Síðast mældust þrír skjálftar yfir þremur í jöklinum í október en skjálftar sem þessir eru ekki óalgengir í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Fáeinir minniháttar skjálftar eru sagðir hafa fylgt í kjölfarið en engar tilkynningar hafi borist um það að fólki hafi orðið vart við skjálftann.
