Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Tveir karlmenn sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögmaður annars þeirra segir úrskurðinn óskiljanlegan þar sem geðlæknir hafi metið þá hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Formaður VR lýsir yfir miklum vonbrigðum með sáttafund sem félagið átti með Samtökum atvinnulífsins í dag ásamt SGS. Kjaradeilunni verði líklega vísað til ríkissáttasemjara.

Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem hart er tekist á um flóttamannamál og endursendingar til Grikklands. Dómsmálaráðherra mætti fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun og svaraði fyrir fjöldabrottvísanir í síðustu viku.

Við ræðum einnig við unga konu sem varð fyrir sjaldgæfum efnabruna fyrr á þessu ári og er með taugasjúkdóm þar sem sársaukinn endurtekur sig í sífellu. Hún er því enn með sömu kvalir þrátt fyrir að sárin séu gróin.

Þá hittum við eldri borgara í Þorlákshöfn sem rúnta um bæinn á þríhjóli og kíkjum í fjárhúsið þar sem fengitíminn er að hefjast.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×