Loka að næturlagi til að koma í veg fyrir bílahittinga Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2022 12:09 Hliðunum er lokað frá klukkan níu á kvöldin til klukkan sex á mað morgni. Vísir/Vilhelm Búið er að setja upp hlið við bílaplanið við Norðurturn Smáralindar. Hliðið kemur í veg fyrir að bílahittingar eigi sér stað þar í skjóli nætur. Í gegnum árin hafa íbúar í nágrenni Smáralindar kvartað yfir því að hópur fólks safnist saman við bílaplön verslunarmiðstöðvarinnar. Fólkið fer í spyrnu á bílum sínum og spilar háværa tónlist. Hávaðinn dynur um allt hverfið. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Stöð 2 fyrir rúmu ári síðan. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem birt var á Vísi síðasta haust. Nú er búið að koma fyrir hliði við innganginn sem er lokað klukkan níu á kvöldin og opnað klukkan sex á morgnana. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, segir í samtali við fréttastofu að hliðið komi í veg fyrir bílahittingana. „Þetta eru okkar aðgerðir til þess að minnka þessi læti sem fylgja þessum samkomum sem þarna hafa verið. Það lá alveg fyrir að þessar kvartanir hafa beinst að þessum bílastæðum. Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir áður þá voru þær ekki að skila neinu. Það þurfti að grípa til þessara aðgerða, að loka bílastæðinu á nóttunni,“ segir Ríkharð. Notkun á hliðinu hófst fyrir um þremur vikum síðan og segir Ríkharð að ekki einn einasti hittingur hafi verið haldinn á planinu síðan þá. Hann vonast til þess að íbúar í hverfinu séu ánægðir með það. Hann bendir á að hliðið sé eingöngu þarna til að koma í veg fyrir hávaðann. „Það er ekki komið til umræðu að rukka í stæði. Þessi hlið eru eingöngu tilkomin vegna þessara kvartana, vegna þessara Fast and Furious samkunda sem oft eru þarna,“ segir Ríkharð. Smáralind Kópavogur Bílar Tengdar fréttir Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. 27. september 2021 22:01 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Í gegnum árin hafa íbúar í nágrenni Smáralindar kvartað yfir því að hópur fólks safnist saman við bílaplön verslunarmiðstöðvarinnar. Fólkið fer í spyrnu á bílum sínum og spilar háværa tónlist. Hávaðinn dynur um allt hverfið. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Stöð 2 fyrir rúmu ári síðan. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem birt var á Vísi síðasta haust. Nú er búið að koma fyrir hliði við innganginn sem er lokað klukkan níu á kvöldin og opnað klukkan sex á morgnana. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, segir í samtali við fréttastofu að hliðið komi í veg fyrir bílahittingana. „Þetta eru okkar aðgerðir til þess að minnka þessi læti sem fylgja þessum samkomum sem þarna hafa verið. Það lá alveg fyrir að þessar kvartanir hafa beinst að þessum bílastæðum. Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir áður þá voru þær ekki að skila neinu. Það þurfti að grípa til þessara aðgerða, að loka bílastæðinu á nóttunni,“ segir Ríkharð. Notkun á hliðinu hófst fyrir um þremur vikum síðan og segir Ríkharð að ekki einn einasti hittingur hafi verið haldinn á planinu síðan þá. Hann vonast til þess að íbúar í hverfinu séu ánægðir með það. Hann bendir á að hliðið sé eingöngu þarna til að koma í veg fyrir hávaðann. „Það er ekki komið til umræðu að rukka í stæði. Þessi hlið eru eingöngu tilkomin vegna þessara kvartana, vegna þessara Fast and Furious samkunda sem oft eru þarna,“ segir Ríkharð.
Smáralind Kópavogur Bílar Tengdar fréttir Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. 27. september 2021 22:01 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. 27. september 2021 22:01