Handbolti

Elliði framlengir hjá Gummersbach

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elliði Snær Viðarsson verður áfram í herbúðum Gummersbach.
Elliði Snær Viðarsson verður áfram í herbúðum Gummersbach. Vísir/Hulda Margrét

Landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við þýska úrvalsdeildarfélagið VfL Gummersbach.

Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Elliði mun því leika með liðinu til ársins 2025, en samningur hans átti að renna út um mitt næsta ár.

Elliði gekk til liðs við Gummersbach árið 2020, stuttu eftir að Guðjón Valur Sigurðsson tók við þjálfun liðsins. Þá hefur Guðjón Valur einnig fengið Hákon Daða Styrmisson til liðs við félagið og þeir félagarnir, Elliði og Hákon, léku stórt hlutverk þegar liðið tryggði sér aftur sæti í deild þeirra bestu í vor.

„Í mínum huga er Gummersbach stærsta félagið í Þýskalandi. Ég ánægður og þakklætur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að leika með jafn stóru félagið með jafn glæsta sögu og Gummersbach,“ sagði Elliði meðal annars í tilkynningu Gummersbach.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×