Hussein ber vitni frá Grikklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2022 15:57 Freyja segir Hussein ekki hafa verið gefinn greiður aðgangur að réttindagæslumanni. Vísir/Bjarni Hussein Hussein, hælisleitandi frá Írak, verður ekki fluttur til Íslands til þess að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli hans gegn íslenska ríkinu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi dóminn ekki hafa heimild til að gefa út sérstaka vitnakvaðningu í málinu. Hussein var meðal fimmán hælisleitenda sem vísað var úr landi í síðustu viku og flogið til Grikklands með valdi. Hussein notar hjólastól og hafa ýmis samtök, þeirra á meðal Þroskahjálp, gagnrýnt hvernig staðið var að framkvæmdinni. Claudia Wilson, lögmaður Hussein, segir í samtali við Mbl.is að héraðsdómur hafi ekki talið sig hafa lagaleg úrræði til að láta færa hælisleitendur fyrir dóm. Ríkið hafi boðið húsnæði í Grikklandi svo Hussein geti gefið skýrslu með fjarfundarbúnaði. Claudia sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að sérstakar og fordæmalausar aðstæður væru uppi í máli Husseins, vegna fötlunar og tungumálaörðugleika. Því þurfi að túlka málið á íslensku, ensku og sorani-tungumáli. Til þess þurfi að notast við millitúlk. „Það gerir það frekar flókið að gera það í gegnum fjarskiptabúnað. Réttargæslumaður hefur reynt að tala við hann í gegnum fjarfundabúnað með túlk og það gekk ekki upp. Það endaði með því að tala þurfti við skyldmenni hans. Spurningin er þessi: Hvers vegna á hann, fatlaður maður, ekki að hafa sama aðgang að dómstólum og aðrir?“ spurði Claudia í vikunni. Niðurstaðan er þó sú að Hussein mun eiga kost á að gefa skýrslu með fjarfundarbúnaði þegar aðalmeðferðin fer fram föstudaginn 18. nóvember. Hælisleitendur Dómsmál Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Fordæmalaust mál kalli á fordæmalausar aðgerðir dómstóla Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudaginn, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir af hálfu dómstóla. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. 8. nóvember 2022 18:41 Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. 8. nóvember 2022 13:04 Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hussein var meðal fimmán hælisleitenda sem vísað var úr landi í síðustu viku og flogið til Grikklands með valdi. Hussein notar hjólastól og hafa ýmis samtök, þeirra á meðal Þroskahjálp, gagnrýnt hvernig staðið var að framkvæmdinni. Claudia Wilson, lögmaður Hussein, segir í samtali við Mbl.is að héraðsdómur hafi ekki talið sig hafa lagaleg úrræði til að láta færa hælisleitendur fyrir dóm. Ríkið hafi boðið húsnæði í Grikklandi svo Hussein geti gefið skýrslu með fjarfundarbúnaði. Claudia sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að sérstakar og fordæmalausar aðstæður væru uppi í máli Husseins, vegna fötlunar og tungumálaörðugleika. Því þurfi að túlka málið á íslensku, ensku og sorani-tungumáli. Til þess þurfi að notast við millitúlk. „Það gerir það frekar flókið að gera það í gegnum fjarskiptabúnað. Réttargæslumaður hefur reynt að tala við hann í gegnum fjarfundabúnað með túlk og það gekk ekki upp. Það endaði með því að tala þurfti við skyldmenni hans. Spurningin er þessi: Hvers vegna á hann, fatlaður maður, ekki að hafa sama aðgang að dómstólum og aðrir?“ spurði Claudia í vikunni. Niðurstaðan er þó sú að Hussein mun eiga kost á að gefa skýrslu með fjarfundarbúnaði þegar aðalmeðferðin fer fram föstudaginn 18. nóvember.
Hælisleitendur Dómsmál Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Fordæmalaust mál kalli á fordæmalausar aðgerðir dómstóla Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudaginn, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir af hálfu dómstóla. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. 8. nóvember 2022 18:41 Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. 8. nóvember 2022 13:04 Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fordæmalaust mál kalli á fordæmalausar aðgerðir dómstóla Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudaginn, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir af hálfu dómstóla. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. 8. nóvember 2022 18:41
Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. 8. nóvember 2022 13:04
Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35