Bilaður Herjólfur fastur í Þorlákshöfn: „Lengra ferðalag en til Balí“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. nóvember 2022 23:06 Hinn nýi Herjólfur er tiltölulega nýkominn úr slipp en situr nú fastur í Þorlákshöfn vegna bilunar. Vísir/Vilhelm Herjólfur situr fastur í Þorlákshöfn eftir að bilun varð í stefnishurð ferjunnar. Farþegar hafa beðið í rúma fjóra tíma eftir að skipið, sem er tiltölulega nýkomið úr slipp, sigli af stað. „Verið er að vinna að viðgerðum. Við komum til með að senda frá okkur tilkynningu þegar Herjólfur leggur af stað með áætluðum komutíma til Vestmannaeyja. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu Herjólfs. Samkvæmt nýjustu upplýsingum úr ferjunni er verið að gera lokatilraun til að koma skipinu af stað. Farþegum hefur verið boðið að yfirgefa ferjuna og bílstjórar beðnir um að bakka sínum bílum út til að hleypa þeim sem vilja fara. „Ég er búin að vera hérna í þrjá tíma og sé bara malbik út um gluggann,“ segir Guðrún Veiga Guðmundsdóttir sem er á meðal farþega í Herjólfi. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, samfélagsmiðlastjarna.Vísir/Daníel Af athugasemdum við færslu Herjólfs að dæma eru farþegar ekki sáttir við samskipti áhafnarinnar. „Skammist ykkar með þetta samskiptaleysi,“ segir ein í athugasemdum. Guðrún Veiga segir hins vegar að róleg stemning sé um borð. „Það eru allir orðnir sjóaðir í því hvernig samgöngumálin ganga fyrir sig hérna,“ segir Guðrún sem er á ferðalagi frá Eskifirði þaðan sem hún er ættuð. „Við erum búin að keyra í tíu tíma og svo áttum við að sigla í þrjá tíma. Nú erum við búin að bíða í þrjá tíma en eigum enn siglinguna eftir. Þetta er lengra ferðalag en til Balí,“ segir Guðrún en bætir að lokum við að hún sé þakklát fyrir að vín skuli vera selt um borð. Síðast uppfært kl. 00:12 þegar gera átti lokatilraun til að koma Herjólfi af stað. Herjólfur Ölfus Vestmannaeyjar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
„Verið er að vinna að viðgerðum. Við komum til með að senda frá okkur tilkynningu þegar Herjólfur leggur af stað með áætluðum komutíma til Vestmannaeyja. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu Herjólfs. Samkvæmt nýjustu upplýsingum úr ferjunni er verið að gera lokatilraun til að koma skipinu af stað. Farþegum hefur verið boðið að yfirgefa ferjuna og bílstjórar beðnir um að bakka sínum bílum út til að hleypa þeim sem vilja fara. „Ég er búin að vera hérna í þrjá tíma og sé bara malbik út um gluggann,“ segir Guðrún Veiga Guðmundsdóttir sem er á meðal farþega í Herjólfi. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, samfélagsmiðlastjarna.Vísir/Daníel Af athugasemdum við færslu Herjólfs að dæma eru farþegar ekki sáttir við samskipti áhafnarinnar. „Skammist ykkar með þetta samskiptaleysi,“ segir ein í athugasemdum. Guðrún Veiga segir hins vegar að róleg stemning sé um borð. „Það eru allir orðnir sjóaðir í því hvernig samgöngumálin ganga fyrir sig hérna,“ segir Guðrún sem er á ferðalagi frá Eskifirði þaðan sem hún er ættuð. „Við erum búin að keyra í tíu tíma og svo áttum við að sigla í þrjá tíma. Nú erum við búin að bíða í þrjá tíma en eigum enn siglinguna eftir. Þetta er lengra ferðalag en til Balí,“ segir Guðrún en bætir að lokum við að hún sé þakklát fyrir að vín skuli vera selt um borð. Síðast uppfært kl. 00:12 þegar gera átti lokatilraun til að koma Herjólfi af stað.
Herjólfur Ölfus Vestmannaeyjar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira