„Ég var nálægt því að ganga til liðs við City“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 20:25 Ronaldo segir að hann hafi verið nálægt því að ganga til liðs við Manchester City. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo segir í viðtalinu umtalaða við fjölmiðlamanninn Piers Morgan að litlu hafi munað að hann myndi ganga til liðs við Manchester City sumarið 2021. Alex Ferguson var sá sem náði að sannfæra hann um að ganga frekar til liðs við Manchester United. Í knattspyrnuheiminum hefur fátt annað verið rætt undanfarna daga en viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo leikmann Manchester United. Í viðtalinu hefur komið fram víðtæk gagnrýni frá Ronaldo, gagnvart United, Erik Ten Hag þjálfara liðsins og ýmsu öðru sem tengist Ronaldo. „Í sannleika sagt þá munaði litlu,“ svaraði Ronaldo þegar hann var spurður út í sögusagnirnar um félagaskipti hans frá Juventus til City. „Þeir töluðu mikið saman og Guardiola sagði fyrir tveimur vikum að þeir hefðu reynt mjög ákaft að fá mig. En eins og þú veist þá er sagan mín hjá Manchester United. Hjarta þitt, að líða eins og þér leið áður, það gerði gæfumuninn. Og að sjálfsögðu, einnig Alex Ferguson. Þetta var spurning um samviskuna og hjartað lætur mann vita á þeim augnablikum.“ „Ég held að samtalið við Ferguson hafi verið lykillinn. Ég myndi ekki segja að ég hafi ekki verið nálægt því að ganga til liðs við City. Ég held að ég hafi tekið ákvörðun út frá samviskunni. Ég sé ekki eftir því.“ Hann segir Ferguson hafi sagt við sig að það væri ómögulegt fyrir hann að ganga til liðs við City. „Ferguson var lykillinn. Ég talaði við hann og hann sagði: Það er ómögulegt að þú gangir til liðs við City. Ég svaraði: Allt í lagi stjóri.“ „Ég tók ákvörðunina og ég endurtek. Samviskan mín sagði mér að þetta væri góð ákvörðun.“ Ronaldo er mættur til æfinga hjá portúgalska landsliðinu í lokaundirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Katar. Hann æfði þó ekki með liðinu í dag vegna veikinda. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira
Í knattspyrnuheiminum hefur fátt annað verið rætt undanfarna daga en viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo leikmann Manchester United. Í viðtalinu hefur komið fram víðtæk gagnrýni frá Ronaldo, gagnvart United, Erik Ten Hag þjálfara liðsins og ýmsu öðru sem tengist Ronaldo. „Í sannleika sagt þá munaði litlu,“ svaraði Ronaldo þegar hann var spurður út í sögusagnirnar um félagaskipti hans frá Juventus til City. „Þeir töluðu mikið saman og Guardiola sagði fyrir tveimur vikum að þeir hefðu reynt mjög ákaft að fá mig. En eins og þú veist þá er sagan mín hjá Manchester United. Hjarta þitt, að líða eins og þér leið áður, það gerði gæfumuninn. Og að sjálfsögðu, einnig Alex Ferguson. Þetta var spurning um samviskuna og hjartað lætur mann vita á þeim augnablikum.“ „Ég held að samtalið við Ferguson hafi verið lykillinn. Ég myndi ekki segja að ég hafi ekki verið nálægt því að ganga til liðs við City. Ég held að ég hafi tekið ákvörðun út frá samviskunni. Ég sé ekki eftir því.“ Hann segir Ferguson hafi sagt við sig að það væri ómögulegt fyrir hann að ganga til liðs við City. „Ferguson var lykillinn. Ég talaði við hann og hann sagði: Það er ómögulegt að þú gangir til liðs við City. Ég svaraði: Allt í lagi stjóri.“ „Ég tók ákvörðunina og ég endurtek. Samviskan mín sagði mér að þetta væri góð ákvörðun.“ Ronaldo er mættur til æfinga hjá portúgalska landsliðinu í lokaundirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Katar. Hann æfði þó ekki með liðinu í dag vegna veikinda.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira