Uppbygging hafin á fjölbreyttri byggð á Heklureit Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2022 19:20 Hér sést vel í fyrstu tvö húsin af fimm á Heklureitnum. Hornið á Laugarvegi og Nóatúni til vinstri á myndinni og Brautarholtið til hægri. TEIKNISTOFA ARKITEKTA og THG ARKÍTEKTAR Tæplega tvö hundruð íbúðir verða í fyrstu tveimur húsunum af fimm sem fyrirhugað er að reisa á Heklureitnum og verða tilbúnar eftir um þrjú ár. Skipulagið tengist einnig borgarlínu og uppbyggingu Hlemmtorgs í næsta nágrenni. Húsin verða lágreistari við Brautarholtið.TEIKNISTOFA ARKITEKTA og THG ARKÍTEKTAR Heklureiturinn sem afmarkast af Nóatúni, Laugarvegi og Brautarholti er mjög stórt byggingarsvæði. Bílaumboðið Hekla hefur verið þar með starfsemi í marga áratugi í nokkrum stórum húsum eða húsalengjum. Á allra næstu árum fer þessi 12.800 fermetra lóð undir íbúðabygð. Örn Kjartansson framkvæmdastjóri Heklureitsins segir að fimm sjö til tveggja hæða fjölbýlishús með inngarði í miðjunni eigi að rísa á lóðinni. Þessi hús á horni Laugarvegar og Nóatúns verða væntanlega fullbúinn innan þriggja ára.TEIKNISTOFA ARKITEKTA og THG ARKÍTEKTAR Það er byrjað að rífa niður húsin á Heklureitnum og innan örfárra mánaða verða byggingarnar meira og minna horfnar. Gjörbreyting verður á reitnum en þar munu rísa 440 fjölbreyttar íbúðir og þjónustustarfsemi verður á jarðhæðum við Laugarveginn. Örn Kjartansson telur að flestir muni fagna breytingunum á gamla iðnaðarsvæðinu á Heklureitnum. Elstu húsin hafi verið byggð þar árið 1940.Stöð 2/Ívar „Við verðum örugglega að rífa hérna út árið. Þá getum við vonandi byrjað á jarðvinnu fljótlega í janúar. Við erum að byrja á fyrstu tveimur húsunum á Heklureitnum. Hérna á horninu verður hús með 82 íbúðir og næsta við hliðina er 102 íbúðir. Þannig að þetta eru rúmlega 180 íbúðir sem koma í þessum fyrsta áfanga má segja,“ segir Örn. Samkvæmt deiliskipulagi megi hins vegar byggja 440 íbúðir á reitnum sem gert verði í áföngum. Hekla verði einhver nokkur ár í viðbót í húsi austast á lóðinni. Þjónustu og verslunarstarfsemi verður á jarðhæðum húsanna við Laugarveg.TEIKNISTOFA ARKITEKTA og THG ARKÍTEKTAR „Fyrsta húsið ætti að vera risið 2025 eða hugsanlega fyrstu íbúar að flytja inn á Heklureitinn og svo koll af kolli.” Og þetta eru alls konar íbúðir samkvæmt uppskrift borgarinnar með blöndun byggðar? „Já, það má segja. Það er bæði auðvitað gert ráð fyrir hluta fyrir leiguíbúðir. Svo eru þetta margar stærðir af íbúðum. Allt frá 48 fermetra stúdeo íbúðum upp í kannski 130 til 140 fermetra íbúðir á tveimur hæðum,“ segir Örn. Þá verður þjónusta og verslun á jarðhæðum húsanna við Laugarveg. Eins verði Brautarholtið tekið í gegn og göngás lagður milli húsanna. „Þetta er held ég einn af þessum þéttingarreitum sem allir geta verið sammála um að eigi skilið að ganga í endurnýjun lífdaga,“ segir framkvæmdastjórinn þar sem við virðum fyrir okkur niðurrifið. Fyrstu tvö húsin séð frá Laugarvegi þar sem gert er ráð fyrir borgarlínu milli akreina.TEIKNISTOFA ARKITEKTA og THG ARKÍTEKTAR Undir húsunum verður tvöfaldur bílakjallari með um 350 stæðum. Kjallarinn rúmar ekki bíla fyrir alla íbúa en borgarlínan mun einnig liggja steinsnar frá húsunum við Laugarveg. „Já, heldur betur. Það er gert ráð fyrir að borgarlínan taki hluta af lóðinni til að koma borgarlínu akbrautinni þarna á milli fyrir neðan. Ég held bara að öll holtin séu að breytast. Við sjáum til dæmis nýbyggingu hérna við hliðina, númer tuttugu," segir Örn Kjartansson og bendir á íbúðarhús sem áður hýsti skemmtistaðinn Þórskaffi. Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Samningaviðræður um Heklureitinn strand Samkomulag á milli Heklu og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á Heklureitnum og þéttingu byggðar við Laugaveg er enn ekki í augsýn þrátt fyrir vilja beggja til að byggja upp á reitnum og færa höfuðstöðvar Heklu upp í Breiðholt. 16. ágúst 2018 05:52 Boðar mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar Reykjavík tekur miklum breytingum í aðalskipulagi til ársins 2040, sem undirritað var í Höfða í dag. Á grundvelli þessa skipulags verður auðveldlega hægt að byggja 1200 íbúðir á ári, að sögn borgarstjóra. 13. janúar 2022 19:00 Yrki arkitektar hanna byggð við Laugaveg 168-176 Yrki arkitektar áttu vinningstillöguna í hugmyndasamkeppni um byggð við Laugaveg 168 (Heklureit) til 176 (Gamla Sjónvarpshúsnæðis). 6. júlí 2017 19:40 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólks í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Húsin verða lágreistari við Brautarholtið.TEIKNISTOFA ARKITEKTA og THG ARKÍTEKTAR Heklureiturinn sem afmarkast af Nóatúni, Laugarvegi og Brautarholti er mjög stórt byggingarsvæði. Bílaumboðið Hekla hefur verið þar með starfsemi í marga áratugi í nokkrum stórum húsum eða húsalengjum. Á allra næstu árum fer þessi 12.800 fermetra lóð undir íbúðabygð. Örn Kjartansson framkvæmdastjóri Heklureitsins segir að fimm sjö til tveggja hæða fjölbýlishús með inngarði í miðjunni eigi að rísa á lóðinni. Þessi hús á horni Laugarvegar og Nóatúns verða væntanlega fullbúinn innan þriggja ára.TEIKNISTOFA ARKITEKTA og THG ARKÍTEKTAR Það er byrjað að rífa niður húsin á Heklureitnum og innan örfárra mánaða verða byggingarnar meira og minna horfnar. Gjörbreyting verður á reitnum en þar munu rísa 440 fjölbreyttar íbúðir og þjónustustarfsemi verður á jarðhæðum við Laugarveginn. Örn Kjartansson telur að flestir muni fagna breytingunum á gamla iðnaðarsvæðinu á Heklureitnum. Elstu húsin hafi verið byggð þar árið 1940.Stöð 2/Ívar „Við verðum örugglega að rífa hérna út árið. Þá getum við vonandi byrjað á jarðvinnu fljótlega í janúar. Við erum að byrja á fyrstu tveimur húsunum á Heklureitnum. Hérna á horninu verður hús með 82 íbúðir og næsta við hliðina er 102 íbúðir. Þannig að þetta eru rúmlega 180 íbúðir sem koma í þessum fyrsta áfanga má segja,“ segir Örn. Samkvæmt deiliskipulagi megi hins vegar byggja 440 íbúðir á reitnum sem gert verði í áföngum. Hekla verði einhver nokkur ár í viðbót í húsi austast á lóðinni. Þjónustu og verslunarstarfsemi verður á jarðhæðum húsanna við Laugarveg.TEIKNISTOFA ARKITEKTA og THG ARKÍTEKTAR „Fyrsta húsið ætti að vera risið 2025 eða hugsanlega fyrstu íbúar