né ætti Adidas að samþykkja slíkt,“ segir í bréfinu. Breska ríkisútvarpið segist hafa leitað viðbragða hjá West, án árangurs.
Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. 28. október 2022 09:39 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. 28. október 2022 09:39
Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56