Segir Saka tilbúinn í að taka vítaspyrnu á nýjan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 12:31 Ítalir sjást hér fagna Evrópumeistaratitlinum á síðasta ári eftir að Saka mistókst að skora úr síðustu spyrnu Englendinga í vítaspyrnukeppninni. Vísir/Getty Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, segir að Bukayo Saka sé tilbúinn að stíga fram og taka vítaspyrnu á heimsmeistaramótinu í Katar. Saka klikkaði á síðustu spyrnu Englands í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á Evrópumótinu á síðasta ári. Englendingar komust alla leið í úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu á síðasta ári en töpuðu í vítaspyrnukeppni fyrir Ítölum í úrslitaleik. Englendingar hafa ekki átt sérstöku gengi að fagna í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, klikkaði á síðustu spyrnu Englands en hann, Jadon Sancho og Marcus Rashford, sem einnig klikkaðu á punktinum í leiknum, máttu þola mikið hatur á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Aaron Ramsdale er í landsliðshópi Englendinga í Katar og á blaðamannafundi í dag sagði hann að Saka, sem er liðsfélagi Ramsdale hjá Arsenal, sé tilbúinn að taka spyrnu ef til hans verði leitað. „Ég held að hann viti að þetta var bara eitthvað sem kom fyrir hann. Hann mun ekki skorast undan því hann er ekki þannig gerður einstaklingur. Hann þekkir tilfinninguna núna og vonandi skorar hann næst þegar hann stígur fram,“ sagði Ramsdale á blaðamannafundi í Katar í morgun. Saka er búinn að skora úr öllum vítaspyrnum sínum fyrir Arsenal síðan hann klikkaði á Wembley, meðal annars í stórleikjum gegn Chelsea, Manchester United og Liverpool. Saka hefur verið frábær hjá Arsenal á tímabilinu en liðið hefur komið mörgum á óvart og er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann er yndislegur strákur, hann gefur sér tíma með öllum og leggur einstaklega hart að sér í hverri viku. Hann missir nánast aldrei af æfingu og hefur notað gagnrýnina og ástina sem hann fékk frá fólki til að bæta sig.“ „Ekki gleyma að hann var með mikla pressu á sér innan félagsins á síðasta ári, hann og Emile Smith Rowe voru okkar aðal leikmenn og hann afgreiddi það og allt annað. Hann er að dafna vel og ég eekki beðið eftir að fylgjast með honum hér,“ sagði Ramsdale og bætti við að enginn vafi léki á því að Saka væri sterkari karakter eftir vítaspyrnuklúðrið, bæði innan og utan vallar. HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjá meira
Englendingar komust alla leið í úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu á síðasta ári en töpuðu í vítaspyrnukeppni fyrir Ítölum í úrslitaleik. Englendingar hafa ekki átt sérstöku gengi að fagna í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, klikkaði á síðustu spyrnu Englands en hann, Jadon Sancho og Marcus Rashford, sem einnig klikkaðu á punktinum í leiknum, máttu þola mikið hatur á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Aaron Ramsdale er í landsliðshópi Englendinga í Katar og á blaðamannafundi í dag sagði hann að Saka, sem er liðsfélagi Ramsdale hjá Arsenal, sé tilbúinn að taka spyrnu ef til hans verði leitað. „Ég held að hann viti að þetta var bara eitthvað sem kom fyrir hann. Hann mun ekki skorast undan því hann er ekki þannig gerður einstaklingur. Hann þekkir tilfinninguna núna og vonandi skorar hann næst þegar hann stígur fram,“ sagði Ramsdale á blaðamannafundi í Katar í morgun. Saka er búinn að skora úr öllum vítaspyrnum sínum fyrir Arsenal síðan hann klikkaði á Wembley, meðal annars í stórleikjum gegn Chelsea, Manchester United og Liverpool. Saka hefur verið frábær hjá Arsenal á tímabilinu en liðið hefur komið mörgum á óvart og er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann er yndislegur strákur, hann gefur sér tíma með öllum og leggur einstaklega hart að sér í hverri viku. Hann missir nánast aldrei af æfingu og hefur notað gagnrýnina og ástina sem hann fékk frá fólki til að bæta sig.“ „Ekki gleyma að hann var með mikla pressu á sér innan félagsins á síðasta ári, hann og Emile Smith Rowe voru okkar aðal leikmenn og hann afgreiddi það og allt annað. Hann er að dafna vel og ég eekki beðið eftir að fylgjast með honum hér,“ sagði Ramsdale og bætti við að enginn vafi léki á því að Saka væri sterkari karakter eftir vítaspyrnuklúðrið, bæði innan og utan vallar.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjá meira