Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. nóvember 2022 21:04 Jón Þorsteinn og Jenný Lára, sem eru mjög spennt fyrir sýningunum, sem munu fara fram á aðventunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú þegar styttist óðum í aðventuna þá er sviðslistahópurinn „Hnoðri í norðri“ að æfa nýja barna jólaóperu fyrir öll 6-10 ára börn í grunnskólum á Norðurlandi, sem verður sýnd á aðventunni. Æfingarnar hafa meðal annars farið fram hér í Hofi og leikararnir eru að sjálfsögðu mjög spenntir fyrir sýningunum en í þeim skarast skáldskapur, ópera, söngleikur og gamanleikhús á stórskemmtilegan hátt. Verkið er stutt og laggott, eða um 30 mín að lengd, og efniviður sóttur íslenska jólasöguarfinn. Höfundur og tónskáld er Þórunn Guðmundsdóttir og leikstjórn annast Jenný Lára Arnórsdóttir og búninga Rósa Ásgeirsdóttir. Flytjendur eru Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari og söngkonurnar Björk Níelsdóttir sópran og Erla Dóra Vogler mezzósópran. “Það sem er rosalega skemmtilegt við þetta er að það er harmonikkuundirleikur og engin önnur hljóðfæri,” segir Jenný Lára. Og hvaða nikkuleikari skyldi það vera? “Það er jólakötturinn, jólakötturinn spilar á harmonikku, þannig að þetta er algjört draumahlutverk enda hefur það verið draumur minn frá því að ég var krakki að annað hvort að leika Mikka ref eða jólaköttinn,” segir Jón Þorsteinn, harmoníkuleikari. Mikil tilhlökkun er fyrir verkefninu hjá þeim, sem standa að sýningunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er einhver hætta á að börnin verði hrædd á sýningunum ? “Vonandi, kannski smá, í smástund og svo er þetta bara búið og svo er þetta bara fyndið. Já, já, þetta er aðallega fyndið en ég ætla allavega að reyna að hræða einn eða tvo,” segir Jón Þorsteinn og glottir út í annað. Hnoðri í norðri Verkefnið er styrkt af Tónskáldasjóði, Tónlistarsjóði, SSNE, Menningarsjóði Akureyrar og Samfélagssjóði Norðurorku. Verkefnið er unnið í samstarfi við List fyrir alla: https://listfyriralla.is/event/aevintyri-a-adventunni/ Akureyri Jól Grunnskólar Leikhús Menning Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Æfingarnar hafa meðal annars farið fram hér í Hofi og leikararnir eru að sjálfsögðu mjög spenntir fyrir sýningunum en í þeim skarast skáldskapur, ópera, söngleikur og gamanleikhús á stórskemmtilegan hátt. Verkið er stutt og laggott, eða um 30 mín að lengd, og efniviður sóttur íslenska jólasöguarfinn. Höfundur og tónskáld er Þórunn Guðmundsdóttir og leikstjórn annast Jenný Lára Arnórsdóttir og búninga Rósa Ásgeirsdóttir. Flytjendur eru Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari og söngkonurnar Björk Níelsdóttir sópran og Erla Dóra Vogler mezzósópran. “Það sem er rosalega skemmtilegt við þetta er að það er harmonikkuundirleikur og engin önnur hljóðfæri,” segir Jenný Lára. Og hvaða nikkuleikari skyldi það vera? “Það er jólakötturinn, jólakötturinn spilar á harmonikku, þannig að þetta er algjört draumahlutverk enda hefur það verið draumur minn frá því að ég var krakki að annað hvort að leika Mikka ref eða jólaköttinn,” segir Jón Þorsteinn, harmoníkuleikari. Mikil tilhlökkun er fyrir verkefninu hjá þeim, sem standa að sýningunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er einhver hætta á að börnin verði hrædd á sýningunum ? “Vonandi, kannski smá, í smástund og svo er þetta bara búið og svo er þetta bara fyndið. Já, já, þetta er aðallega fyndið en ég ætla allavega að reyna að hræða einn eða tvo,” segir Jón Þorsteinn og glottir út í annað. Hnoðri í norðri Verkefnið er styrkt af Tónskáldasjóði, Tónlistarsjóði, SSNE, Menningarsjóði Akureyrar og Samfélagssjóði Norðurorku. Verkefnið er unnið í samstarfi við List fyrir alla: https://listfyriralla.is/event/aevintyri-a-adventunni/
Akureyri Jól Grunnskólar Leikhús Menning Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira