„Væri miklu auðveldara fyrir þessa aðila sem eru úti að hundsa opnunarhátíðina og leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. nóvember 2022 23:30 Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Stöð 2 „Ég las frétt í morgun að knattspyrnuforystan, íslenska, væri að fara til Katar í boði FIFA til að taka þátt í ráðstefnu og myndi vera á opnunarhátíðinni og leiknum á sunnudaginn. Það væri miklu auðveldara fyrir þessa aðila sem eru úti að hundsa opnunarhátíðina og leikinn.“ Forysta Knattspyrnusambands Íslands er stödd í Katar þar sem hún situr ráðstefnu og verður svo á staðnum þegar opnunarhátið HM í Katar fer fram á sunnudag. Að hátíðinni lokinni fer fyrsti leikur mótsins fram en þar mætast gestgjafar Katar og Ekvador. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, ræddi málin við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann er ekki jafn spenntur fyrir mótinu í ár og áður. „Ég ætla ekki að sýna þessu móti jafn mikinn áhuga og ég hef gert hingað til. En ég er með fullt hús af fótboltakrökkum svo leikirnir verða eflaust á heima hjá mér en ég ætla að vera gagnrýninn í staðinn á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum.“ „Þetta er mjög vafasamt, að mótið sé í Katar. Þetta er það sem kallast íþróttaþvottur: Að kaupa sér betri ímynd alþjóðasamfélagsins, fá viðskipti og ferðamenn, hylma yfir mannréttindabrot og þar fram eftir götunum.“ „Það er mjög alvarlegt, þetta er að gerast í meira og meiri mæli í íþróttaheiminum. Sjáum að Rússland hélt keppnina 2018, það var smá umræða 2008 þegar Kína hélt Ólympíuleikana. Ég skrifaði þá pistil „Pólitískir Ólympíuleikar“ og hvatti ráðamenn til að mæta ekki á opnunarhátíðina.“ „Það var lítil umræða þá en nú er mikil umræða sem sýnir að við erum komin lengra í samfélagslegri gagnrýni á knattspyrnusamböndin og fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð. Mér finnst það fyrst og fremst merkilegt í þessu. Við erum komin lengra í að almenningur er farinn að krefjast að við sýnum samfélagslega ábyrgð í samfélaginu.“ „Þetta virðist allt hafa verið á fölskum forsendum. Það átti að bæta mannréttindi fólks rosalega, það hefur gerst í mjög litlum mæli. Það er búið að bakka með það [að selja bjór] tveimur dögum fyrir mót. Það er verið að nota íþróttir klárlega í pólitískum tilgangi og þess vegna eru mörg mjög ósátt og ætla að hundsa keppnina, vilja ekki að það sé sýnt frá henni og svo framvegis.“ „Ég held að þegar boltinn byrjar að rúlla þá tekur hann yfir, þá förum við að ræða mörk og dómgæslu. Það er alltaf þannig. Þess vegna er mikilvægt að viðalda þessari gagnrýni og umræðu, ekki bara fyrir mótið heldur á meðan því stendur því það er ansi hætt við því að það gleymist þegar boltinn byrjar að rúlla.“ „Katar er mjög lítið land með enga knattspyrnusögu eða hefð og enga innviði til að halda svona mót. Það er talið að þeir hafi keypt keppnina á sínum tíma og þetta mútumál, þessi mútu hneyksli sem hafa verið í FIFA á undanförnum árum eru út af þessu öllu saman. Það er verið að kaupa sér ímynd, þetta eru þjóðir í meiri mæli farnar að gera.“ „Ég las frétt í morgun að knattspyrnuforystan, íslenska, væri að fara til Katar í boði FIFA til að taka þátt í ráðstefnu og myndi vera á opnunarhátíðinni og leiknum á sunnudaginn. Það væri miklu auðveldara fyrir þessa aðila sem eru úti að hundsa opnunarhátíðina og leikinn því um leið og þetta fólk mætir prúðbúið og brosandi á opnunarhátíðina, sem er táknrænn atburður sem á að sýna Katar í mjög jákvæðu ljósi, þá er tilgangi Katara náð.“ Þegar forysta KSÍ mætir á opnunarhátíð HM þá er tilgangi Katara náð - að öðlast lögmæti og bætta ímynd í augum alþjóðasamfélagsins. KSÍ á að senda táknræn skilaboð með því að hunsa viðburðinn. Auð sæti eru sterk og afgerandi skilaboð. Just do it! https://t.co/uQ4uwaQ3Ky— Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) November 18, 2022 „Um leið og þeir fá alla knattspyrnuforystu heimsins og þjóðhöfðingja til að mæta á hátíðina, þá er tilganginum náð. Að öðlast réttmæti eða lögmæti alþjóðasamfélagsins og það væri miklu sterkara skilaboð fyrir íslensku knattspyrnuhreyfinguna að mæta ekki og við værum bara með auð sæti á vellinum.“ „Ég held að knattspyrnuforysta Íslands og allt fólkið sem þar er sé mjög góðhjartað og velviljað. Ég held hins vegar að það átti sig ekki á að um leið og það mætir þá er það að taka þátt í þessu og samþykkja að einhverju leyti.“ Viðtal Viðars í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Fótbolti HM 2022 í Katar Reykjavík síðdegis Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
