Rúnar óvænt tekinn við Leipzig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2022 15:36 Rúnar Sigtryggsson hefur stýrt sínum síðasta leik hjá Haukum. Vísir/Vilhelm Handknattleiksþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson er hættur hjá Haukum og tekinn við þýska liðinu Leipzig. „Þetta gerðist frekar hratt. Kom upp í síðustu viku og ég er búinn að semja,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi en hann var þá staddur í London á leið heim með Haukunum eftir Evrópuleiki á Kýpur sem fóru ekki vel. „Þetta tækifæri er bara þannig að ég gat ekki hafnað því. Þetta kitlar enn svo mikið. Ég bjó þarna síðustu árin áður en ég kom heim.“ Rúnar samdi við félagið út leiktíðina. Hann segir Haukana hafa tekið vel í beiðni hans að losna en Leipzig greiddi Haukum til þess að fá Rúnar í sínar raðir. Þjálfarinn kemur til Íslands með Haukunum í kvöld en er svo farinn aftur út til Þýskalands í fyrramálið. „Það er ekki eftir neinu að bíða. Það er leikur strax á fimmtudaginn gegn Wetzlar og þá verð ég mættur á hliðarlínuna.“ Leipzig er fjórða liðið sem Rúnar þjálfar í Þýskalandi en hann hefur áður þjálfað ThSV Eisenach, EHV Aue og HBW Balingen-Weilstetten. Leipzig er í sextánda sæti þýsku deildarinnar af átján liðum eða síðasta örugga sætinu í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu deildarleikjum sínum og síðustu fjórir leikir í deild (3) og bikar (1) hafa tapast. Leipzig vann síðast sigur 22. september þegar liðið lagði Erlangen 32-29. André Haber var látinn fara 31. október síðastliðinn en liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn Milos Putera sem tók við liðinu tímabundið. Leipzig náði níunda sæti í deildinni í fyrra og gengi liðsins í ár eru því mikil vonbrigði. Hjá Leipzig hittir Rúnar fyrir íslenska landsliðsmanninn Viggó Kristjánsson sem hefur skorað 4,2 mörk að meðaltali í þýsku deildinni á þessu tímabili. Olís-deild karla Þýski handboltinn Haukar Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
„Þetta gerðist frekar hratt. Kom upp í síðustu viku og ég er búinn að semja,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi en hann var þá staddur í London á leið heim með Haukunum eftir Evrópuleiki á Kýpur sem fóru ekki vel. „Þetta tækifæri er bara þannig að ég gat ekki hafnað því. Þetta kitlar enn svo mikið. Ég bjó þarna síðustu árin áður en ég kom heim.“ Rúnar samdi við félagið út leiktíðina. Hann segir Haukana hafa tekið vel í beiðni hans að losna en Leipzig greiddi Haukum til þess að fá Rúnar í sínar raðir. Þjálfarinn kemur til Íslands með Haukunum í kvöld en er svo farinn aftur út til Þýskalands í fyrramálið. „Það er ekki eftir neinu að bíða. Það er leikur strax á fimmtudaginn gegn Wetzlar og þá verð ég mættur á hliðarlínuna.“ Leipzig er fjórða liðið sem Rúnar þjálfar í Þýskalandi en hann hefur áður þjálfað ThSV Eisenach, EHV Aue og HBW Balingen-Weilstetten. Leipzig er í sextánda sæti þýsku deildarinnar af átján liðum eða síðasta örugga sætinu í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu deildarleikjum sínum og síðustu fjórir leikir í deild (3) og bikar (1) hafa tapast. Leipzig vann síðast sigur 22. september þegar liðið lagði Erlangen 32-29. André Haber var látinn fara 31. október síðastliðinn en liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn Milos Putera sem tók við liðinu tímabundið. Leipzig náði níunda sæti í deildinni í fyrra og gengi liðsins í ár eru því mikil vonbrigði. Hjá Leipzig hittir Rúnar fyrir íslenska landsliðsmanninn Viggó Kristjánsson sem hefur skorað 4,2 mörk að meðaltali í þýsku deildinni á þessu tímabili.
Olís-deild karla Þýski handboltinn Haukar Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira