Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2022 20:00 Sigrún Ásta Gunnarsdóttir, vinkona þeirra Yasameen og Zahra Hussein. Skjáskot Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. Það var baráttuandi og talsverð reiði í þeim nokkur hundruð manns sem voru saman komin á Austurvelli í dag. Mörgum var heitt í hamsi og púað var á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórn hennar. Þetta eru önnur mótmælin sem haldin eru eftir að fimmtán hælisleitendur voru fluttir til Grikklands í skjóli nætur á miðvikudag. „Þjóðin ætti að vera hér öll. Þetta er svívirða að það sé ekki búið að taka þannig á þessum málum þannig að þetta gerist aftur. Og þetta gerist iðulega. Við erum búin að fá okkur fullsödd af þessu. Bara, hættið þessu!“ sagði Þorsteinn Magnússon, mótmælandi, í samtali við fréttastofu á Austurvelli í dag. „Ég þekki persónulega fólk sem átti að vísa úr landi fyrir tíu árum, og lengra, og eru frábærir þegnar í dag. Af hverju má ekki gefa þessu fólki séns?“ spurði annar mótmælandi, Ágústa Harðardóttir. Eina í stöðunni að sækja manninn Mál írösku systkinanna Hussein, Yasameen og Zöhru Hussein, og fjölskyldu þeirra var í forgrunni. Anna Lára Steindal, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, efast um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið virtur í máli Husseins. „Og við bara skiljum þetta ekki. Í okkar huga er það eina sem hægt er að gera að sækja manninn. Svo það sé hægt að veita honum réttláta meðferð fyrir dómstólum,“ segir Anna Lára. Sigrún Ásta Gunnarsdóttir vinkona systranna var á meðal þeirra sem hélt tilfinningaþrungna ræðu á mótmælunum í dag. Hún lýsir algjöru áfalli á fimmtudagsmorgun þegar hún frétti af brottvísuninni. „Ég fór bara í algjört „panic“, öskrandi. Og brunaði upp í skóla. Mjög þakklát að hafa ekki lent í bílslysi,“ segir Sigrún, sem hefur verið í stopulu sambandi við vinkonur sínar í Grikklandi nú yfir helgina. „Það er bara allt ömurlegt, þær eru bara meiddar eftir handjárnin. Þær bara geta ekki lifað svona lífi.“ Ertu vongóð um að geta eitthvað hjálpað þeim? „Ég hef trú. Ég get ekki lifað án trúr,“ segir Sigrún. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla. 6. nóvember 2022 08:14 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Það var baráttuandi og talsverð reiði í þeim nokkur hundruð manns sem voru saman komin á Austurvelli í dag. Mörgum var heitt í hamsi og púað var á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórn hennar. Þetta eru önnur mótmælin sem haldin eru eftir að fimmtán hælisleitendur voru fluttir til Grikklands í skjóli nætur á miðvikudag. „Þjóðin ætti að vera hér öll. Þetta er svívirða að það sé ekki búið að taka þannig á þessum málum þannig að þetta gerist aftur. Og þetta gerist iðulega. Við erum búin að fá okkur fullsödd af þessu. Bara, hættið þessu!“ sagði Þorsteinn Magnússon, mótmælandi, í samtali við fréttastofu á Austurvelli í dag. „Ég þekki persónulega fólk sem átti að vísa úr landi fyrir tíu árum, og lengra, og eru frábærir þegnar í dag. Af hverju má ekki gefa þessu fólki séns?“ spurði annar mótmælandi, Ágústa Harðardóttir. Eina í stöðunni að sækja manninn Mál írösku systkinanna Hussein, Yasameen og Zöhru Hussein, og fjölskyldu þeirra var í forgrunni. Anna Lára Steindal, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, efast um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið virtur í máli Husseins. „Og við bara skiljum þetta ekki. Í okkar huga er það eina sem hægt er að gera að sækja manninn. Svo það sé hægt að veita honum réttláta meðferð fyrir dómstólum,“ segir Anna Lára. Sigrún Ásta Gunnarsdóttir vinkona systranna var á meðal þeirra sem hélt tilfinningaþrungna ræðu á mótmælunum í dag. Hún lýsir algjöru áfalli á fimmtudagsmorgun þegar hún frétti af brottvísuninni. „Ég fór bara í algjört „panic“, öskrandi. Og brunaði upp í skóla. Mjög þakklát að hafa ekki lent í bílslysi,“ segir Sigrún, sem hefur verið í stopulu sambandi við vinkonur sínar í Grikklandi nú yfir helgina. „Það er bara allt ömurlegt, þær eru bara meiddar eftir handjárnin. Þær bara geta ekki lifað svona lífi.“ Ertu vongóð um að geta eitthvað hjálpað þeim? „Ég hef trú. Ég get ekki lifað án trúr,“ segir Sigrún.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla. 6. nóvember 2022 08:14 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20
Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla. 6. nóvember 2022 08:14
Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33