Maddison segist klár í slaginn en Walker missir af fyrsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 23:01 Frá æfingu enska liðsins á Al Wakrah leikvanginum í dag. Vísir/Getty Kyle Walker verður ekki með Englendingum í fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst á sunnudag. James Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef hann fær kallið. Allir leikmenn enska landsliðsins æfðu saman í dag í fyrsta skipti síðan Gareth Soutgate landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn í síðustu viku. Þar á meðal Kyle Walker sem fór í aðgerð á nára í október og hefur ekki leikið með Manchester City síðan þá. James Maddison meiddist í síðasta leik Leicester í ensku úrvalsdeildinni gegn West Ham á laugardaginn. Óttast var um þátttöku hans í Katar en Maddison vann sér sæti í enska landsliðshópnum með frábærri frammistöðu í ensku deildinni undanfarnar vikur. Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef Southgate þarf á honum að halda. „Ég þarf að vera tilbúinn ef ég fæ kallið. Mér finnst ég vera í góðu formi, hef verið að skora mörk. Við erum með frábæran hóp og það gæti verið að þú fáir bara eitt tækifæri til að sýna öllum hvað þú getur gert og að þú sért maðurinn til að hjálpa liðinu. Ég verð tilbúinn þegar það tækifæri kemur,“ sagði Maddison á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Ég fór í skoðun daginn áður en hópurinn kom saman og sú skoðun var jákvæð. Ég var í smá vandræðum í vikunni fyrir leikinn gegn West Ham, eftir leikinn gegn Everton. Ég vildi spila gegn West Ham, ég vildi reyna vegna heimsmeistaramótsins. Ég vildi hjálpa Leicester,“ bætti Maddison við. Hann segir að meiðslin sem hann varð fyrir gegn West Ham hafi verið smávægileg. „Mér tókst að skora snemma og halda áfram eftir það. Ég var aumur og varð verri eftir því sem leið á leikinn. Mér fannst betra að ég kæmi útaf og að einhver annar leikmaður kæmi inn sem væri ekki í vandræðum með að klára heilan sprett. Það er smá vinna framundan með sjúkraþjálfurunum en það ætti ekki að vera neitt áhyggjuefni.“ Sama verður ekki sagt um Kyle Walker sem æfði þó með enska liðinu í dag. Í frétt Skysports kemur fram að Walker verði ekki með í fyrsta leik Englendinga gegn Íran á mánudag. Enska liðið er þó ekki á flæðiskeri statt hvað varðar hægri bakverði því tveir slíkir eru í hópnum fyrir utan Walker og það er eru engir aukvisar, Trent Alexander Arnold leikmaður Liverpool og Kieran Trippier leikmaður Newcastle. HM 2022 í Katar Enski boltinn Tengdar fréttir Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. 10. nóvember 2022 14:05 B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Allir leikmenn enska landsliðsins æfðu saman í dag í fyrsta skipti síðan Gareth Soutgate landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn í síðustu viku. Þar á meðal Kyle Walker sem fór í aðgerð á nára í október og hefur ekki leikið með Manchester City síðan þá. James Maddison meiddist í síðasta leik Leicester í ensku úrvalsdeildinni gegn West Ham á laugardaginn. Óttast var um þátttöku hans í Katar en Maddison vann sér sæti í enska landsliðshópnum með frábærri frammistöðu í ensku deildinni undanfarnar vikur. Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef Southgate þarf á honum að halda. „Ég þarf að vera tilbúinn ef ég fæ kallið. Mér finnst ég vera í góðu formi, hef verið að skora mörk. Við erum með frábæran hóp og það gæti verið að þú fáir bara eitt tækifæri til að sýna öllum hvað þú getur gert og að þú sért maðurinn til að hjálpa liðinu. Ég verð tilbúinn þegar það tækifæri kemur,“ sagði Maddison á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Ég fór í skoðun daginn áður en hópurinn kom saman og sú skoðun var jákvæð. Ég var í smá vandræðum í vikunni fyrir leikinn gegn West Ham, eftir leikinn gegn Everton. Ég vildi spila gegn West Ham, ég vildi reyna vegna heimsmeistaramótsins. Ég vildi hjálpa Leicester,“ bætti Maddison við. Hann segir að meiðslin sem hann varð fyrir gegn West Ham hafi verið smávægileg. „Mér tókst að skora snemma og halda áfram eftir það. Ég var aumur og varð verri eftir því sem leið á leikinn. Mér fannst betra að ég kæmi útaf og að einhver annar leikmaður kæmi inn sem væri ekki í vandræðum með að klára heilan sprett. Það er smá vinna framundan með sjúkraþjálfurunum en það ætti ekki að vera neitt áhyggjuefni.“ Sama verður ekki sagt um Kyle Walker sem æfði þó með enska liðinu í dag. Í frétt Skysports kemur fram að Walker verði ekki með í fyrsta leik Englendinga gegn Íran á mánudag. Enska liðið er þó ekki á flæðiskeri statt hvað varðar hægri bakverði því tveir slíkir eru í hópnum fyrir utan Walker og það er eru engir aukvisar, Trent Alexander Arnold leikmaður Liverpool og Kieran Trippier leikmaður Newcastle.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Tengdar fréttir Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. 10. nóvember 2022 14:05 B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. 10. nóvember 2022 14:05
B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01