Bjarni verður áfram formaður Ólafur Björn Sverrisson og Kjartan Kjartansson skrifa 6. nóvember 2022 12:16 Bjarni fagnar sigrinum. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson verður áfram formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vann formannskjörið gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra. Vann Bjarni kosningarnar með 59% greiddra atkvæða. Þórdís Kolbrún var kjörin varaformaður með 88 prósent atkvæða og Vilhjálmur Árnason er nýr ritari sjálfstæðisflokksins með 58 prósent atkvæða. Kristín Edwald, formaður kjörstjórnar, tilkynnti úrslit í formannslagnum. Alls voru greidd 1.712 atkvæði. Hlaut Bjarni 1.010 atkvæði, 59,4%, gegn 687 atkvæðum Guðlaugs Þórs, 40,4%. „Hjartað mitt stækkaði núna töluvert mikið. Takk kærlega,“ sagði Bjarni í stuttri ræðu sinni eftir að úrslitin voru tilkynnt. Það var mikil spenna í Laugardalshöllinni þar sem landsfundurinn fór fram.vísir/vilhelm Bjarni sagði það að gegna embætti formanns Sjálfstæðisflokksins væri með því skemmtilegasta sem hann hafi gert. „Það verður rosalega skemmtilegt hjá okkur áfram,“ sagði hann. Sjálfstæðismenn væru ósigrandi þegar þeir sneru bökum saman. Nú væri komið að því að bretta upp ermarnar og sækja fram. Þórdís varaformaður og Vilhjálmur ritari Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra var ein í framboði til varaformanns og hlaut 88 prósent atkvæða. Vilhjálmur Árnason þingmaður sigraði þau Bryndísi Haraldsdóttur og Helga Áss Grétarsson í kosningu um ritaraembættið. Kosið var aftur á milli Bryndísar og Vilhjálms þar sem ekkert þeirra þriggja fékk hreinan meirihluta í fyrri kosningu.vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún var þakklát fyrir stuðninginn.vísir/vilhelm Fylgst var með öllum tíðindum af landsfundinum í vaktinni hér að neðan:
Kristín Edwald, formaður kjörstjórnar, tilkynnti úrslit í formannslagnum. Alls voru greidd 1.712 atkvæði. Hlaut Bjarni 1.010 atkvæði, 59,4%, gegn 687 atkvæðum Guðlaugs Þórs, 40,4%. „Hjartað mitt stækkaði núna töluvert mikið. Takk kærlega,“ sagði Bjarni í stuttri ræðu sinni eftir að úrslitin voru tilkynnt. Það var mikil spenna í Laugardalshöllinni þar sem landsfundurinn fór fram.vísir/vilhelm Bjarni sagði það að gegna embætti formanns Sjálfstæðisflokksins væri með því skemmtilegasta sem hann hafi gert. „Það verður rosalega skemmtilegt hjá okkur áfram,“ sagði hann. Sjálfstæðismenn væru ósigrandi þegar þeir sneru bökum saman. Nú væri komið að því að bretta upp ermarnar og sækja fram. Þórdís varaformaður og Vilhjálmur ritari Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra var ein í framboði til varaformanns og hlaut 88 prósent atkvæða. Vilhjálmur Árnason þingmaður sigraði þau Bryndísi Haraldsdóttur og Helga Áss Grétarsson í kosningu um ritaraembættið. Kosið var aftur á milli Bryndísar og Vilhjálms þar sem ekkert þeirra þriggja fékk hreinan meirihluta í fyrri kosningu.vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún var þakklát fyrir stuðninginn.vísir/vilhelm Fylgst var með öllum tíðindum af landsfundinum í vaktinni hér að neðan:
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Alþingi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent