Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins en í skýrslu Ríkisendurskoðunnar um bankasöluna er bent á að skýrsluhöfundar hafi ekki rannsakað og lagt mat á hvort vinnubrögð umsjónaraðila söluferlisins hafi verið í samræmi við lög, það sé á könnu Fjármálaeftirlitsins.
Þingfundur hefst á Alþingi í dag klukkan hálftvö og fyrir utan liðinn „störf þingsins“ er aðeins eitt má á dagskrá. Það er sérstök umræða um skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Málshefjandi er Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og til andsvara er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.