Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2022 10:03 Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands til að mynda á þremur stórmótum. VÍSIR/DANÍEL Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. Dagný Brynjarsdóttir vakti máls á því í gær að hvorki hún né Glódís Perla Viggósdóttir hefðu fengið nokkra viðurkenningu frá KSÍ eftir að hafa í apríl spilað sinn 100. A-landsleik. Dagný benti á að bæði Aron og Birkir Bjarnason hefðu fengið sérstaka 100 landsleikja treyju að gjöf. Í kjölfarið benti svo Margrét Lára Viðarsdóttir, langmarkahæsta landsliðskona í sögu Íslands, á það að þrátt fyrir að hafa spilað með öllum landsliðum Íslands frá 14 ára aldri, eða í átján ár, hefði hún aldrei verið kvödd eða fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum fyrir sig. Nú hefur markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir bæst í hópinn og bent á að hún bíði enn eftir styttu sem landsliðsfólk á að fá að gjöf fyrir að ná 50 landsleikjum fyrir Íslands hönd. Ég get bætt við í umræðuna um litlu hlutina sem @dagnybrynjars og #MLV9 komu í gang að þó ég hafi ekki náð 100 A liðs leikjum á landsliðsferli sem náði yfir hátt í 20 ár þá er ég er enn að bíða eftir 50 leikja styttunni minni sem ég hefði átt að fá fyrir löngu #fotbolti— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022 Allar þrjár taka þær fram að um „litlu hlutina“ sé að ræða, sem KSÍ virðist hafa gleymt eða hundsað. Í reglugerð KSÍ um landsliðs- og heiðursviðurkenningar segir að veita skuli knattspyrnustyttu í viðurkenningarskyni þeim leikmönnum sem náð hafa að leika 50 A-landsleiki. Einnig segir þar að veita eigi leikmönnum sem ná 100 A-landsleikjum sérhannað listaverk í viðurkenningarskyni. Guðbjörg lék sinn fyrsta A-landsleik í mars 2004 og þann 64. og síðasta árið 2019. Hún lék 50. A-landsleik sinn gegn Írlandi í vináttulandsleik sumarið 2017, í aðdraganda EM í Hollandi. Uppfært klukkan 11.40: Guðbjörg greindi frá því á Twitter að KSÍ hefði strax brugðist við og að hún myndi fá styttuna afhenta um jólin þegar hún kæmi til Íslands frá Svíþjóð. Takk @footballiceland fyrir skjót viðbrögð Ég fæ styttuna þegar ég kem til Íslands um jólin #fotbolti— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022 Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir vakti máls á því í gær að hvorki hún né Glódís Perla Viggósdóttir hefðu fengið nokkra viðurkenningu frá KSÍ eftir að hafa í apríl spilað sinn 100. A-landsleik. Dagný benti á að bæði Aron og Birkir Bjarnason hefðu fengið sérstaka 100 landsleikja treyju að gjöf. Í kjölfarið benti svo Margrét Lára Viðarsdóttir, langmarkahæsta landsliðskona í sögu Íslands, á það að þrátt fyrir að hafa spilað með öllum landsliðum Íslands frá 14 ára aldri, eða í átján ár, hefði hún aldrei verið kvödd eða fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum fyrir sig. Nú hefur markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir bæst í hópinn og bent á að hún bíði enn eftir styttu sem landsliðsfólk á að fá að gjöf fyrir að ná 50 landsleikjum fyrir Íslands hönd. Ég get bætt við í umræðuna um litlu hlutina sem @dagnybrynjars og #MLV9 komu í gang að þó ég hafi ekki náð 100 A liðs leikjum á landsliðsferli sem náði yfir hátt í 20 ár þá er ég er enn að bíða eftir 50 leikja styttunni minni sem ég hefði átt að fá fyrir löngu #fotbolti— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022 Allar þrjár taka þær fram að um „litlu hlutina“ sé að ræða, sem KSÍ virðist hafa gleymt eða hundsað. Í reglugerð KSÍ um landsliðs- og heiðursviðurkenningar segir að veita skuli knattspyrnustyttu í viðurkenningarskyni þeim leikmönnum sem náð hafa að leika 50 A-landsleiki. Einnig segir þar að veita eigi leikmönnum sem ná 100 A-landsleikjum sérhannað listaverk í viðurkenningarskyni. Guðbjörg lék sinn fyrsta A-landsleik í mars 2004 og þann 64. og síðasta árið 2019. Hún lék 50. A-landsleik sinn gegn Írlandi í vináttulandsleik sumarið 2017, í aðdraganda EM í Hollandi. Uppfært klukkan 11.40: Guðbjörg greindi frá því á Twitter að KSÍ hefði strax brugðist við og að hún myndi fá styttuna afhenta um jólin þegar hún kæmi til Íslands frá Svíþjóð. Takk @footballiceland fyrir skjót viðbrögð Ég fæ styttuna þegar ég kem til Íslands um jólin #fotbolti— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira