Segjast trúa henni en senda börnin sín í pössun til gerandans Bjarki Sigurðsson skrifar 8. nóvember 2022 09:15 Kristín Þórarinsdóttir segir frá því þegar hún var áreitt kynferðislega af sveitunga sínum þegar hún var fjórtán ára gömul. Hún upplifði aldrei neinn stuðning frá samfélaginu í Dalabyggð og flutti að lokum á Selfoss. Vísir/Vilhelm Kristín Þórarinsdóttir segir tvískinnung ríkja hjá fólki í sveitinni hennar eftir að út spurðist um kynferðislegt áreiti af hendi fullorðins sveitunga hennar þegar hún var aðeins fjórtán ára. Málið hafi þó haft takmörkuð áhrif á samskipti þeirra við manninn. Fólk hafi sagst trúa henni og styðja en á sama tíma sent börnin sín í pössun til hans. Kristín er fædd og uppalin í Dalabyggð á Vesturlandi. Hún var tólf ára gömul þegar hún byrjaði að passa börn sveitunga sinna sem bjuggu á bæ í um fimmtán mínútna akstursfjarlægð frá henni. Hún segir fjölskylduföðurinn ávallt hafa verið óþægilegan í samskiptum, knúsaði hana og snert. Kristín segir að óþægilegast hafi verið einn daginn þegar hann greip um hana, dró hana upp að sér og sagði: „Ég þarf nú bara að fara að yngja upp“ og hló. Á meðan þetta gerðist var eiginkona mannsins viðstödd. Kristín þegar hún var átján ára gömul.Úr einkasafni „Hún sem fullorðinn einstaklingur sá og vissi að það væri eitthvað bogið við þetta. Samt þegar það kom að því að það þurfti að keyra mig heim valdi hún alltaf að hann myndi keyra mig. Þá spyr ég: Hvernig hélt hún að hann væri þegar við værum ein?“ segir Kristín og rifjar upp atburðina fyrir áratug. Áreitið hafi verið alvarlegra í ökuferðunum heim. Eitt sinni hafi hann haldið um axlir hennar, látið hönd sína renna niður bakið á henni og stöðvað á rassi hennar. Þá hafi hann lagt hönd sína á læri hennar. Ung og áttaði sig ekki á alvarleika málsins Kristín áttaði sig á þeim tíma ekki á alvarleika málsins þrátt fyrir að henni hafi liðið mjög óþægilega með samskiptin. Hún ákvað þá að láta vinkonu sína vita sem er frænka mannsins og var oft í heimsókn á bæ hans. Vinkonan fór í mikið uppnám við að heyra af þessu og allt í einu vissu allir samnemendur þeirra af málinu. „Þá blandast kennarinn inn í þetta. Hann talar við mömmu og svo hvetur einhver mömmu til að kæra. Síðan hefur Barnavernd samband við mömmu og segir hvernig staðan er. Þau ætli að kæra. Ég í rauninni set þetta aldrei meðvitað út í samfélagið. Ég ætlaði að segja vinkonu minni frá þessu sem var oft í heimsókn þarna því vinkonur hennar fylgdu henni oft þangað,“ segir Kristín. Um leið og sögusagnir um atvikið fóru á flug í samfélaginu hafi karlmaðurinn og eiginkona hans reynt að koma höggi á Kristínu og trúverðugleika hennar. Þau hafi ekið á milli bæja og sagt fólki að ekkert af þessu væri satt. Kristín segir manninn hafa verið að passa upp á að vera á undan henni að segja fólki frá því sem gerðist. Kristín ásamt foreldrum sínum og yngri systur.Úr einkasafni „Þau eru mjög dugleg, hann og konan hans, að fara á bæi. Skreppa á einhverja bæi og segja að þetta hafi ekkert gerst. Segja að ástæðan fyrir því að ég sé að ljúga sé að mamma mín og pabbi eiga að hafa verið svo vond við mig, sem er algjör vitleysa. Það hefur aldrei verið slæmt sambandið hjá mér og foreldrum mínum. Bara verið eðlilegt og heilbrigt,“ segir Kristín. Þótti ekki líklegt til sakfellingar Sem áður segir var Kristín einungis fjórtán ára þegar allt þetta er að gerast, nýfermd og í