Loka að næturlagi til að koma í veg fyrir bílahittinga Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2022 12:09 Hliðunum er lokað frá klukkan níu á kvöldin til klukkan sex á mað morgni. Vísir/Vilhelm Búið er að setja upp hlið við bílaplanið við Norðurturn Smáralindar. Hliðið kemur í veg fyrir að bílahittingar eigi sér stað þar í skjóli nætur. Í gegnum árin hafa íbúar í nágrenni Smáralindar kvartað yfir því að hópur fólks safnist saman við bílaplön verslunarmiðstöðvarinnar. Fólkið fer í spyrnu á bílum sínum og spilar háværa tónlist. Hávaðinn dynur um allt hverfið. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Stöð 2 fyrir rúmu ári síðan. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem birt var á Vísi síðasta haust. Nú er búið að koma fyrir hliði við innganginn sem er lokað klukkan níu á kvöldin og opnað klukkan sex á morgnana. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, segir í samtali við fréttastofu að hliðið komi í veg fyrir bílahittingana. „Þetta eru okkar aðgerðir til þess að minnka þessi læti sem fylgja þessum samkomum sem þarna hafa verið. Það lá alveg fyrir að þessar kvartanir hafa beinst að þessum bílastæðum. Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir áður þá voru þær ekki að skila neinu. Það þurfti að grípa til þessara aðgerða, að loka bílastæðinu á nóttunni,“ segir Ríkharð. Notkun á hliðinu hófst fyrir um þremur vikum síðan og segir Ríkharð að ekki einn einasti hittingur hafi verið haldinn á planinu síðan þá. Hann vonast til þess að íbúar í hverfinu séu ánægðir með það. Hann bendir á að hliðið sé eingöngu þarna til að koma í veg fyrir hávaðann. „Það er ekki komið til umræðu að rukka í stæði. Þessi hlið eru eingöngu tilkomin vegna þessara kvartana, vegna þessara Fast and Furious samkunda sem oft eru þarna,“ segir Ríkharð. Smáralind Kópavogur Bílar Tengdar fréttir Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. 27. september 2021 22:01 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Í gegnum árin hafa íbúar í nágrenni Smáralindar kvartað yfir því að hópur fólks safnist saman við bílaplön verslunarmiðstöðvarinnar. Fólkið fer í spyrnu á bílum sínum og spilar háværa tónlist. Hávaðinn dynur um allt hverfið. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Stöð 2 fyrir rúmu ári síðan. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem birt var á Vísi síðasta haust. Nú er búið að koma fyrir hliði við innganginn sem er lokað klukkan níu á kvöldin og opnað klukkan sex á morgnana. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, segir í samtali við fréttastofu að hliðið komi í veg fyrir bílahittingana. „Þetta eru okkar aðgerðir til þess að minnka þessi læti sem fylgja þessum samkomum sem þarna hafa verið. Það lá alveg fyrir að þessar kvartanir hafa beinst að þessum bílastæðum. Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir áður þá voru þær ekki að skila neinu. Það þurfti að grípa til þessara aðgerða, að loka bílastæðinu á nóttunni,“ segir Ríkharð. Notkun á hliðinu hófst fyrir um þremur vikum síðan og segir Ríkharð að ekki einn einasti hittingur hafi verið haldinn á planinu síðan þá. Hann vonast til þess að íbúar í hverfinu séu ánægðir með það. Hann bendir á að hliðið sé eingöngu þarna til að koma í veg fyrir hávaðann. „Það er ekki komið til umræðu að rukka í stæði. Þessi hlið eru eingöngu tilkomin vegna þessara kvartana, vegna þessara Fast and Furious samkunda sem oft eru þarna,“ segir Ríkharð.
Smáralind Kópavogur Bílar Tengdar fréttir Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. 27. september 2021 22:01 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. 27. september 2021 22:01