að flytja inn á Heklureitinn og svo koll af kolli.” Og þetta eru alls konar íbúðir samkvæmt uppskrift borgarinnar með blöndun byggðar? „Já, það má segja. Það er bæði auðvitað gert ráð fyrir hluta fyrir leiguíbúðir. Svo eru þetta margar stærðir af íbúðum. Allt frá 48 fermetra stúdeo íbúðum upp í kannski 130 til 140 fermetra íbúðir á tveimur hæðum,“ segir Örn. Þá verður þjónusta og verslun á jarðhæðum húsanna við Laugarveg. Eins verði Brautarholtið tekið í gegn og göngás lagður milli húsanna. „Þetta er held ég einn af þessum þéttingarreitum sem allir geta verið sammála um að eigi skilið að ganga í endurnýjun lífdaga,“ segir framkvæmdastjórinn þar sem við virðum fyrir okkur niðurrifið. Fyrstu tvö húsin séð frá Laugarvegi þar sem gert er ráð fyrir borgarlínu milli akreina.TEIKNISTOFA ARKITEKTA og THG ARKÍTEKTAR Undir húsunum verður tvöfaldur bílakjallari með um 350 stæðum. Kjallarinn rúmar ekki bíla fyrir alla íbúa en borgarlínan mun einnig liggja steinsnar frá húsunum við Laugarveg. „Já, heldur betur. Það er gert ráð fyrir að borgarlínan taki hluta af lóðinni til að koma borgarlínu akbrautinni þarna á milli fyrir neðan. Ég held bara að öll holtin séu að breytast. Við sjáum til dæmis nýbyggingu hérna við hliðina, númer tuttugu," segir Örn Kjartansson og bendir á íbúðarhús sem áður hýsti skemmtistaðinn Þórskaffi.
Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Samningaviðræður um Heklureitinn strand Samkomulag á milli Heklu og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á Heklureitnum og þéttingu byggðar við Laugaveg er enn ekki í augsýn þrátt fyrir vilja beggja til að byggja upp á reitnum og færa höfuðstöðvar Heklu upp í Breiðholt. 16. ágúst 2018 05:52 Boðar mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar Reykjavík tekur miklum breytingum í aðalskipulagi til ársins 2040, sem undirritað var í Höfða í dag. Á grundvelli þessa skipulags verður auðveldlega hægt að byggja 1200 íbúðir á ári, að sögn borgarstjóra. 13. janúar 2022 19:00 Yrki arkitektar hanna byggð við Laugaveg 168-176 Yrki arkitektar áttu vinningstillöguna í hugmyndasamkeppni um byggð við Laugaveg 168 (Heklureit) til 176 (Gamla Sjónvarpshúsnæðis). 6. júlí 2017 19:40 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólks í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Samningaviðræður um Heklureitinn strand Samkomulag á milli Heklu og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á Heklureitnum og þéttingu byggðar við Laugaveg er enn ekki í augsýn þrátt fyrir vilja beggja til að byggja upp á reitnum og færa höfuðstöðvar Heklu upp í Breiðholt. 16. ágúst 2018 05:52
Boðar mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar Reykjavík tekur miklum breytingum í aðalskipulagi til ársins 2040, sem undirritað var í Höfða í dag. Á grundvelli þessa skipulags verður auðveldlega hægt að byggja 1200 íbúðir á ári, að sögn borgarstjóra. 13. janúar 2022 19:00
Yrki arkitektar hanna byggð við Laugaveg 168-176 Yrki arkitektar áttu vinningstillöguna í hugmyndasamkeppni um byggð við Laugaveg 168 (Heklureit) til 176 (Gamla Sjónvarpshúsnæðis). 6. júlí 2017 19:40