áttunda bekk í grunnskóla. Hún áttaði sig því aldrei almennilega á því hvað var að gerast. Málið var fellt niður þar sem það var ekki líklegt til sakfellingar. Lögreglu þótti þó sannað að hann hafi strokið henni á óviðeigandi hátt. Í Dalabyggð er almennt mikill samgangur milli bæja. Fólk fer mikið í heimsóknir á næstu bæi og drekkur kaffi. Kristínu fannst þó skrítið að fólk sem hafði sent á hana skilaboð og rætt við hana um að þau studdu hana og trúðu, fóru enn í heimsókn til hjónanna. „Það er fólk sem kemur til mín og segir að ég sé eins og dóttir þeirra, sé alltaf velkomin til þeirra og segjast styðja mig og standa með mér. Svo leigja þau fjárhús af manninum. Fólk segist styðja og standa með mér en sendir börnin sín í pössun til hans,“ segir Kristín. Flúði suður Út af þessu fann Kristín aldrei fyrir þeim stuðningi sem fólk sagðist veita henni. Enginn slúttaði vinskap sínum við gerandann og allt var eins og ekkert í hafði skorist. Nema fyrir Kristínu. „Þetta er svolítið ástæðan fyrir því að ég flyt í burtu frá Dölunum. Ég flyt á Selfoss. Ég er að forðast hann og samfélagið sem veitti mér ekki stuðning. Ég upplifi mig ekki velkomna þarna,“ segir Kristín. Hún hefur nú búið á Selfossi í að verða eitt og hálft ár. Hún segir samfélagið þar hafa tekið gríðarlega vel á móti henni. Hún upplifi mikinn stuðning frá þeim sem hún hefur náð að kynnast. Þá sé hún alveg hætt að fara vestur, nema til að heimsækja foreldra sína sem búa þar enn. Hún segist passa sig sérstaklega á því að vera einungis heima hjá þeim þegar hún fer vestur. „Mér fannst alltaf eins og allir trúðu mér en þetta væri nú ekki svo alvarlegt. Það mætti nú alveg gleyma þessu. Það væri þægilegast. Ég held að allir hafi verið að hlífa sjálfum sér frá því að taka einhverja ákvörðun. Það er þægilegast að vera meðvirkur en það er erfiðast að taka afstöðu. Fólk þarf að gera það. Ef þú vilt vera sjálfstæður einstaklingur þarftu að taka einhverja afstöðu,“ segir Kristín. Dalabyggð Kynferðisofbeldi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kristín er fædd og uppalin í Dalabyggð á Vesturlandi. Hún var tólf ára gömul þegar hún byrjaði að passa börn sveitunga sinna sem bjuggu á bæ í um fimmtán mínútna akstursfjarlægð frá henni. Hún segir fjölskylduföðurinn ávallt hafa verið óþægilegan í samskiptum, knúsaði hana og snert. Kristín segir að óþægilegast hafi verið einn daginn þegar hann greip um hana, dró hana upp að sér og sagði: „Ég þarf nú bara að fara að yngja upp“ og hló. Á meðan þetta gerðist var eiginkona mannsins viðstödd. Kristín þegar hún var átján ára gömul.Úr einkasafni „Hún sem fullorðinn einstaklingur sá og vissi að það væri eitthvað bogið við þetta. Samt þegar það kom að því að það þurfti að keyra mig heim valdi hún alltaf að hann myndi keyra mig. Þá spyr ég: Hvernig hélt hún að hann væri þegar við værum ein?“ segir Kristín og rifjar upp atburðina fyrir áratug. Áreitið hafi verið alvarlegra í ökuferðunum heim. Eitt sinni hafi hann haldið um axlir hennar, látið hönd sína renna niður bakið á henni og stöðvað á rassi hennar. Þá hafi hann lagt hönd sína á læri hennar. Ung og áttaði sig ekki á alvarleika málsins Kristín áttaði sig á þeim tíma ekki á alvarleika málsins þrátt fyrir að henni hafi liðið mjög óþægilega með samskiptin. Hún ákvað þá að láta vinkonu sína vita sem er frænka mannsins og var oft í heimsókn á bæ hans. Vinkonan fór í mikið uppnám við að heyra af þessu og allt í einu vissu allir samnemendur þeirra af málinu. „Þá blandast kennarinn inn í þetta. Hann talar við mömmu og svo hvetur einhver mömmu til að kæra. Síðan hefur Barnavernd samband við mömmu og segir hvernig staðan er. Þau ætli að kæra. Ég í rauninni set þetta aldrei meðvitað út í samfélagið. Ég ætlaði að segja vinkonu minni frá þessu sem var oft í heimsókn þarna því vinkonur hennar fylgdu henni oft þangað,“ segir Kristín. Um leið og sögusagnir um atvikið fóru á flug í samfélaginu hafi karlmaðurinn og eiginkona hans reynt að koma höggi á Kristínu og trúverðugleika hennar. Þau hafi ekið á milli bæja og sagt fólki að ekkert af þessu væri satt. Kristín segir manninn hafa verið að passa upp á að vera á undan henni að segja fólki frá því sem gerðist. Kristín ásamt foreldrum sínum og yngri systur.Úr einkasafni „Þau eru mjög dugleg, hann og konan hans, að fara á bæi. Skreppa á einhverja bæi og segja að þetta hafi ekkert gerst. Segja að ástæðan fyrir því að ég sé að ljúga sé að mamma mín og pabbi eiga að hafa verið svo vond við mig, sem er algjör vitleysa. Það hefur aldrei verið slæmt sambandið hjá mér og foreldrum mínum. Bara verið eðlilegt og heilbrigt,“ segir Kristín. Þótti ekki líklegt til sakfellingar Sem áður segir var Kristín einungis fjórtán ára þegar allt þetta er að gerast, nýfermd og í áttunda bekk í grunnskóla. Hún áttaði sig því aldrei almennilega á því hvað var að gerast. Málið var fellt niður þar sem það var ekki líklegt til sakfellingar. Lögreglu þótti þó sannað að hann hafi strokið henni á óviðeigandi hátt. Í Dalabyggð er almennt mikill samgangur milli bæja. Fólk fer mikið í heimsóknir á næstu bæi og drekkur kaffi. Kristínu fannst þó skrítið að fólk sem hafði sent á hana skilaboð og rætt við hana um að þau studdu hana og trúðu, fóru enn í heimsókn til hjónanna. „Það er fólk sem kemur til mín og segir að ég sé eins og dóttir þeirra, sé alltaf velkomin til þeirra og segjast styðja mig og standa með mér. Svo leigja þau fjárhús af manninum. Fólk segist styðja og standa með mér en sendir börnin sín í pössun til hans,“ segir Kristín. Flúði suður Út af þessu fann Kristín aldrei fyrir þeim stuðningi sem fólk sagðist veita henni. Enginn slúttaði vinskap sínum við gerandann og allt var eins og ekkert í hafði skorist. Nema fyrir Kristínu. „Þetta er svolítið ástæðan fyrir því að ég flyt í burtu frá Dölunum. Ég flyt á Selfoss. Ég er að forðast hann og samfélagið sem veitti mér ekki stuðning. Ég upplifi mig ekki velkomna þarna,“ segir Kristín. Hún hefur nú búið á Selfossi í að verða eitt og hálft ár. Hún segir samfélagið þar hafa tekið gríðarlega vel á móti henni. Hún upplifi mikinn stuðning frá þeim sem hún hefur náð að kynnast. Þá sé hún alveg hætt að fara vestur, nema til að heimsækja foreldra sína sem búa þar enn. Hún segist passa sig sérstaklega á því að vera einungis heima hjá þeim þegar hún fer vestur. „Mér fannst alltaf eins og allir trúðu mér en þetta væri nú ekki svo alvarlegt. Það mætti nú alveg gleyma þessu. Það væri þægilegast. Ég held að allir hafi verið að hlífa sjálfum sér frá því að taka einhverja ákvörðun. Það er þægilegast að vera meðvirkur en það er erfiðast að taka afstöðu. Fólk þarf að gera það. Ef þú vilt vera sjálfstæður einstaklingur þarftu að taka einhverja afstöðu,“ segir Kristín.
Dalabyggð Kynferðisofbeldi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent