Handbolti

Viggó öflugur þegar Leipzig vann þriðja leikinn í röð

Smári Jökull Jónsson skrifar
Viggó og félagar hafa unnið þrjá leiki í röð síðan Rúnar Sigtryggsson tók við liðinu.
Viggó og félagar hafa unnið þrjá leiki í röð síðan Rúnar Sigtryggsson tók við liðinu. Vísir/Getty

Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Leipzig þegar liðið lagði Stuttgart 33-26 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Þetta er þriðji sigur liðsins í röð síðan Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun liðsins.

Fyrir leikinn í dag voru liðin bæði með átta stig eftir tólf leiki í deildinni en Leipzig hefur lyft sér aðeins ofar í töflunni eftir tvo sigra í röð.

Það var hins vegar aldrei spurning hverjir færu með sigur af hólmi í leiknum í dag. Leipzig komst í 6-1 strax í upphafi leiks og leiddi 18-11 í hálfleik.

Í síðari hálfleik héldu leikmenn Leipzig svo í forystuna. Þeir komust mest tíu mörkum yfir í stöðunni 31-21 og unnu að lokum 33-26 sigur. Þetta er þriðji sigurleikur liðsins í röð síðan Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun liðsins, sannkölluð draumabyrjun hjá Rúnari.


Tengdar fréttir

Rúnar óvænt tekinn við Leipzig

Handknattleiksþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson er hættur hjá Haukum og tekinn við þýska liðinu Leipzig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×