Forysta Knattspyrnusambands Íslands er stödd í Katar þar sem hún situr ráðstefnu og verður svo á staðnum þegar opnunarhátið HM í Katar fer fram á sunnudag. Að hátíðinni lokinni fer fyrsti leikur mótsins fram en þar mætast gestgjafar Katar og Ekvador. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, ræddi málin við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann er ekki jafn spenntur fyrir mótinu í ár og áður. „Ég ætla ekki að sýna þessu móti jafn mikinn áhuga og ég hef gert hingað til. En ég er með fullt hús af fótboltakrökkum svo leikirnir verða eflaust á heima hjá mér en ég ætla að vera gagnrýninn í staðinn á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum.“ „Þetta er mjög vafasamt, að mótið sé í Katar. Þetta er það sem kallast íþróttaþvottur: Að kaupa sér betri ímynd alþjóðasamfélagsins, fá viðskipti og ferðamenn, hylma yfir mannréttindabrot og þar fram eftir götunum.“ „Það er mjög alvarlegt, þetta er að gerast í meira og meiri mæli í íþróttaheiminum. Sjáum að Rússland hélt keppnina 2018, það var smá umræða 2008 þegar Kína hélt Ólympíuleikana. Ég skrifaði þá pistil „Pólitískir Ólympíuleikar“ og hvatti ráðamenn til að mæta ekki á opnunarhátíðina.“ „Það var lítil umræða þá en nú er mikil umræða sem sýnir að við erum komin lengra í samfélagslegri gagnrýni á knattspyrnusamböndin og fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð. Mér finnst það fyrst og fremst merkilegt í þessu. Við erum komin lengra í að almenningur er farinn að krefjast að við sýnum samfélagslega ábyrgð í samfélaginu.“ „Þetta virðist allt hafa verið á fölskum forsendum. Það átti að bæta mannréttindi fólks rosalega, það hefur gerst í mjög litlum mæli. Það er búið að bakka með það [að selja bjór] tveimur dögum fyrir mót. Það er verið að nota íþróttir klárlega í pólitískum tilgangi og þess vegna eru mörg mjög ósátt og ætla að hundsa keppnina, vilja ekki að það sé sýnt frá henni og svo framvegis.“ „Ég held að þegar boltinn byrjar að rúlla þá tekur hann yfir, þá förum við að ræða mörk og dómgæslu. Það er alltaf þannig. Þess vegna er mikilvægt að viðalda þessari gagnrýni og umræðu, ekki bara fyrir mótið heldur á meðan því stendur því það er ansi hætt við því að það gleymist þegar boltinn byrjar að rúlla.“ „Katar er mjög lítið land með enga knattspyrnusögu eða hefð og enga innviði til að halda svona mót. Það er talið að þeir hafi keypt keppnina á sínum tíma og þetta mútumál, þessi mútu hneyksli sem hafa verið í FIFA á undanförnum árum eru út af þessu öllu saman. Það er verið að kaupa sér ímynd, þetta eru þjóðir í meiri mæli farnar að gera.“ „Ég las frétt í morgun að knattspyrnuforystan, íslenska, væri að fara til Katar í boði FIFA til að taka þátt í ráðstefnu og myndi vera á opnunarhátíðinni og leiknum á sunnudaginn. Það væri miklu auðveldara fyrir þessa aðila sem eru úti að hundsa opnunarhátíðina og leikinn því um leið og þetta fólk mætir prúðbúið og brosandi á opnunarhátíðina, sem er táknrænn atburður sem á að sýna Katar í mjög jákvæðu ljósi, þá er tilgangi Katara náð.“ Þegar forysta KSÍ mætir á opnunarhátíð HM þá er tilgangi Katara náð - að öðlast lögmæti og bætta ímynd í augum alþjóðasamfélagsins. KSÍ á að senda táknræn skilaboð með því að hunsa viðburðinn. Auð sæti eru sterk og afgerandi skilaboð. Just do it! https://t.co/uQ4uwaQ3Ky— Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) November 18, 2022 „Um leið og þeir fá alla knattspyrnuforystu heimsins og þjóðhöfðingja til að mæta á hátíðina, þá er tilganginum náð. Að öðlast réttmæti eða lögmæti alþjóðasamfélagsins og það væri miklu sterkara skilaboð fyrir íslensku knattspyrnuhreyfinguna að mæta ekki og við værum bara með auð sæti á vellinum.“ „Ég held að knattspyrnuforysta Íslands og allt fólkið sem þar er sé mjög góðhjartað og velviljað. Ég held hins vegar að það átti sig ekki á að um leið og það mætir þá er það að taka þátt í þessu og samþykkja að einhverju leyti.“ Viðtal Viðars í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Fótbolti HM 2022 í Katar Reykjavík síðdegis Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira