Elanga kemur Ronaldo til varnar Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 11:00 Elanga tók upp hanskann fyrir Ronaldo í viðtali eftir landsleik Svía. Vísir/Getty Anthony Elanga tók upp hanskann fyrir Cristiano Ronaldo í viðtali eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Gagnrýni Ronaldo gagnvart ungum leikmönnum í viðtali hans hjá Piers Morgan hefur vakið töluverða athygli. Cristiano Ronaldo hefur verið í aðalhlutverki í fréttum í vikunni vegna fjölmargra athyglisverðra ummæla hans í viðtali hjá Piers Morgan. Meðal þess sem þar kom fram var gagnrýni Ronaldo á unga leikmenn sem hann sagði skorta hungur til að ná árangri. „Allt er auðveldara og þeim er sama um hluti. Ég er ekki bara að tala um í Manchester, heldur í öllum liðum og öllum deildum heims. Ungir leikmenn eru ekki eins og mín kynslóð.“ „Þeir munu ekki eiga langa knattspyrnuferla, það er ómögulegt. Hjá minni kynslóð sérðu leikmenn spila til 36, 37 eða 38 ára aldurs á hæsta getustigi. Þú munt geta talið það á fingrum annarrar handar hversu margir leikmenn af núverandi kynslóð munu ná svo langt.“ Anthony Elanga, leikmaður United, var spurður út í viðtal Ronaldo og Morgan eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Hann tók að vissu leyti upp hanskann fyrir liðsfélaga sinn. „Cristiano er að tala um unga leikmenn almennt séð. Við erum ný kynslóð. Ég er alltaf 100% einbeittur í því sem ég geri en ég skil það sem hann er að segja. Það er mikið um síma og mikil tækni. Það er auðvelt fyrir unga leikmenn að verða fyrir truflun og missa einbeitinguna.“ Elanga segir að álit sitt á Ronaldo hafi ekki breyst eftir viðtalið en fréttir hafa borist af því að leikmenn United vilji að félagið verði búið að losa sig við hann þegar leikmenn koma saman á ný eftir heimsmeistaramótið í Katar. „Þegar ég er með honum hefur hann ekki breyst. Hann er ennþá Cristiano Ronaldo fyrir mér, hann hefur hjálpað mér mjög mikið,“ bætti Elanga við en í grein Aftonbladet kemur fram að þeir hafi átt í góðu sambandi og að Ronaldo hafi aðstoðað unga Svíann á styrktaræfingum. „Stundum eru það bara ég og hann í líkamsræktinni.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur verið í aðalhlutverki í fréttum í vikunni vegna fjölmargra athyglisverðra ummæla hans í viðtali hjá Piers Morgan. Meðal þess sem þar kom fram var gagnrýni Ronaldo á unga leikmenn sem hann sagði skorta hungur til að ná árangri. „Allt er auðveldara og þeim er sama um hluti. Ég er ekki bara að tala um í Manchester, heldur í öllum liðum og öllum deildum heims. Ungir leikmenn eru ekki eins og mín kynslóð.“ „Þeir munu ekki eiga langa knattspyrnuferla, það er ómögulegt. Hjá minni kynslóð sérðu leikmenn spila til 36, 37 eða 38 ára aldurs á hæsta getustigi. Þú munt geta talið það á fingrum annarrar handar hversu margir leikmenn af núverandi kynslóð munu ná svo langt.“ Anthony Elanga, leikmaður United, var spurður út í viðtal Ronaldo og Morgan eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Hann tók að vissu leyti upp hanskann fyrir liðsfélaga sinn. „Cristiano er að tala um unga leikmenn almennt séð. Við erum ný kynslóð. Ég er alltaf 100% einbeittur í því sem ég geri en ég skil það sem hann er að segja. Það er mikið um síma og mikil tækni. Það er auðvelt fyrir unga leikmenn að verða fyrir truflun og missa einbeitinguna.“ Elanga segir að álit sitt á Ronaldo hafi ekki breyst eftir viðtalið en fréttir hafa borist af því að leikmenn United vilji að félagið verði búið að losa sig við hann þegar leikmenn koma saman á ný eftir heimsmeistaramótið í Katar. „Þegar ég er með honum hefur hann ekki breyst. Hann er ennþá Cristiano Ronaldo fyrir mér, hann hefur hjálpað mér mjög mikið,“ bætti Elanga við en í grein Aftonbladet kemur fram að þeir hafi átt í góðu sambandi og að Ronaldo hafi aðstoðað unga Svíann á styrktaræfingum. „Stundum eru það bara ég og hann í líkamsræktinni.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira