Samflot iðn- og tæknifólks vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 20:32 Skrifstofur Ríkissáttasemjara Vísir/Egill Samninganefndir allra stéttarfélaga iðn- og tæknifólks hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara en kjarasamningar hafa verið lausir síðan 1. nóvember sl. Stéttarfélög iðn- og tæknifólks hafa síðustu vikur reynt að ná nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins en í dag kom endanlega í ljós að of langt er á milli viðsemjenda. Að samfloti iðn- og tæknifólks standa MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna aðildarfélaga, Samiðn vegna aðildarfélaga og VM félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna. Í tilkynningu segir að Samninganefnd iðn- og tæknifólks hafi lagt áherslu á að viðhalda kaupmætti sinna félagsmanna auk þess að leggja áherslu á fjölskyldu- og manneskjulegt starfsumhverfi t.d með því að taka annað skref í styttingu vinnuvikunnar þannig að vinnutímastytting henti öllu félagsfólki. Félögin hafi lagt fram töluleg gögn sem sýna fram á mun lakari launaþróun iðnaðarmanna samanborið við aðra hópa á vinnumarkaði og mikilvægi þess að taxtar iðnaðarmanna hækki í takt við þann mismun. „Samninganefnd iðn- og tæknifólks hefur nálgast verkefnið með ábyrgum hætti og lagt sig fram við að hugsa í lausnum og hlusta á viðsemjendur. Við munum þó aldrei samþykkja þá skoðun sem virðist vera ríkjandi við samningaborðið að eingöngu launafólk eigi að viðhalda stöðuleika og halda niðri verðbólgu í íslensku samfélagi.“ Stjórnvöld og sveitarfélög hafa boðað gjaldskrár- og skattahækkanir um næstu áramót, að undanförnu hafa dunið á launafólki hækkanir vegna vaxtahækkana Seðlabankans og á almennri neysluvöru. Stéttarfélög iðnaðarmanna fara því fram með sanngjarna kröfu um að verja og auka kaupmátt til framtíðar. „Það er réttlát krafa að iðn- og tæknifólk fái sanngjarna hlutdeild af þeirri verðmætasköpun sem þau leggja til íslensku hagkerfi.“ Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Stéttarfélög iðn- og tæknifólks hafa síðustu vikur reynt að ná nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins en í dag kom endanlega í ljós að of langt er á milli viðsemjenda. Að samfloti iðn- og tæknifólks standa MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna aðildarfélaga, Samiðn vegna aðildarfélaga og VM félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna. Í tilkynningu segir að Samninganefnd iðn- og tæknifólks hafi lagt áherslu á að viðhalda kaupmætti sinna félagsmanna auk þess að leggja áherslu á fjölskyldu- og manneskjulegt starfsumhverfi t.d með því að taka annað skref í styttingu vinnuvikunnar þannig að vinnutímastytting henti öllu félagsfólki. Félögin hafi lagt fram töluleg gögn sem sýna fram á mun lakari launaþróun iðnaðarmanna samanborið við aðra hópa á vinnumarkaði og mikilvægi þess að taxtar iðnaðarmanna hækki í takt við þann mismun. „Samninganefnd iðn- og tæknifólks hefur nálgast verkefnið með ábyrgum hætti og lagt sig fram við að hugsa í lausnum og hlusta á viðsemjendur. Við munum þó aldrei samþykkja þá skoðun sem virðist vera ríkjandi við samningaborðið að eingöngu launafólk eigi að viðhalda stöðuleika og halda niðri verðbólgu í íslensku samfélagi.“ Stjórnvöld og sveitarfélög hafa boðað gjaldskrár- og skattahækkanir um næstu áramót, að undanförnu hafa dunið á launafólki hækkanir vegna vaxtahækkana Seðlabankans og á almennri neysluvöru. Stéttarfélög iðnaðarmanna fara því fram með sanngjarna kröfu um að verja og auka kaupmátt til framtíðar. „Það er réttlát krafa að iðn- og tæknifólk fái sanngjarna hlutdeild af þeirri verðmætasköpun sem þau leggja til íslensku hagkerfi.“
Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49