Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2022 15:30 Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að hópnum sé ætlað að „móta framtíðarsýn og aðgerðaáætlun til næstu tíu ára með tillögum um leiðir til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd. Liður í verkefni hópsins er enn fremur að vinna að vitundarvakningu í samfélaginu til að auka þekkingu almennings á sýklalyfjaónæmi, hvað í því felst og hvað sé til ráða.“ Sýklalyfjaónæmi er sífellt að verða stærra vandamál um heiminn allan en það felur í sér að bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Gerir það meðferð sýkinga erfiðari eða jafnvel ómögulega. „Samkvæmt viðamikilli fjölþjóðlegri rannsókn sem fjallað var um í tímaritinu Lancet fyrr á þessu ári er talið að árið 2019 hafi allt að 1,3 milljónir manna látist á heimsvísu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Ástæður þess að bakteríur þróa með sér ónæmi gegn sýklalyfjum eru fjölþættar en ofnotkun eða röng notkun sýklalyfja meðal manna og dýra vegur þar þungt. Umhverfisþættir geta einnig haft áhrif þar sem ónæmar bakteríur geta borist í menn með matvælum sem komist hafa í snertingu við vatn eða áburð sem innihélt ónæmar bakteríur,“ segir í tilkynningu Stjórnarráðsins. Aðrir sem skipa starfshópinn eru: Anna Margrét Halldórsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Jón Steinar Jónsson, Karl Gústaf Kristinsson, Lilja Þorsteinsdóttir, Vigdís Tryggvadóttir og Guðlín Steinsdóttir. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki í vafa um eftirminnilegasta daginn Í maí á þessu ári tilkynnti Þórólfur Guðnason að hann myndi brátt láta af störfum sem sóttvarnalæknir. Nú er síðasti dagur Þórólfs í embætti að kvöldi kominn og segir hann að sér líði vel með ákvörðunina og hann sé þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í Covid faraldrinum. 31. ágúst 2022 20:38 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að hópnum sé ætlað að „móta framtíðarsýn og aðgerðaáætlun til næstu tíu ára með tillögum um leiðir til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd. Liður í verkefni hópsins er enn fremur að vinna að vitundarvakningu í samfélaginu til að auka þekkingu almennings á sýklalyfjaónæmi, hvað í því felst og hvað sé til ráða.“ Sýklalyfjaónæmi er sífellt að verða stærra vandamál um heiminn allan en það felur í sér að bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Gerir það meðferð sýkinga erfiðari eða jafnvel ómögulega. „Samkvæmt viðamikilli fjölþjóðlegri rannsókn sem fjallað var um í tímaritinu Lancet fyrr á þessu ári er talið að árið 2019 hafi allt að 1,3 milljónir manna látist á heimsvísu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Ástæður þess að bakteríur þróa með sér ónæmi gegn sýklalyfjum eru fjölþættar en ofnotkun eða röng notkun sýklalyfja meðal manna og dýra vegur þar þungt. Umhverfisþættir geta einnig haft áhrif þar sem ónæmar bakteríur geta borist í menn með matvælum sem komist hafa í snertingu við vatn eða áburð sem innihélt ónæmar bakteríur,“ segir í tilkynningu Stjórnarráðsins. Aðrir sem skipa starfshópinn eru: Anna Margrét Halldórsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Jón Steinar Jónsson, Karl Gústaf Kristinsson, Lilja Þorsteinsdóttir, Vigdís Tryggvadóttir og Guðlín Steinsdóttir.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki í vafa um eftirminnilegasta daginn Í maí á þessu ári tilkynnti Þórólfur Guðnason að hann myndi brátt láta af störfum sem sóttvarnalæknir. Nú er síðasti dagur Þórólfs í embætti að kvöldi kominn og segir hann að sér líði vel með ákvörðunina og hann sé þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í Covid faraldrinum. 31. ágúst 2022 20:38 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Ekki í vafa um eftirminnilegasta daginn Í maí á þessu ári tilkynnti Þórólfur Guðnason að hann myndi brátt láta af störfum sem sóttvarnalæknir. Nú er síðasti dagur Þórólfs í embætti að kvöldi kominn og segir hann að sér líði vel með ákvörðunina og hann sé þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í Covid faraldrinum. 31. ágúst 2022 20:38