Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. nóvember 2022 23:00 Brúðarkjóllinn var þungur eftir að aldan skall á hann, að sögn leiðsögumanns sem festi atvikið á filmu. Hún segir ferðamenn ganga skugglega langt að sjónum í fjörunni þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi. skjáskot Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Eftir banaslys í fjörunni í júní var unnið að uppsetningu aðvörunarljósa í Reynisfjöru. Af myndböndum sem tekin voru í fjörunni á sunnudag yfir 20 mínútna skeið sést að viðvörunarkerfið hefur ekki tilætluð áhrif. Umrætt myndband: „Það var í lagi með konuna en brúðarkjóllinn var mjög þungur,“ segir Christina Pavlou, leiðsögumaður, sem tók myndbandið. Hún kveðst hafa þegar haft samband við SafeTravel sem setti upp viðvörunarkerfið í samstarfi við almannavarnir. „Það eru alls ekki nægilega góðar útskýringar á því hvernig viðvörunarkerfið virkar. Til dæmis segir á skiltum að þegar gul viðvörun sé í gangi skuli fólk ekki ganga að gula svæðinu, en það er ekkert útskýrt nánar hvar gula svæðið er. SafeTravel segist ætla að bæta úr þessu en það er engin útskýring til staðar sem stendur,“ segir Christina. Vegagerðin hefur útbúið spálíkan um ölduhæð í Reynisfjöru. Viðvörunarljós eru tengd við líkanið þannig að grænt, gult og rautt ljós tákna hættuna. Sjá einnig: Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Reynisfjara er ægifögur, en getur reynst hættuleg.vísir/vilhelm Börn í för og gengið í helli „Þótt flestir hagi sér eru margir sem láta eins og þeir geti gert hvað sem er. Margir kölluðu á það fólk um að koma sér til baka en það eru ekki alltaf skynsamt fólk til staðar sem kallar á fólk. Það mætti alveg skoða hvort það sé ráð að fá verði á svæðið,“ segir Christina. Christina Pavlou, leiðsögumaður Nicetravel Iceland.aðsend Henni blöskraði á sunnudag að sjá hve margir hættu sér upp að öldunum í fjörunni. „Það voru fleiri en tuttugu manns að ganga að öldunum og jafnvel að ganga upp á klettana. Sumir gengu inn í hellana sem eru oft fullir af sjó. Fólk skilur augljóslega ekki hættuna sem er til staðar. Í mörgum löndum þýða svona aðvörunarljós aðeins það að ekki megi synda. Þegar ég útskýri fyrir ferðamönnum að þetta snúist um að halda fjarlægð frá öldunum eru margir sem skilja það ekki.“ Hún sá einnig mann sem hélt á barni sínu á meðan hann gekk að öldunum. „Maður skilur alveg fullorðna sem ganga aðeins of nálægt öldunum en að sjá barn á þessum slóðum. Ég myndi ekki vilja sjá ölduna hrífa barn með sér út í sjó fyrir framan mig,“ segir Christina að lokum. Brúðkaup Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Eftir banaslys í fjörunni í júní var unnið að uppsetningu aðvörunarljósa í Reynisfjöru. Af myndböndum sem tekin voru í fjörunni á sunnudag yfir 20 mínútna skeið sést að viðvörunarkerfið hefur ekki tilætluð áhrif. Umrætt myndband: „Það var í lagi með konuna en brúðarkjóllinn var mjög þungur,“ segir Christina Pavlou, leiðsögumaður, sem tók myndbandið. Hún kveðst hafa þegar haft samband við SafeTravel sem setti upp viðvörunarkerfið í samstarfi við almannavarnir. „Það eru alls ekki nægilega góðar útskýringar á því hvernig viðvörunarkerfið virkar. Til dæmis segir á skiltum að þegar gul viðvörun sé í gangi skuli fólk ekki ganga að gula svæðinu, en það er ekkert útskýrt nánar hvar gula svæðið er. SafeTravel segist ætla að bæta úr þessu en það er engin útskýring til staðar sem stendur,“ segir Christina. Vegagerðin hefur útbúið spálíkan um ölduhæð í Reynisfjöru. Viðvörunarljós eru tengd við líkanið þannig að grænt, gult og rautt ljós tákna hættuna. Sjá einnig: Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Reynisfjara er ægifögur, en getur reynst hættuleg.vísir/vilhelm Börn í för og gengið í helli „Þótt flestir hagi sér eru margir sem láta eins og þeir geti gert hvað sem er. Margir kölluðu á það fólk um að koma sér til baka en það eru ekki alltaf skynsamt fólk til staðar sem kallar á fólk. Það mætti alveg skoða hvort það sé ráð að fá verði á svæðið,“ segir Christina. Christina Pavlou, leiðsögumaður Nicetravel Iceland.aðsend Henni blöskraði á sunnudag að sjá hve margir hættu sér upp að öldunum í fjörunni. „Það voru fleiri en tuttugu manns að ganga að öldunum og jafnvel að ganga upp á klettana. Sumir gengu inn í hellana sem eru oft fullir af sjó. Fólk skilur augljóslega ekki hættuna sem er til staðar. Í mörgum löndum þýða svona aðvörunarljós aðeins það að ekki megi synda. Þegar ég útskýri fyrir ferðamönnum að þetta snúist um að halda fjarlægð frá öldunum eru margir sem skilja það ekki.“ Hún sá einnig mann sem hélt á barni sínu á meðan hann gekk að öldunum. „Maður skilur alveg fullorðna sem ganga aðeins of nálægt öldunum en að sjá barn á þessum slóðum. Ég myndi ekki vilja sjá ölduna hrífa barn með sér út í sjó fyrir framan mig,“ segir Christina að lokum.
Brúðkaup Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira