Varalið Benfica sótti þá Trofense heim og var 1-0 undir þegar Soares tók til sinna ráða á 65. mínútu.
Hann fékk þá boltann á D-boganum við eigin vítateig, rakti hann aðeins áfram áður en hann tók í gikkinn og sparkaði boltanum í mark Trofense. Miðað við kraftinn í skotinu var Soares að reyna að skora en þetta magnaða mark má sjá hér fyrir neðan.
(20) ! pic.twitter.com/1HqPj8qV9k
— EuroFoot+ (@eurofootPLUS) November 7, 2022
„Ég sá að markvörðurinn þeirra var einu skrefi of framarlega og við vorum með meðvind þannig ég ákvað að taka áhættu. Þetta gekk vel og verður greypt í minni margra,“ sagði Soares eftir leikinn sem Benfica vann, 1-2.
Soares, sem er tvítugur, hefur leikið fyrir öll yngri landslið Portúgals. Hann var í liði Benfica sem vann Meistaradeild Evrópu ungmenna á síðasta tímabili.