Vildi komast heim til Íslands eins fljótt og hægt var Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2022 09:30 Guðmundur Ágúst Kristjánsson var að pútta mjög vel á lokaúrtökumótinu á Spáni. Getty/Angel Martinez Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er kominn heim til Íslands eftir ævintýraför til Spánar þar sem hann varð fyrsti Íslendingurinn í fimmtán ár til að komast inná Evrópumótaröðina í golfi. Guðmundur fylgdi þar í fótspor Birgis Leifs Hafþórssonar sem komst fyrstur Íslendinga í gegnum lokaúrtökumótið á Evrópumótaröðinni, fyrst árið 2006 og svo aftur ári síðar. Lokaúrtökumótinu lauk á miðvikudaginn en kylfingarnir þurftu þar að klára sex keppnisdaga. Guðmundur Ágúst lék hringina sex á samtals á átján höggum undir pari og endaði í 19.-23 sæti. Rétt eftir komuna til landsins í gær þá mætti Guðmundur í viðtal hjá Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hún fékk hann til að lýsa síðasta sólarhring hjá sér. „Maður er ekki alveg búinn að átta sig á þessu ennþá en það var bara markmiðið að koma sér eins fljótt heim og hægt var,“ sagði Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Flestir hefðu þegið það að liggja aðeins og slappa af í sólinni á Spáni en Guðmundur vildi komast heim til Íslands sem fyrst. „Ég var að gera lítið að mistökum og var góður að pútta. Í öðru stiginu í vikunni á undan þá var ég að slá mjög vel en ekkert að pútta neitt spes. Það var léttari völlur og ekki eins sterkt mót og þá komst maður í gegn þar,“ sagði Guðmundur Ágúst. „Svo var þetta mistakalaust og nokkrir góðir hlutir gerðust inn á milli. Annar hringurinn var geggjaður og að koma sér upp í annað sætið þar. Þá þurfti maður ekki að vera að sækja að óþörfu,“ sagði Guðmundur. Var hann farinn að trúa þá? „Maður trúir alltaf á sjálfan sig en þetta er svo langt að maður má alls ekki fara fram úr sjálfum sér. Ég var eiginlega bara byrjaður að trúa þegar það voru þrjár holur eftir,“ sagði Guðmundur. Birgir Leifur Hafþórsson hafði sent Guðmundi kveðju og hann er að fylgja í hans fótspor með þessum árangri sínum. „Ég hef mjög mikið litið upp til hans í gegnum tíðina og hann er líka toppkarakter sem var alltaf mjög góður við okkur litlu guttana. Ég man að ég var stressaður þegar ég sá hann fyrst. Hann var ekki alveg á sama stað og Tiger en ekki langt frá heldur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Ágúst mun hefja tímabilið á DP World Tour þann 24. nóvember þar sem Joburg Open mótið fer fram í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Mótið stendur yfir dagana 24.-27. nóvember. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Golf Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Guðmundur fylgdi þar í fótspor Birgis Leifs Hafþórssonar sem komst fyrstur Íslendinga í gegnum lokaúrtökumótið á Evrópumótaröðinni, fyrst árið 2006 og svo aftur ári síðar. Lokaúrtökumótinu lauk á miðvikudaginn en kylfingarnir þurftu þar að klára sex keppnisdaga. Guðmundur Ágúst lék hringina sex á samtals á átján höggum undir pari og endaði í 19.-23 sæti. Rétt eftir komuna til landsins í gær þá mætti Guðmundur í viðtal hjá Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hún fékk hann til að lýsa síðasta sólarhring hjá sér. „Maður er ekki alveg búinn að átta sig á þessu ennþá en það var bara markmiðið að koma sér eins fljótt heim og hægt var,“ sagði Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Flestir hefðu þegið það að liggja aðeins og slappa af í sólinni á Spáni en Guðmundur vildi komast heim til Íslands sem fyrst. „Ég var að gera lítið að mistökum og var góður að pútta. Í öðru stiginu í vikunni á undan þá var ég að slá mjög vel en ekkert að pútta neitt spes. Það var léttari völlur og ekki eins sterkt mót og þá komst maður í gegn þar,“ sagði Guðmundur Ágúst. „Svo var þetta mistakalaust og nokkrir góðir hlutir gerðust inn á milli. Annar hringurinn var geggjaður og að koma sér upp í annað sætið þar. Þá þurfti maður ekki að vera að sækja að óþörfu,“ sagði Guðmundur. Var hann farinn að trúa þá? „Maður trúir alltaf á sjálfan sig en þetta er svo langt að maður má alls ekki fara fram úr sjálfum sér. Ég var eiginlega bara byrjaður að trúa þegar það voru þrjár holur eftir,“ sagði Guðmundur. Birgir Leifur Hafþórsson hafði sent Guðmundi kveðju og hann er að fylgja í hans fótspor með þessum árangri sínum. „Ég hef mjög mikið litið upp til hans í gegnum tíðina og hann er líka toppkarakter sem var alltaf mjög góður við okkur litlu guttana. Ég man að ég var stressaður þegar ég sá hann fyrst. Hann var ekki alveg á sama stað og Tiger en ekki langt frá heldur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Ágúst mun hefja tímabilið á DP World Tour þann 24. nóvember þar sem Joburg Open mótið fer fram í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Mótið stendur yfir dagana 24.-27. nóvember. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira